Orlando vinnur enn á útivelli 3. desember 2007 09:26 Rashard Lewis hjá Orlando sækir hér að Kobe Bryant í leiknum í Los Angeles NordicPhotos/GettyImages Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og venjulega þar sem átta leikir voru á dagskrá. Orlando hefur unnið 10 af 12 útileikjum sínum í upphafi leiktíðar eftir góðan sigur á Lakers í Los Angeles í nótt 104-89. Rashard Lewis var stigahæstur í jöfnu liði Orlando með 18 stig, Dwight Howard skoraði 17 og þeir Keyon Dooling og Hedo Turkoglu 14 hvor. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir heimamenn. Boston vann auðveldan heimasigur á Cleveland 90-70 þar sem gestirnir voru án LeBron James sem er meiddur. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 13 fráköst fyrir Cleveland. Indiana skellti LA Clippers á útivelli 101-95 á bak við 29 stig frá Jamal Tinsley. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 22 fráköst fyrir heimamenn. San Antonio varð fyrir miklu áfalli þegar Tim Duncan meiddist á hné í auðveldum sigri liðsins á Portland á heimavelli í nótt 100-79. Ekki er talið að meiðsli Duncan séu mjög alvarleg en ljóst þykir að hann spili ekki með liðinu á næstunni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio en þeir Martell Webster og Travis Outlaw skoruðu 17 hvor fyrir gestina. Detroit valtaði yfir New Jersey heima 118-95. Vince Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey en Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 11 af fyrstu 16 leikjum sínum. Phoenix tryggði sér 115-104 sigur á New York á útivelli með góðum endaspretti. Grant Hill og Amare Stoudemire skoruðu 28 stig hvor fyrir gestina en Stephon Marbury og Eddy Curry skoruðu 21 hvor fyrir New York. Denver rótburstaði Miami 115-89 á heimavelli þar sem gestirnir áttu aldrei möguleika eftir að Shaquille O´Neal og Dwyane Wade lentu báðir í villuvandræðum í upphafi leiks. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 21 frákast - en Wade var stigahæstur gestanna með 13 stig. Miami hefur aðeins unnið fjóra leiki í vetur en tapað tólf. Loks vann Golden State sannfærandi útisigur á Seattle 109-96 í leik sem þurfti að fresta um hálftíma eftir að kviknaði í stigatöflunni í Key Arena skömmu áður en flauta átti til leiks. Stephen Jackson og Al Harrington skoruðu 20 stig hvor fyrir gestina og Baron Davis skoraði 12 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Chris Wilcox og Earl Watson skoruðu 16 stig hvor fyrir Seattle en nýliðinn Kevin Durant skoraði aðeins 6 stig. Seattle hefur aðeins unnið þrjá leiki á tímabilinu. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni. NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og venjulega þar sem átta leikir voru á dagskrá. Orlando hefur unnið 10 af 12 útileikjum sínum í upphafi leiktíðar eftir góðan sigur á Lakers í Los Angeles í nótt 104-89. Rashard Lewis var stigahæstur í jöfnu liði Orlando með 18 stig, Dwight Howard skoraði 17 og þeir Keyon Dooling og Hedo Turkoglu 14 hvor. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir heimamenn. Boston vann auðveldan heimasigur á Cleveland 90-70 þar sem gestirnir voru án LeBron James sem er meiddur. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 13 fráköst fyrir Cleveland. Indiana skellti LA Clippers á útivelli 101-95 á bak við 29 stig frá Jamal Tinsley. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 22 fráköst fyrir heimamenn. San Antonio varð fyrir miklu áfalli þegar Tim Duncan meiddist á hné í auðveldum sigri liðsins á Portland á heimavelli í nótt 100-79. Ekki er talið að meiðsli Duncan séu mjög alvarleg en ljóst þykir að hann spili ekki með liðinu á næstunni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio en þeir Martell Webster og Travis Outlaw skoruðu 17 hvor fyrir gestina. Detroit valtaði yfir New Jersey heima 118-95. Vince Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey en Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 11 af fyrstu 16 leikjum sínum. Phoenix tryggði sér 115-104 sigur á New York á útivelli með góðum endaspretti. Grant Hill og Amare Stoudemire skoruðu 28 stig hvor fyrir gestina en Stephon Marbury og Eddy Curry skoruðu 21 hvor fyrir New York. Denver rótburstaði Miami 115-89 á heimavelli þar sem gestirnir áttu aldrei möguleika eftir að Shaquille O´Neal og Dwyane Wade lentu báðir í villuvandræðum í upphafi leiks. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 21 frákast - en Wade var stigahæstur gestanna með 13 stig. Miami hefur aðeins unnið fjóra leiki í vetur en tapað tólf. Loks vann Golden State sannfærandi útisigur á Seattle 109-96 í leik sem þurfti að fresta um hálftíma eftir að kviknaði í stigatöflunni í Key Arena skömmu áður en flauta átti til leiks. Stephen Jackson og Al Harrington skoruðu 20 stig hvor fyrir gestina og Baron Davis skoraði 12 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Chris Wilcox og Earl Watson skoruðu 16 stig hvor fyrir Seattle en nýliðinn Kevin Durant skoraði aðeins 6 stig. Seattle hefur aðeins unnið þrjá leiki á tímabilinu. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni.
NBA Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira