Orlando vinnur enn á útivelli 3. desember 2007 09:26 Rashard Lewis hjá Orlando sækir hér að Kobe Bryant í leiknum í Los Angeles NordicPhotos/GettyImages Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og venjulega þar sem átta leikir voru á dagskrá. Orlando hefur unnið 10 af 12 útileikjum sínum í upphafi leiktíðar eftir góðan sigur á Lakers í Los Angeles í nótt 104-89. Rashard Lewis var stigahæstur í jöfnu liði Orlando með 18 stig, Dwight Howard skoraði 17 og þeir Keyon Dooling og Hedo Turkoglu 14 hvor. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir heimamenn. Boston vann auðveldan heimasigur á Cleveland 90-70 þar sem gestirnir voru án LeBron James sem er meiddur. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 13 fráköst fyrir Cleveland. Indiana skellti LA Clippers á útivelli 101-95 á bak við 29 stig frá Jamal Tinsley. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 22 fráköst fyrir heimamenn. San Antonio varð fyrir miklu áfalli þegar Tim Duncan meiddist á hné í auðveldum sigri liðsins á Portland á heimavelli í nótt 100-79. Ekki er talið að meiðsli Duncan séu mjög alvarleg en ljóst þykir að hann spili ekki með liðinu á næstunni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio en þeir Martell Webster og Travis Outlaw skoruðu 17 hvor fyrir gestina. Detroit valtaði yfir New Jersey heima 118-95. Vince Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey en Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 11 af fyrstu 16 leikjum sínum. Phoenix tryggði sér 115-104 sigur á New York á útivelli með góðum endaspretti. Grant Hill og Amare Stoudemire skoruðu 28 stig hvor fyrir gestina en Stephon Marbury og Eddy Curry skoruðu 21 hvor fyrir New York. Denver rótburstaði Miami 115-89 á heimavelli þar sem gestirnir áttu aldrei möguleika eftir að Shaquille O´Neal og Dwyane Wade lentu báðir í villuvandræðum í upphafi leiks. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 21 frákast - en Wade var stigahæstur gestanna með 13 stig. Miami hefur aðeins unnið fjóra leiki í vetur en tapað tólf. Loks vann Golden State sannfærandi útisigur á Seattle 109-96 í leik sem þurfti að fresta um hálftíma eftir að kviknaði í stigatöflunni í Key Arena skömmu áður en flauta átti til leiks. Stephen Jackson og Al Harrington skoruðu 20 stig hvor fyrir gestina og Baron Davis skoraði 12 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Chris Wilcox og Earl Watson skoruðu 16 stig hvor fyrir Seattle en nýliðinn Kevin Durant skoraði aðeins 6 stig. Seattle hefur aðeins unnið þrjá leiki á tímabilinu. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira
Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og venjulega þar sem átta leikir voru á dagskrá. Orlando hefur unnið 10 af 12 útileikjum sínum í upphafi leiktíðar eftir góðan sigur á Lakers í Los Angeles í nótt 104-89. Rashard Lewis var stigahæstur í jöfnu liði Orlando með 18 stig, Dwight Howard skoraði 17 og þeir Keyon Dooling og Hedo Turkoglu 14 hvor. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir heimamenn. Boston vann auðveldan heimasigur á Cleveland 90-70 þar sem gestirnir voru án LeBron James sem er meiddur. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 13 fráköst fyrir Cleveland. Indiana skellti LA Clippers á útivelli 101-95 á bak við 29 stig frá Jamal Tinsley. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 22 fráköst fyrir heimamenn. San Antonio varð fyrir miklu áfalli þegar Tim Duncan meiddist á hné í auðveldum sigri liðsins á Portland á heimavelli í nótt 100-79. Ekki er talið að meiðsli Duncan séu mjög alvarleg en ljóst þykir að hann spili ekki með liðinu á næstunni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio en þeir Martell Webster og Travis Outlaw skoruðu 17 hvor fyrir gestina. Detroit valtaði yfir New Jersey heima 118-95. Vince Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey en Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 11 af fyrstu 16 leikjum sínum. Phoenix tryggði sér 115-104 sigur á New York á útivelli með góðum endaspretti. Grant Hill og Amare Stoudemire skoruðu 28 stig hvor fyrir gestina en Stephon Marbury og Eddy Curry skoruðu 21 hvor fyrir New York. Denver rótburstaði Miami 115-89 á heimavelli þar sem gestirnir áttu aldrei möguleika eftir að Shaquille O´Neal og Dwyane Wade lentu báðir í villuvandræðum í upphafi leiks. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 21 frákast - en Wade var stigahæstur gestanna með 13 stig. Miami hefur aðeins unnið fjóra leiki í vetur en tapað tólf. Loks vann Golden State sannfærandi útisigur á Seattle 109-96 í leik sem þurfti að fresta um hálftíma eftir að kviknaði í stigatöflunni í Key Arena skömmu áður en flauta átti til leiks. Stephen Jackson og Al Harrington skoruðu 20 stig hvor fyrir gestina og Baron Davis skoraði 12 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Chris Wilcox og Earl Watson skoruðu 16 stig hvor fyrir Seattle en nýliðinn Kevin Durant skoraði aðeins 6 stig. Seattle hefur aðeins unnið þrjá leiki á tímabilinu. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Hamar/Þór | Taka þær toppsætið? Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Sjá meira