NBA í nótt: New York hristi af sér slyðruorðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2007 12:09 Leikmenn New York fagna sigrinum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Eftir niðurlæginguna gegn Boston Celtics í fyrrinótt náði New York Knicks að koma sér aftur á rétta braut með sigri á Milwaukee Bucks í nótt. New York vann síðasta leikhlutann, 26-11, og samtals 91-88. New York náði að vinna upp sautján stiga forskot en það var Jamal Crawford sem skoraði körfuna sem tryggði New York sigur þegar 28 sekúndur voru til leiksloka. Strax eftir leik bað hann stuðningsmenn New York afsökunar á leiknum á móti Boston sem New York tapaði með 45 stiga mun. „Þetta var ekki okkur líkt - í alvörunni. Stuðningur áhorfenda skiptir okkur öllu máli," sagði Crawford. „Þetta var erfitt tap og ég er ánægður með að við náðum okkur á strik í kvöld." Crawford var með 25 stig í leiknum, rétt eins og Zach Randolph. Stephon Marbury skoraði þrettán stig áður en hann þurfti að hætta í leiknum í þriðja leikhluta vegna axlarmeiðsla. Fred Jones átti einnig ríkan þátt í góðum spretti New York í fjórða leikhluta og skoraði öll sín tíu stig í leiknum þá. Michael Redd skoraði 27 stig í leiknum fyrir Milwaukee. Hann klikkaði hins vegar á tveimur þriggja stiga skottilraunum undir lok leiksins. Þetta var þriðja tap Milwaukee í röð. Leikur New York og Boston var sögulegur að mörgu leyti. Þetta var þriðja versta tap New York í sögunni og næstfæst stig skoruð í einum leik í sögu félagsins. Leiknum var meira að segja sjónvarpað beint um gjörvöll Bandaríkin. Isiah Thomas heldur enn starfi sínu sem þjálfari Knicks en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á tímabilinu. Hvorki Chris Bosh né LeBron James voru með sínum liðum þegar Toronto mætti Cleveland í nótt. Það kom ekki að sök fyrir fyrrnefnda liðið þar sem Andrea Bargnani og Carlos Delfino áttu stórleik fyrir Toronto. Báðir bættu sitt persónulega met fyrir flest stig skoruð í einum leik. Bargnani skoraði 26 stig í leiknum og Delfino var með 24 stig. Toronto náði 20 stiga forskoti þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og var sigurinn nokkuð öruggur eftir það. Utah Jazz fór létt með LA Lakers, 120-96, í nótt en hvorki Carlos Boozer né Mehmet Okur léku með Utah vegna meiðsla. Andrei Kirilenko var með þrefalda tvennu og Deron Williams skoraði 35 stig í leiknum. Kirilenko var með 20 stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar ásamt því að stela sex boltum og verja fjögur skot. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers. Boston Celtics er enn á sigurbraut og liðið vann í nótt tíu stiga sigur á Miami Heat, 95-85. Paul Pierce var með 27 stig, þar af átján í fyrsta leikhluta. Kevin Garnett var með 23 stig. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix sem vann góðan sigur á Orlando Magic, 110-106. Liðin hafa verið gríðarlega öflug í vetur og hvort um sig aðeins tapað fjórum leikjum. Steve Nash var með fimmtán stig og fjórtán stoðsendingar en Dwight Howard gerði 30 stig fyrir Orlando og tók 23 fráköst. Manu Ginobili skoraði 31 stig og Tim Duncan vætti við 20 þegar San Antonio vann Minnesota, 106-91, Duncan tók einnig fjórtán fráköst.Önnur úrslit næturinnar: Seattle SuperSonics - Indiana Pacers 95-93 Denver Nuggets - LA Clippers 123-107 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 85-84 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 86-92 NBA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Sjá meira
Eftir niðurlæginguna gegn Boston Celtics í fyrrinótt náði New York Knicks að koma sér aftur á rétta braut með sigri á Milwaukee Bucks í nótt. New York vann síðasta leikhlutann, 26-11, og samtals 91-88. New York náði að vinna upp sautján stiga forskot en það var Jamal Crawford sem skoraði körfuna sem tryggði New York sigur þegar 28 sekúndur voru til leiksloka. Strax eftir leik bað hann stuðningsmenn New York afsökunar á leiknum á móti Boston sem New York tapaði með 45 stiga mun. „Þetta var ekki okkur líkt - í alvörunni. Stuðningur áhorfenda skiptir okkur öllu máli," sagði Crawford. „Þetta var erfitt tap og ég er ánægður með að við náðum okkur á strik í kvöld." Crawford var með 25 stig í leiknum, rétt eins og Zach Randolph. Stephon Marbury skoraði þrettán stig áður en hann þurfti að hætta í leiknum í þriðja leikhluta vegna axlarmeiðsla. Fred Jones átti einnig ríkan þátt í góðum spretti New York í fjórða leikhluta og skoraði öll sín tíu stig í leiknum þá. Michael Redd skoraði 27 stig í leiknum fyrir Milwaukee. Hann klikkaði hins vegar á tveimur þriggja stiga skottilraunum undir lok leiksins. Þetta var þriðja tap Milwaukee í röð. Leikur New York og Boston var sögulegur að mörgu leyti. Þetta var þriðja versta tap New York í sögunni og næstfæst stig skoruð í einum leik í sögu félagsins. Leiknum var meira að segja sjónvarpað beint um gjörvöll Bandaríkin. Isiah Thomas heldur enn starfi sínu sem þjálfari Knicks en hann hefur mátt þola mikla gagnrýni á tímabilinu. Hvorki Chris Bosh né LeBron James voru með sínum liðum þegar Toronto mætti Cleveland í nótt. Það kom ekki að sök fyrir fyrrnefnda liðið þar sem Andrea Bargnani og Carlos Delfino áttu stórleik fyrir Toronto. Báðir bættu sitt persónulega met fyrir flest stig skoruð í einum leik. Bargnani skoraði 26 stig í leiknum og Delfino var með 24 stig. Toronto náði 20 stiga forskoti þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka og var sigurinn nokkuð öruggur eftir það. Utah Jazz fór létt með LA Lakers, 120-96, í nótt en hvorki Carlos Boozer né Mehmet Okur léku með Utah vegna meiðsla. Andrei Kirilenko var með þrefalda tvennu og Deron Williams skoraði 35 stig í leiknum. Kirilenko var með 20 stig, ellefu fráköst og ellefu stoðsendingar ásamt því að stela sex boltum og verja fjögur skot. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir Lakers. Boston Celtics er enn á sigurbraut og liðið vann í nótt tíu stiga sigur á Miami Heat, 95-85. Paul Pierce var með 27 stig, þar af átján í fyrsta leikhluta. Kevin Garnett var með 23 stig. Raja Bell skoraði 20 stig fyrir Phoenix sem vann góðan sigur á Orlando Magic, 110-106. Liðin hafa verið gríðarlega öflug í vetur og hvort um sig aðeins tapað fjórum leikjum. Steve Nash var með fimmtán stig og fjórtán stoðsendingar en Dwight Howard gerði 30 stig fyrir Orlando og tók 23 fráköst. Manu Ginobili skoraði 31 stig og Tim Duncan vætti við 20 þegar San Antonio vann Minnesota, 106-91, Duncan tók einnig fjórtán fráköst.Önnur úrslit næturinnar: Seattle SuperSonics - Indiana Pacers 95-93 Denver Nuggets - LA Clippers 123-107 Philadelphia 76ers - Washington Wizards 85-84 Atlanta Hawks - New Orleans Hornets 86-92
NBA Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Körfubolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Greindi frá válegum tíðindum Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Sjá meira