NBA í nótt: Boston tapaði aftur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2007 08:57 LeBron James var öflugur í nótt. Nordic Photos / Getty Images LeBron James sá til þess að Boston Celtics tapaði sínum öðrum leik á tímabilinu í NBA-deildinni í nótt. Leikurinn fór í framlengingu og skoraði James þá ellefu stig af sínum 38 í leiknum. Niðurstaðan var fimm stiga sigur Cleveland, 109-104. LeBron James gaf þar að auki þrettán stoðsendingar í leiknum. Ray Allen skoraði 29 stig í leiknum fyrir Boston en misnotaði tvö vítaköst þegar 23 sekúndur voru til loka venjulegs leiktíma. Boston er þó enn með besta sigurhlutfallið í deildinni en liðið hefur unnið ellefu leiki af þrettán. Drew Gooden átti einnig frábæran leik fyrir Cleveland og skoraði 24 stig í leiknum. Hann hitti einnig úr öllum átta skotum sínum utan af velli. Zydrunas Ilgauskas var með fimmtán stig og fjórtán fráköst. Hjá Boston komu þeir Kevin Garnett (nítján stig) og Paul Pierce (sextán stig) næstir. Jason Kidd náði sinni 91. þrefaldri tvennu á ferlinum í nótt en það dugði ekki til sigurs hjá New Jersey. Liðið tapaði fyrir Memphis, 110-103. Kidd var með tólf stig, þrettán fráköst og fimmtán stoðsendingar. Stigahæstur hjá Memphis var Pau Gasol með 22 stig og næstur kom Mike Miller með nítján stig. Vince Carter var með 32 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson 27 stig. Philadelphia batt enda á fimm leikja sigurgöngu Milwaukee með sigri í leik liðanna, 114-99. Samuel Dalembert skoraði 22 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala bætti við 20 stigum og ellefu fráköstum. Kobe Bryant reynir að verjast Kevin Durant í leik Lakers og Seattle.Nordic Photos / Getty Images Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir LA Lakers sem vann sjö stiga sigur á Seattle, 106-99. Þetta var fyrsti sigur Lakers í undanförnum fjórum leikjum en fimmti tapleikur Seattle í röð. Lamar Odom skoraði 20 stig fyrir Lakers en sem fyrr var Kevin Durant stigahæstur hjá Seattle með 25 stig. Miami Heat vann góðan sigur á Charlotte, 110-90. Ricky Davis átti magnaðan leik fyrir liðið og skoraði 23 stig. Shaquille O'Neal kom næstu rmeð fimmtán stig og Udonis Haslem með fjórtán. Hjá Charlotte var Gerald Wallace stigahæstur með sextán stig. Chicago gekk frá Atlanta í nótt í þriðja leikhluta og vann samtals tólf stiga sigur, 90-78. Luol Deng var með 22 stig fyrir Chicago og Ben Gordon 21 stig. Hjá Atlanta var Joe Johnson með 21 stig. Mike Dunleavy skoraði þrjátíu stig fyrir Indiana í nótt.Nordic Photos / Getty Images Indiana vann nauman sigur á Denver, 112-110. Indiana náði reyndar níu stiga forystu þegar skammt var til leiksloka en tókst þó að halda aftur af Denver á síðasta sprettinum. Mike Dunleavy skoraði 30 stig fyrir Indiana og Shawne Williams kom næstur með 21 stig en hann tók einnig ellefu fráköst. Hjá Denver var Allen Iverson með 26 stig og Carmelo Anthony skoraði 25 stig. Báðir tóku þeir sjö fráköst en Iverson gaf átta stoðsendingar. NBA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq verður með Stjörnunni Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira
LeBron James sá til þess að Boston Celtics tapaði sínum öðrum leik á tímabilinu í NBA-deildinni í nótt. Leikurinn fór í framlengingu og skoraði James þá ellefu stig af sínum 38 í leiknum. Niðurstaðan var fimm stiga sigur Cleveland, 109-104. LeBron James gaf þar að auki þrettán stoðsendingar í leiknum. Ray Allen skoraði 29 stig í leiknum fyrir Boston en misnotaði tvö vítaköst þegar 23 sekúndur voru til loka venjulegs leiktíma. Boston er þó enn með besta sigurhlutfallið í deildinni en liðið hefur unnið ellefu leiki af þrettán. Drew Gooden átti einnig frábæran leik fyrir Cleveland og skoraði 24 stig í leiknum. Hann hitti einnig úr öllum átta skotum sínum utan af velli. Zydrunas Ilgauskas var með fimmtán stig og fjórtán fráköst. Hjá Boston komu þeir Kevin Garnett (nítján stig) og Paul Pierce (sextán stig) næstir. Jason Kidd náði sinni 91. þrefaldri tvennu á ferlinum í nótt en það dugði ekki til sigurs hjá New Jersey. Liðið tapaði fyrir Memphis, 110-103. Kidd var með tólf stig, þrettán fráköst og fimmtán stoðsendingar. Stigahæstur hjá Memphis var Pau Gasol með 22 stig og næstur kom Mike Miller með nítján stig. Vince Carter var með 32 stig fyrir New Jersey og Richard Jefferson 27 stig. Philadelphia batt enda á fimm leikja sigurgöngu Milwaukee með sigri í leik liðanna, 114-99. Samuel Dalembert skoraði 22 stig fyrir Philadelphia og Andre Iguodala bætti við 20 stigum og ellefu fráköstum. Kobe Bryant reynir að verjast Kevin Durant í leik Lakers og Seattle.Nordic Photos / Getty Images Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir LA Lakers sem vann sjö stiga sigur á Seattle, 106-99. Þetta var fyrsti sigur Lakers í undanförnum fjórum leikjum en fimmti tapleikur Seattle í röð. Lamar Odom skoraði 20 stig fyrir Lakers en sem fyrr var Kevin Durant stigahæstur hjá Seattle með 25 stig. Miami Heat vann góðan sigur á Charlotte, 110-90. Ricky Davis átti magnaðan leik fyrir liðið og skoraði 23 stig. Shaquille O'Neal kom næstu rmeð fimmtán stig og Udonis Haslem með fjórtán. Hjá Charlotte var Gerald Wallace stigahæstur með sextán stig. Chicago gekk frá Atlanta í nótt í þriðja leikhluta og vann samtals tólf stiga sigur, 90-78. Luol Deng var með 22 stig fyrir Chicago og Ben Gordon 21 stig. Hjá Atlanta var Joe Johnson með 21 stig. Mike Dunleavy skoraði þrjátíu stig fyrir Indiana í nótt.Nordic Photos / Getty Images Indiana vann nauman sigur á Denver, 112-110. Indiana náði reyndar níu stiga forystu þegar skammt var til leiksloka en tókst þó að halda aftur af Denver á síðasta sprettinum. Mike Dunleavy skoraði 30 stig fyrir Indiana og Shawne Williams kom næstur með 21 stig en hann tók einnig ellefu fráköst. Hjá Denver var Allen Iverson með 26 stig og Carmelo Anthony skoraði 25 stig. Báðir tóku þeir sjö fráköst en Iverson gaf átta stoðsendingar.
NBA Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Shaq verður með Stjörnunni Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Sjá meira