Phil Jackson: Shaq er ekki búinn 23. nóvember 2007 16:45 Jackson og O´Neal voru góðir saman hjá Lakers NordicPhotos/GettyImages Phila Jackson, fyrrum þjálfari Shaquille O´Neal hjá LA Lakers, er ósammála þeim fullyrðingum margra að miðherjinn sé búinn að vera sökum aldurs. Jackson vann á sínum tíma þrjá meistaratitla með O´Neal hjá Lakers, en tröllið hefur ekki byrjað vel á leiktíðinni með Miami í haust og blaðamenn vestanhafs eru margir farnir að afskrifa þann stóra. Jackson er ekki sammála þessu en segist skilja kollega sinn Pat Riley hjá Miami og þá ákvörðun hans að skipta O´Neal af velli eftir innan við mínútu í leik á dögunum - þar sem Riley þótti sá stóri ekki standa sig í varnarleiknum. "Var hann ekki að spila annan leikinn sinn á tveimur dögum? Og Riley leyfði honum ekki að hita upp," sagði Jackson glottandi. "Ég held að Riley hafi bara verið að senda honum smá skilaboð. Þetta verður örugglega betra í framtíðinni." Jackson segist sjálfur ekki hafa notað viðlíka aðferðir þegar hann þjálfaði O´Neal á sínum tíma, en kom honum í skemmtilegan bobba í eitt skiptið. "Ég spurði hann einu sinni í leikhléi hvort hann vissi hvað hefði verið ótrúlegasta metið sem Wilt Chamberlain setti á ferlinum. Hann giskaði á að það hefði verið þegar Wilt var með 50 stig að meðaltali eina leiktíðina - en það var ekki rétt svar. "Ég sagði honum þá að það hefði verið þegar Wilt spilaði allar mínúturnar í hverjum einasta leik nema tvær - allt tímabilið. Ég spurði Shaq hvort hann héldi að hann gæti gert það sjálfur, maðurinn sem kallaði sjálfan sig Ofurmennið? Hann sagði já - og ég lét á það reyna. Hann spilaði nánast hverja mínútu í fjóra eða fimm leiki í röð en eftir það taldi hann nóg komið af svo góðu," sagði Jackson. "Hann komst nú reyndar í fínt form eftir þetta og mér fannst hann bregðast ágætlega við áskoruninni." Jackson vill ekki kaupa það að O´Neal sé búinn að vera. "Ég sá að það var einhver að reyna að halda útför hans í blöðunum um daginn og binda enda á feril hans, en ég held að hann eigi eftir að standa sig ágætlega í vetur," sagði hinn nífaldi NBA meistari. NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Phila Jackson, fyrrum þjálfari Shaquille O´Neal hjá LA Lakers, er ósammála þeim fullyrðingum margra að miðherjinn sé búinn að vera sökum aldurs. Jackson vann á sínum tíma þrjá meistaratitla með O´Neal hjá Lakers, en tröllið hefur ekki byrjað vel á leiktíðinni með Miami í haust og blaðamenn vestanhafs eru margir farnir að afskrifa þann stóra. Jackson er ekki sammála þessu en segist skilja kollega sinn Pat Riley hjá Miami og þá ákvörðun hans að skipta O´Neal af velli eftir innan við mínútu í leik á dögunum - þar sem Riley þótti sá stóri ekki standa sig í varnarleiknum. "Var hann ekki að spila annan leikinn sinn á tveimur dögum? Og Riley leyfði honum ekki að hita upp," sagði Jackson glottandi. "Ég held að Riley hafi bara verið að senda honum smá skilaboð. Þetta verður örugglega betra í framtíðinni." Jackson segist sjálfur ekki hafa notað viðlíka aðferðir þegar hann þjálfaði O´Neal á sínum tíma, en kom honum í skemmtilegan bobba í eitt skiptið. "Ég spurði hann einu sinni í leikhléi hvort hann vissi hvað hefði verið ótrúlegasta metið sem Wilt Chamberlain setti á ferlinum. Hann giskaði á að það hefði verið þegar Wilt var með 50 stig að meðaltali eina leiktíðina - en það var ekki rétt svar. "Ég sagði honum þá að það hefði verið þegar Wilt spilaði allar mínúturnar í hverjum einasta leik nema tvær - allt tímabilið. Ég spurði Shaq hvort hann héldi að hann gæti gert það sjálfur, maðurinn sem kallaði sjálfan sig Ofurmennið? Hann sagði já - og ég lét á það reyna. Hann spilaði nánast hverja mínútu í fjóra eða fimm leiki í röð en eftir það taldi hann nóg komið af svo góðu," sagði Jackson. "Hann komst nú reyndar í fínt form eftir þetta og mér fannst hann bregðast ágætlega við áskoruninni." Jackson vill ekki kaupa það að O´Neal sé búinn að vera. "Ég sá að það var einhver að reyna að halda útför hans í blöðunum um daginn og binda enda á feril hans, en ég held að hann eigi eftir að standa sig ágætlega í vetur," sagði hinn nífaldi NBA meistari.
NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira