NBA stórveldin mætast á Sýn í nótt 23. nóvember 2007 11:38 Þríeykið mikla hjá Boston tekur á móti erkifjendunum í LA Lakers í nótt Nordic Photos / Getty Images Gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers eigast við í NBA deildinni í nótt klukkan hálfeitt eftir miðnætti og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Bæði lið hafa byrjað nokkuð vel í deildinni, ekki síst heimamenn, sem eru með besta árangur allra liða - 9 sigra í 10 leikjum. Lakers liðið hefur unnið 7 af 11 leikjum sínum og hefur í raun komið nokkuð á óvart eftir ólguna sem var í herbúðum liðsins í kring um Kobe Bryant í sumar. Boston hefur ekki byrjað betur í 20 ár eftir að liðið fékk til sín þá Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Boston er eina liðið í deildinni sem inniheldur þrjá leikmenn sem skora yfir 20 stig að meðaltali í leik - þríeykið Garnett (20,7 stig, 13 fráköst), Allen (20,3 stig) og Paul Pierce (22,3 stig). Boston hafnaði í neðsta sæti í Austurdeildinni á síðustu leiktíð með aðeins 24 sigra í 82 leikjum og þar á bæ standa vonir til þess að sjá fyrsta meistaratitilinn í meira en tvo áratugi. Lakers-liðið er með nánast sama lið og í fyrra en þá byrjaði liðið vel í deildinni en datt út úr úrslitakeppninni í fyrstu umferð eins og árin þar á undan. Ungu leikmennirnir í kring um Kobe Bryant í kjarna liðsins hafa margir hverjir verið að spila ágætlega í haust og Bryant er t.a.m. "aðeins" með um 27 stig að meðaltali í leik - sem er lægsta meðaltal hans í fjögur ár. Lakers skorar að meðaltali 106,6 stig að meðaltali í leik sem er fjórða hæsta stigaskor í deildinni. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð þegar það tapaði nokkuð óvænt í Milwaukee á miðvikudagskvöldið. Boston vann sinn síðasta leik nokkuð sannfærandi sigur á Golden State á heimavelli eftir fyrsta tapið á leiktíðinni í leiknum þar á undan. Kevin Garnett hefur farið hamförum með Boston það sem af er og er með rúmlega 63% skotnýtingu utan af velli. Boston vann fyrstu sex leiki sína í deildinni með rúmum nítján stigum að meðaltali. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þessum stórveldum vegnar í kvöld þegar þau eigast við í Boston. Síðustu sigrar Boston hafa komið gegn liðum í lakari kantinum og því verður áskorunin stærri í kvöld. Lakers vann báðar viðureignir liðanna á síðustu leiktíð með næstum 20 stiga mun að meðaltali, þar sem Kobe Bryant var með 31 stig og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ray Allen var með 31 stig að meðaltali í leik í tveimur leikjum á móti Lakers á síðustu leiktíð, en þá var hann reyndar leikmaður Seattle. Þeir Bryant og Allen hafa eldað grátt silfur í gegn um tíðina og því verður áhugavert að sjá viðureign þeirra á Sýn í kvöld. NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Gömlu stórveldin Boston Celtics og LA Lakers eigast við í NBA deildinni í nótt klukkan hálfeitt eftir miðnætti og verður leikurinn sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Bæði lið hafa byrjað nokkuð vel í deildinni, ekki síst heimamenn, sem eru með besta árangur allra liða - 9 sigra í 10 leikjum. Lakers liðið hefur unnið 7 af 11 leikjum sínum og hefur í raun komið nokkuð á óvart eftir ólguna sem var í herbúðum liðsins í kring um Kobe Bryant í sumar. Boston hefur ekki byrjað betur í 20 ár eftir að liðið fékk til sín þá Kevin Garnett og Ray Allen í sumar. Boston er eina liðið í deildinni sem inniheldur þrjá leikmenn sem skora yfir 20 stig að meðaltali í leik - þríeykið Garnett (20,7 stig, 13 fráköst), Allen (20,3 stig) og Paul Pierce (22,3 stig). Boston hafnaði í neðsta sæti í Austurdeildinni á síðustu leiktíð með aðeins 24 sigra í 82 leikjum og þar á bæ standa vonir til þess að sjá fyrsta meistaratitilinn í meira en tvo áratugi. Lakers-liðið er með nánast sama lið og í fyrra en þá byrjaði liðið vel í deildinni en datt út úr úrslitakeppninni í fyrstu umferð eins og árin þar á undan. Ungu leikmennirnir í kring um Kobe Bryant í kjarna liðsins hafa margir hverjir verið að spila ágætlega í haust og Bryant er t.a.m. "aðeins" með um 27 stig að meðaltali í leik - sem er lægsta meðaltal hans í fjögur ár. Lakers skorar að meðaltali 106,6 stig að meðaltali í leik sem er fjórða hæsta stigaskor í deildinni. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð þegar það tapaði nokkuð óvænt í Milwaukee á miðvikudagskvöldið. Boston vann sinn síðasta leik nokkuð sannfærandi sigur á Golden State á heimavelli eftir fyrsta tapið á leiktíðinni í leiknum þar á undan. Kevin Garnett hefur farið hamförum með Boston það sem af er og er með rúmlega 63% skotnýtingu utan af velli. Boston vann fyrstu sex leiki sína í deildinni með rúmum nítján stigum að meðaltali. Það verður því áhugavert að sjá hvernig þessum stórveldum vegnar í kvöld þegar þau eigast við í Boston. Síðustu sigrar Boston hafa komið gegn liðum í lakari kantinum og því verður áskorunin stærri í kvöld. Lakers vann báðar viðureignir liðanna á síðustu leiktíð með næstum 20 stiga mun að meðaltali, þar sem Kobe Bryant var með 31 stig og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ray Allen var með 31 stig að meðaltali í leik í tveimur leikjum á móti Lakers á síðustu leiktíð, en þá var hann reyndar leikmaður Seattle. Þeir Bryant og Allen hafa eldað grátt silfur í gegn um tíðina og því verður áhugavert að sjá viðureign þeirra á Sýn í kvöld.
NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira