Keflavík vann í kvöld sinn áttunda leik í röð í Iceland Express deild-kvenna og er liðið enn taplaust á leiktíðinni.
Keflavík vann í kvöld botnlið Vals, 71-66. Þá unnu Haukar sigur á Hamar, 77-66, og Grindavík vann Fjölni, 84-75.
Einn leikur fór fram í Lýsingabikarkeppni karla í kvöld. Snæfell vann Hauka á Ásvöllum, 89-63.