Enn titrar fjármálaheimurinn 21. nóvember 2007 21:51 Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum féll á ný í dag eftir hækkun í gær. Þetta er svipuð þróun og á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Atferli fjárfesta nú stjórnast af ótta við að enn sjái ekki til botns í þrengingum á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum og geti svo farið að bankar og fjármálafyrirtæki þurfi að afskrifa frekari lán úr bókum sínum. Til að bæta gráu ofan á svart sagði í minnispunktum bandaríska seðlabankans af síðasta vaxtaákvarðanafundi hans, sem birtir voru í gær, að líkur séu á nokkuð hægari hagvexti í Bandaríkjunum allt fram á næsta ár. Fasteignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum eiga mjög erfitt um þessar mundir, ekki síst eftir að bandaríska fjármálafyrirtækið Fannie Mae tilkynnti í gær að það þyrfti að afskrifa allt að tvær milljónir bandaríkjadala fasteignalán til viðbótar því sem áður hefur farið forgörðum úr bókum félagsins. Markaðsvirði félagsins hrundi í dag þegar gengi þess féll um 29 prósent og þykir fátt benda til að bandaríski fjárfestar komi til með að njóta Þakkargjörðarhátíðarinnar sem hefst um næstu helgi, að því er Associated Press greinir frá. Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,62 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,33 prósent. Vísitölurnar eiga hins vegar talsvert inni eftir hækkun ársins ólíkt íslensku Úrvalsvísitölunni sem hefur ekki verið lægri síðan snemma í janúar. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum féll á ný í dag eftir hækkun í gær. Þetta er svipuð þróun og á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag, þar á meðal hér á landi. Atferli fjárfesta nú stjórnast af ótta við að enn sjái ekki til botns í þrengingum á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum og geti svo farið að bankar og fjármálafyrirtæki þurfi að afskrifa frekari lán úr bókum sínum. Til að bæta gráu ofan á svart sagði í minnispunktum bandaríska seðlabankans af síðasta vaxtaákvarðanafundi hans, sem birtir voru í gær, að líkur séu á nokkuð hægari hagvexti í Bandaríkjunum allt fram á næsta ár. Fasteignalánafyrirtæki í Bandaríkjunum eiga mjög erfitt um þessar mundir, ekki síst eftir að bandaríska fjármálafyrirtækið Fannie Mae tilkynnti í gær að það þyrfti að afskrifa allt að tvær milljónir bandaríkjadala fasteignalán til viðbótar því sem áður hefur farið forgörðum úr bókum félagsins. Markaðsvirði félagsins hrundi í dag þegar gengi þess féll um 29 prósent og þykir fátt benda til að bandaríski fjárfestar komi til með að njóta Þakkargjörðarhátíðarinnar sem hefst um næstu helgi, að því er Associated Press greinir frá. Dow Jones hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,62 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,33 prósent. Vísitölurnar eiga hins vegar talsvert inni eftir hækkun ársins ólíkt íslensku Úrvalsvísitölunni sem hefur ekki verið lægri síðan snemma í janúar.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira