Fyrsta tap Boston Celtics 19. nóvember 2007 09:29 Boston nýtti 53% skota sinna gegn Orlando en það nægði ekki til sigurs að þessu sinni NordicPhotos/GettyImages Boston Celtics tapaði fyrsta leik sínum í NBA deildinni í nótt þegar liðið lá naumlega fyrir Orlando á útivelli í æsispennandi og sveiflukenndum leik 104-102. Boston hafði unnið 8 fyrstu leiki sína í deildarkeppninni og um tíma leit út fyrir að fyrsta tap liðsins yrði stór skellur, því það var 20 stigum undir í hálfleik gegn spræku liði Orlando - sem einnig hefur byrjað leiktíðina mjög vel. "Við erum ekki fullkomið lið og vissum að við myndum ekki vinna alla 82 leikina í vetur, en það er mikill andi í liðinu og baráttan var líka mikil," sagði Kevin Garnett hjá Boston sem skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Paul Pierce sioraði 28 stig og Ray Allen var með 18. Þeir Pierce og Allen fóru fyrir Boston á æsilegum lokaspretti þar sem liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn, en heimamenn náðu að hanga á sigrinum. Leikstjórnandinn Rajon Rondo átti líka fínan leik og skoraði 18 stig - og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Orlando vann þarna sinn 9. sigur í 11 leikjum og er með annan besta árangurinn í Austurdeildinni. Dwight Howard skoraði 24 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði 22 stig. "Ég sagði strákunum eftir leikinn að það væri fínt að sýna mér að þeir gætu staðið af sér svona stór áhlaup, en það er líka allt í lagi að vinna leiki án þess að hleypa andstæðingnum svona inn í leikina - ef ég á að lifa fram yfir fimmtugt," sagði Stan Van Gundy þjálfari Orlando gamansamur eftir leikinn. Jackson sneri aftur Golden State fagnaði endurkomu fyrirliða síns Stephen Jackson með góðum útisigri á Toronto í gærkvöld 106-100. T.J. Ford skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto en Stephen Jackson var stigahæstur gestanna með 17 stig eftir að hafa setið af sér leikbann í fyrstu sjö leikjunum á tímabilinu. Sacramento vann góðan heimasigur á Detroit þar sem Beno Udrih skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir gestina. Þetta var annað tap Detroit í röð á erfiðu ferðalagi um vesturströndina. Loks vann LA Lakers góðan sigur á Chicago á heimavelli 106-78. Ben Godon skoraði 20 stig fyrir Chicago sem hefur tapað 7 af fyrstu 9 leikjum sínum í deildinni en Kobe Bryant skoraði 18 stig í jöfnu liði Lakers, sem fékk 10 stig eða meira frá fimm varamönnum í leiknum og það hafði ekki gerst síðan árið 1985. Lakers liðið gerði út um leikinn þegar það skoraði 18 stig í röð í lok þriðja leikhlutans. NBA Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Sjá meira
Boston Celtics tapaði fyrsta leik sínum í NBA deildinni í nótt þegar liðið lá naumlega fyrir Orlando á útivelli í æsispennandi og sveiflukenndum leik 104-102. Boston hafði unnið 8 fyrstu leiki sína í deildarkeppninni og um tíma leit út fyrir að fyrsta tap liðsins yrði stór skellur, því það var 20 stigum undir í hálfleik gegn spræku liði Orlando - sem einnig hefur byrjað leiktíðina mjög vel. "Við erum ekki fullkomið lið og vissum að við myndum ekki vinna alla 82 leikina í vetur, en það er mikill andi í liðinu og baráttan var líka mikil," sagði Kevin Garnett hjá Boston sem skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Paul Pierce sioraði 28 stig og Ray Allen var með 18. Þeir Pierce og Allen fóru fyrir Boston á æsilegum lokaspretti þar sem liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn, en heimamenn náðu að hanga á sigrinum. Leikstjórnandinn Rajon Rondo átti líka fínan leik og skoraði 18 stig - og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Orlando vann þarna sinn 9. sigur í 11 leikjum og er með annan besta árangurinn í Austurdeildinni. Dwight Howard skoraði 24 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði 22 stig. "Ég sagði strákunum eftir leikinn að það væri fínt að sýna mér að þeir gætu staðið af sér svona stór áhlaup, en það er líka allt í lagi að vinna leiki án þess að hleypa andstæðingnum svona inn í leikina - ef ég á að lifa fram yfir fimmtugt," sagði Stan Van Gundy þjálfari Orlando gamansamur eftir leikinn. Jackson sneri aftur Golden State fagnaði endurkomu fyrirliða síns Stephen Jackson með góðum útisigri á Toronto í gærkvöld 106-100. T.J. Ford skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto en Stephen Jackson var stigahæstur gestanna með 17 stig eftir að hafa setið af sér leikbann í fyrstu sjö leikjunum á tímabilinu. Sacramento vann góðan heimasigur á Detroit þar sem Beno Udrih skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir gestina. Þetta var annað tap Detroit í röð á erfiðu ferðalagi um vesturströndina. Loks vann LA Lakers góðan sigur á Chicago á heimavelli 106-78. Ben Godon skoraði 20 stig fyrir Chicago sem hefur tapað 7 af fyrstu 9 leikjum sínum í deildinni en Kobe Bryant skoraði 18 stig í jöfnu liði Lakers, sem fékk 10 stig eða meira frá fimm varamönnum í leiknum og það hafði ekki gerst síðan árið 1985. Lakers liðið gerði út um leikinn þegar það skoraði 18 stig í röð í lok þriðja leikhlutans.
NBA Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Sjá meira