Fyrsta tap Boston Celtics 19. nóvember 2007 09:29 Boston nýtti 53% skota sinna gegn Orlando en það nægði ekki til sigurs að þessu sinni NordicPhotos/GettyImages Boston Celtics tapaði fyrsta leik sínum í NBA deildinni í nótt þegar liðið lá naumlega fyrir Orlando á útivelli í æsispennandi og sveiflukenndum leik 104-102. Boston hafði unnið 8 fyrstu leiki sína í deildarkeppninni og um tíma leit út fyrir að fyrsta tap liðsins yrði stór skellur, því það var 20 stigum undir í hálfleik gegn spræku liði Orlando - sem einnig hefur byrjað leiktíðina mjög vel. "Við erum ekki fullkomið lið og vissum að við myndum ekki vinna alla 82 leikina í vetur, en það er mikill andi í liðinu og baráttan var líka mikil," sagði Kevin Garnett hjá Boston sem skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Paul Pierce sioraði 28 stig og Ray Allen var með 18. Þeir Pierce og Allen fóru fyrir Boston á æsilegum lokaspretti þar sem liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn, en heimamenn náðu að hanga á sigrinum. Leikstjórnandinn Rajon Rondo átti líka fínan leik og skoraði 18 stig - og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Orlando vann þarna sinn 9. sigur í 11 leikjum og er með annan besta árangurinn í Austurdeildinni. Dwight Howard skoraði 24 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði 22 stig. "Ég sagði strákunum eftir leikinn að það væri fínt að sýna mér að þeir gætu staðið af sér svona stór áhlaup, en það er líka allt í lagi að vinna leiki án þess að hleypa andstæðingnum svona inn í leikina - ef ég á að lifa fram yfir fimmtugt," sagði Stan Van Gundy þjálfari Orlando gamansamur eftir leikinn. Jackson sneri aftur Golden State fagnaði endurkomu fyrirliða síns Stephen Jackson með góðum útisigri á Toronto í gærkvöld 106-100. T.J. Ford skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto en Stephen Jackson var stigahæstur gestanna með 17 stig eftir að hafa setið af sér leikbann í fyrstu sjö leikjunum á tímabilinu. Sacramento vann góðan heimasigur á Detroit þar sem Beno Udrih skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir gestina. Þetta var annað tap Detroit í röð á erfiðu ferðalagi um vesturströndina. Loks vann LA Lakers góðan sigur á Chicago á heimavelli 106-78. Ben Godon skoraði 20 stig fyrir Chicago sem hefur tapað 7 af fyrstu 9 leikjum sínum í deildinni en Kobe Bryant skoraði 18 stig í jöfnu liði Lakers, sem fékk 10 stig eða meira frá fimm varamönnum í leiknum og það hafði ekki gerst síðan árið 1985. Lakers liðið gerði út um leikinn þegar það skoraði 18 stig í röð í lok þriðja leikhlutans. NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Boston Celtics tapaði fyrsta leik sínum í NBA deildinni í nótt þegar liðið lá naumlega fyrir Orlando á útivelli í æsispennandi og sveiflukenndum leik 104-102. Boston hafði unnið 8 fyrstu leiki sína í deildarkeppninni og um tíma leit út fyrir að fyrsta tap liðsins yrði stór skellur, því það var 20 stigum undir í hálfleik gegn spræku liði Orlando - sem einnig hefur byrjað leiktíðina mjög vel. "Við erum ekki fullkomið lið og vissum að við myndum ekki vinna alla 82 leikina í vetur, en það er mikill andi í liðinu og baráttan var líka mikil," sagði Kevin Garnett hjá Boston sem skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst. Paul Pierce sioraði 28 stig og Ray Allen var með 18. Þeir Pierce og Allen fóru fyrir Boston á æsilegum lokaspretti þar sem liðið hafði tækifæri til að jafna leikinn, en heimamenn náðu að hanga á sigrinum. Leikstjórnandinn Rajon Rondo átti líka fínan leik og skoraði 18 stig - og hitti úr 8 af 9 skotum sínum. Orlando vann þarna sinn 9. sigur í 11 leikjum og er með annan besta árangurinn í Austurdeildinni. Dwight Howard skoraði 24 stig fyrir Orlando og Rashard Lewis skoraði 22 stig. "Ég sagði strákunum eftir leikinn að það væri fínt að sýna mér að þeir gætu staðið af sér svona stór áhlaup, en það er líka allt í lagi að vinna leiki án þess að hleypa andstæðingnum svona inn í leikina - ef ég á að lifa fram yfir fimmtugt," sagði Stan Van Gundy þjálfari Orlando gamansamur eftir leikinn. Jackson sneri aftur Golden State fagnaði endurkomu fyrirliða síns Stephen Jackson með góðum útisigri á Toronto í gærkvöld 106-100. T.J. Ford skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto en Stephen Jackson var stigahæstur gestanna með 17 stig eftir að hafa setið af sér leikbann í fyrstu sjö leikjunum á tímabilinu. Sacramento vann góðan heimasigur á Detroit þar sem Beno Udrih skoraði 23 stig fyrir heimamenn en Tayshaun Prince skoraði 19 stig fyrir gestina. Þetta var annað tap Detroit í röð á erfiðu ferðalagi um vesturströndina. Loks vann LA Lakers góðan sigur á Chicago á heimavelli 106-78. Ben Godon skoraði 20 stig fyrir Chicago sem hefur tapað 7 af fyrstu 9 leikjum sínum í deildinni en Kobe Bryant skoraði 18 stig í jöfnu liði Lakers, sem fékk 10 stig eða meira frá fimm varamönnum í leiknum og það hafði ekki gerst síðan árið 1985. Lakers liðið gerði út um leikinn þegar það skoraði 18 stig í röð í lok þriðja leikhlutans.
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins