NBA í nótt: Dallas vann meistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2007 08:51 Josh Howard kemst hér framhjá Tim Duncan. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Dallas vann San Antonio og Phoenix bar sigurorð af Chicago Bulls. Skelfilegur fyrsti leikhluti varð San Antonio að falli gegn Dallas. Josh Howard fór mikinn í liði Dallas í leikhlutanum og var maðurinn á bak við tvo góða spretti hjá liðinu, 17-1 annars vegar og 11-0 hins vegar. Lokatölur voru 105-92 en San Antonio náði aldrei að ógna forskoti Dallas að einhverju ráði. Manu Ginobili var einu sinni sem oftar stigahæstir leikmaður San Antonio með 25 stig. Hann tók einnig níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Tim Duncan var með 24 stig en Tony Parker einungis sjö. Hann hitti aðeins úr einu skoti sínu af ellefu en gaf reyndar átta stoðsendingar. Allt Dallas-liðið var að leika vel í nótt og var Howard stigahæstur með 23 stig. Devin Harris og Jason Terry voru með átján stig hvor og Dirk Nowitzky sautján. Þetta var annar tapleikur San Antonio á leiktíðinni og sjötti sigurleikur Dallas. Alls eru nú fjögur lið á Vesturströndinni sem eru með 75% sigurhlutfall eða betra. Grant Hill var öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Eitt þeirra er Phoenix sem vann tíu stiga sigur á Chicago Bulls í nótt, 112-102. Leandro Barbosa var stigahæstur hjá Phoenix með 25 stig og hitti gríðarlega vel, þar af úr fimm af sjö þriggja stiga tilraunum sínum. Phoenix náði að sigla fram úr Chicago í síðasta leikhlutanum en staðan var jöfn þegar þriðja leikhluta lauk, 75-75. Shawn Marion var öflugur á lokasprettinum og skoraði ellefu af sínu 21 stigi í lokaleikhlutanum. Boris Diaw kom svo inn í liðið þegar Amare Stoudamire lenti í miklum villuvandræðum í lokin og skilaði sínu er hann skoraði sjö stig. Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Phoenix í nótt en Steve Nash var með tíu stig og fimmtán stoðsendingar. Hjá Chicago var Ben Gordon atkvæðamikill með 24 stig og Luol Deng var með 23 stig og níu fráköst. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Dallas vann San Antonio og Phoenix bar sigurorð af Chicago Bulls. Skelfilegur fyrsti leikhluti varð San Antonio að falli gegn Dallas. Josh Howard fór mikinn í liði Dallas í leikhlutanum og var maðurinn á bak við tvo góða spretti hjá liðinu, 17-1 annars vegar og 11-0 hins vegar. Lokatölur voru 105-92 en San Antonio náði aldrei að ógna forskoti Dallas að einhverju ráði. Manu Ginobili var einu sinni sem oftar stigahæstir leikmaður San Antonio með 25 stig. Hann tók einnig níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Tim Duncan var með 24 stig en Tony Parker einungis sjö. Hann hitti aðeins úr einu skoti sínu af ellefu en gaf reyndar átta stoðsendingar. Allt Dallas-liðið var að leika vel í nótt og var Howard stigahæstur með 23 stig. Devin Harris og Jason Terry voru með átján stig hvor og Dirk Nowitzky sautján. Þetta var annar tapleikur San Antonio á leiktíðinni og sjötti sigurleikur Dallas. Alls eru nú fjögur lið á Vesturströndinni sem eru með 75% sigurhlutfall eða betra. Grant Hill var öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Eitt þeirra er Phoenix sem vann tíu stiga sigur á Chicago Bulls í nótt, 112-102. Leandro Barbosa var stigahæstur hjá Phoenix með 25 stig og hitti gríðarlega vel, þar af úr fimm af sjö þriggja stiga tilraunum sínum. Phoenix náði að sigla fram úr Chicago í síðasta leikhlutanum en staðan var jöfn þegar þriðja leikhluta lauk, 75-75. Shawn Marion var öflugur á lokasprettinum og skoraði ellefu af sínu 21 stigi í lokaleikhlutanum. Boris Diaw kom svo inn í liðið þegar Amare Stoudamire lenti í miklum villuvandræðum í lokin og skilaði sínu er hann skoraði sjö stig. Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Phoenix í nótt en Steve Nash var með tíu stig og fimmtán stoðsendingar. Hjá Chicago var Ben Gordon atkvæðamikill með 24 stig og Luol Deng var með 23 stig og níu fráköst.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira