Chavez hótar spænskum fyrirtækjum Óli Tynes skrifar 15. nóvember 2007 14:48 Chavez er af mörgum kallaður kjaftaskur Suður-Ameríku. Hann kann því illa. Hugo Chavez forseti Venesúela hótar spænskum fyrirtækjum öllu illu ef Juan Carlos konungur biður hann ekki afsökunar á því að segja honum að halda kjafti. Konungur lét þessi hvössu orð falla á ráðstefnu spænsk-amerískra ríkja í Chile um síðustu helgi. Þar úthúðaði Chavez Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar. Kallaði hann meðal annars fasista. Núverandi forsætisráðherra Jose Luis Zapatero reyndi kurteislega að bera blak af fyrirrennara sínum. Hann sagði meðal annars við Chavez að það væri vel hægt að vera ósammála einhverjum án þess að uppnefna hann. Chavez lét sér ekki segjast og var með stöðug framíköll meðan Zapatero talaði. Spánarkonung brast þá þolinmæðin og hann hrópaði að Chaves; "Af hverju heldur þú ekki kjafti." Viðstaddir fréttamenn segja að þótt þetta hafi verið óvenjuleg kveðja á slíkum stað, hafi Spánarkonungur líklega talað fyrir munn margra. Chavez er enda stundum kallaður kjaftaskur Suður-Ameríku. Á blaðamannafundi sagði Chaves að konungurinn hefði misst stjórn á skapi sínu og það minnsta sem hann gæti gert væri að biðjast afsökunar. Og forsetinn lét á sér skilja að ef hann ekki gerði það, gæti syrt í álinn hjá spænskum fyrirtækjum í Venesúela; "Við höfum enga þörf fyrir Stantander og BBVA(spænskir bankar). Og það segir enginn að við getum ekki þjóðnýtt aftur það sem við höfum einkavætt." Á Spáni er Juan Carlos hinsvegar þjóðhetja. Brosandi út að eyrum segja Spánverjur hver öðrum að halda kjafti, af minnsta tilefni. Því er tekið með skellihlátri. En forseta Venesúela er ekki skemmt. Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Hugo Chavez forseti Venesúela hótar spænskum fyrirtækjum öllu illu ef Juan Carlos konungur biður hann ekki afsökunar á því að segja honum að halda kjafti. Konungur lét þessi hvössu orð falla á ráðstefnu spænsk-amerískra ríkja í Chile um síðustu helgi. Þar úthúðaði Chavez Jose Maria Aznar, fyrrverandi forsætisráðherra Spánar. Kallaði hann meðal annars fasista. Núverandi forsætisráðherra Jose Luis Zapatero reyndi kurteislega að bera blak af fyrirrennara sínum. Hann sagði meðal annars við Chavez að það væri vel hægt að vera ósammála einhverjum án þess að uppnefna hann. Chavez lét sér ekki segjast og var með stöðug framíköll meðan Zapatero talaði. Spánarkonung brast þá þolinmæðin og hann hrópaði að Chaves; "Af hverju heldur þú ekki kjafti." Viðstaddir fréttamenn segja að þótt þetta hafi verið óvenjuleg kveðja á slíkum stað, hafi Spánarkonungur líklega talað fyrir munn margra. Chavez er enda stundum kallaður kjaftaskur Suður-Ameríku. Á blaðamannafundi sagði Chaves að konungurinn hefði misst stjórn á skapi sínu og það minnsta sem hann gæti gert væri að biðjast afsökunar. Og forsetinn lét á sér skilja að ef hann ekki gerði það, gæti syrt í álinn hjá spænskum fyrirtækjum í Venesúela; "Við höfum enga þörf fyrir Stantander og BBVA(spænskir bankar). Og það segir enginn að við getum ekki þjóðnýtt aftur það sem við höfum einkavætt." Á Spáni er Juan Carlos hinsvegar þjóðhetja. Brosandi út að eyrum segja Spánverjur hver öðrum að halda kjafti, af minnsta tilefni. Því er tekið með skellihlátri. En forseta Venesúela er ekki skemmt.
Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila