Toronto burstaði Chicago 11. nóvember 2007 11:44 Chicago-liðið er heillum horfið í upphafi leiktíðar NordicPhotos/GettyImages Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston er enn taplaust eftir góðan sigur á New Jersey en Minnesota hefur enn ekki unnið leik. Þá er Chicago í bullandi vandræðum eftir að hafa verið niðurlægt á heimavelli af Toronto. "Hvað er að gerast með þetta lið," sagði T.J. Ford, leikstórnandi Toronto í nótt eftir að lið hans hafði unnið Chicago Bulls 101-71 á útivelli. Hann er ekki einn um að vera hissa á byrjun Chicago liðsins, sem átti aldrei möguleika í leiknum í nótt og var sigur Toronto öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Andres Nocioni var stigahæstur með 20 stig í arfaslöku liði Chicago í nótt, en liðið hafði unnið 15 af 17 síðustu leikjum gegn Toronto fyrir þessa skelfilegu útreið. Carlos Delfino skoraði 16 stig og þeir Chris Bosh og Andrea Bargnani 14 hvor. TJ Ford gaf 14 stoðsendingar og Toronto vann þennan stórsigur þrátt fyrir að vera að spila fjórða leik sinn á fimm dögum. Ótrúleg endurkoma Denver Denver vann sigur á Indiana 113-106 í ótrúlegum leik í Indianapolis, þar sem Denver var einum 25 stigum undir í hálfleik. Indiana skoraði t.a.m. 46 stig í fyrsta leikhlutanum, en Denver náði að snúa dæminu við eftir hrikalega hálfleiksræðu frá George Karl þjálfara. "Ég efast um að það sé hafandi eftir í fjölmiðlum," sagði Karl þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik. "Hann blótaði okkur í kaf," sagði Carmelo Anthony hjá Denver sem skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst. Allen Iverson skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Troy Murphi var stigahæstur í jöfnu liði Indiana með 18 stig. Fimm í röð hjá Boston Boston vann nokkuð sannfærandi sigur á New Jersey í nótt 112-101. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston, Ray Allen 27 og Kevin Garnett 18 og 14 fráköst. Richard Jefferson skoraði 28 fyrir New Jersey. Phoenix vann góðan sigur á Orlando á útivelli þar sem Leandro Barbosa var í miklu stuði og setti parsónulegt met með 39 stigum eftir að hafa komið inn í byrjunarliðið í stað hins meidda Raja Bell. Dwight Howard skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando. Bæði lið hafa unnið fimm leiki og tapað tveimur. Utah vann auðveldan sigur á Memphis 118-94 á heimavelli. Carlos Boozer skoraði 31 stig fyrir Utah, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 13 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig, hirti 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis sem tapaði 25 boltum í leiknum. Loksin, loksins hjá Portland Portland lagði Dallas 91-82 eftir að hafa tapað síðustu 13 leikjum sínum gegn Dallas. Brandon Roy var frábær í liði Portland og skoraði 32 stig í þriðja sigri liðsins í röð. Josh Howard skoraði 20 stig fyrir Dallas sem hafði unnið þrjá leiki í röð. Loks vann Sacramento 100-93 sigur á Minnesota á heimavelli og því er Minnesota enn án sigurs í fyrstu fimm leikjunum. Al Jefferson skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir gestina en Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Sacramento. NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston er enn taplaust eftir góðan sigur á New Jersey en Minnesota hefur enn ekki unnið leik. Þá er Chicago í bullandi vandræðum eftir að hafa verið niðurlægt á heimavelli af Toronto. "Hvað er að gerast með þetta lið," sagði T.J. Ford, leikstórnandi Toronto í nótt eftir að lið hans hafði unnið Chicago Bulls 101-71 á útivelli. Hann er ekki einn um að vera hissa á byrjun Chicago liðsins, sem átti aldrei möguleika í leiknum í nótt og var sigur Toronto öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Andres Nocioni var stigahæstur með 20 stig í arfaslöku liði Chicago í nótt, en liðið hafði unnið 15 af 17 síðustu leikjum gegn Toronto fyrir þessa skelfilegu útreið. Carlos Delfino skoraði 16 stig og þeir Chris Bosh og Andrea Bargnani 14 hvor. TJ Ford gaf 14 stoðsendingar og Toronto vann þennan stórsigur þrátt fyrir að vera að spila fjórða leik sinn á fimm dögum. Ótrúleg endurkoma Denver Denver vann sigur á Indiana 113-106 í ótrúlegum leik í Indianapolis, þar sem Denver var einum 25 stigum undir í hálfleik. Indiana skoraði t.a.m. 46 stig í fyrsta leikhlutanum, en Denver náði að snúa dæminu við eftir hrikalega hálfleiksræðu frá George Karl þjálfara. "Ég efast um að það sé hafandi eftir í fjölmiðlum," sagði Karl þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik. "Hann blótaði okkur í kaf," sagði Carmelo Anthony hjá Denver sem skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst. Allen Iverson skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Troy Murphi var stigahæstur í jöfnu liði Indiana með 18 stig. Fimm í röð hjá Boston Boston vann nokkuð sannfærandi sigur á New Jersey í nótt 112-101. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston, Ray Allen 27 og Kevin Garnett 18 og 14 fráköst. Richard Jefferson skoraði 28 fyrir New Jersey. Phoenix vann góðan sigur á Orlando á útivelli þar sem Leandro Barbosa var í miklu stuði og setti parsónulegt met með 39 stigum eftir að hafa komið inn í byrjunarliðið í stað hins meidda Raja Bell. Dwight Howard skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando. Bæði lið hafa unnið fimm leiki og tapað tveimur. Utah vann auðveldan sigur á Memphis 118-94 á heimavelli. Carlos Boozer skoraði 31 stig fyrir Utah, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 13 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig, hirti 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis sem tapaði 25 boltum í leiknum. Loksin, loksins hjá Portland Portland lagði Dallas 91-82 eftir að hafa tapað síðustu 13 leikjum sínum gegn Dallas. Brandon Roy var frábær í liði Portland og skoraði 32 stig í þriðja sigri liðsins í röð. Josh Howard skoraði 20 stig fyrir Dallas sem hafði unnið þrjá leiki í röð. Loks vann Sacramento 100-93 sigur á Minnesota á heimavelli og því er Minnesota enn án sigurs í fyrstu fimm leikjunum. Al Jefferson skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir gestina en Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Sacramento.
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins