Toronto burstaði Chicago 11. nóvember 2007 11:44 Chicago-liðið er heillum horfið í upphafi leiktíðar NordicPhotos/GettyImages Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston er enn taplaust eftir góðan sigur á New Jersey en Minnesota hefur enn ekki unnið leik. Þá er Chicago í bullandi vandræðum eftir að hafa verið niðurlægt á heimavelli af Toronto. "Hvað er að gerast með þetta lið," sagði T.J. Ford, leikstórnandi Toronto í nótt eftir að lið hans hafði unnið Chicago Bulls 101-71 á útivelli. Hann er ekki einn um að vera hissa á byrjun Chicago liðsins, sem átti aldrei möguleika í leiknum í nótt og var sigur Toronto öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Andres Nocioni var stigahæstur með 20 stig í arfaslöku liði Chicago í nótt, en liðið hafði unnið 15 af 17 síðustu leikjum gegn Toronto fyrir þessa skelfilegu útreið. Carlos Delfino skoraði 16 stig og þeir Chris Bosh og Andrea Bargnani 14 hvor. TJ Ford gaf 14 stoðsendingar og Toronto vann þennan stórsigur þrátt fyrir að vera að spila fjórða leik sinn á fimm dögum. Ótrúleg endurkoma Denver Denver vann sigur á Indiana 113-106 í ótrúlegum leik í Indianapolis, þar sem Denver var einum 25 stigum undir í hálfleik. Indiana skoraði t.a.m. 46 stig í fyrsta leikhlutanum, en Denver náði að snúa dæminu við eftir hrikalega hálfleiksræðu frá George Karl þjálfara. "Ég efast um að það sé hafandi eftir í fjölmiðlum," sagði Karl þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik. "Hann blótaði okkur í kaf," sagði Carmelo Anthony hjá Denver sem skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst. Allen Iverson skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Troy Murphi var stigahæstur í jöfnu liði Indiana með 18 stig. Fimm í röð hjá Boston Boston vann nokkuð sannfærandi sigur á New Jersey í nótt 112-101. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston, Ray Allen 27 og Kevin Garnett 18 og 14 fráköst. Richard Jefferson skoraði 28 fyrir New Jersey. Phoenix vann góðan sigur á Orlando á útivelli þar sem Leandro Barbosa var í miklu stuði og setti parsónulegt met með 39 stigum eftir að hafa komið inn í byrjunarliðið í stað hins meidda Raja Bell. Dwight Howard skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando. Bæði lið hafa unnið fimm leiki og tapað tveimur. Utah vann auðveldan sigur á Memphis 118-94 á heimavelli. Carlos Boozer skoraði 31 stig fyrir Utah, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 13 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig, hirti 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis sem tapaði 25 boltum í leiknum. Loksin, loksins hjá Portland Portland lagði Dallas 91-82 eftir að hafa tapað síðustu 13 leikjum sínum gegn Dallas. Brandon Roy var frábær í liði Portland og skoraði 32 stig í þriðja sigri liðsins í röð. Josh Howard skoraði 20 stig fyrir Dallas sem hafði unnið þrjá leiki í röð. Loks vann Sacramento 100-93 sigur á Minnesota á heimavelli og því er Minnesota enn án sigurs í fyrstu fimm leikjunum. Al Jefferson skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir gestina en Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Sacramento. NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston er enn taplaust eftir góðan sigur á New Jersey en Minnesota hefur enn ekki unnið leik. Þá er Chicago í bullandi vandræðum eftir að hafa verið niðurlægt á heimavelli af Toronto. "Hvað er að gerast með þetta lið," sagði T.J. Ford, leikstórnandi Toronto í nótt eftir að lið hans hafði unnið Chicago Bulls 101-71 á útivelli. Hann er ekki einn um að vera hissa á byrjun Chicago liðsins, sem átti aldrei möguleika í leiknum í nótt og var sigur Toronto öruggari en lokatölurnar gefa til kynna. Andres Nocioni var stigahæstur með 20 stig í arfaslöku liði Chicago í nótt, en liðið hafði unnið 15 af 17 síðustu leikjum gegn Toronto fyrir þessa skelfilegu útreið. Carlos Delfino skoraði 16 stig og þeir Chris Bosh og Andrea Bargnani 14 hvor. TJ Ford gaf 14 stoðsendingar og Toronto vann þennan stórsigur þrátt fyrir að vera að spila fjórða leik sinn á fimm dögum. Ótrúleg endurkoma Denver Denver vann sigur á Indiana 113-106 í ótrúlegum leik í Indianapolis, þar sem Denver var einum 25 stigum undir í hálfleik. Indiana skoraði t.a.m. 46 stig í fyrsta leikhlutanum, en Denver náði að snúa dæminu við eftir hrikalega hálfleiksræðu frá George Karl þjálfara. "Ég efast um að það sé hafandi eftir í fjölmiðlum," sagði Karl þegar hann var spurður hvað hann hefði sagt við sína menn í hálfleik. "Hann blótaði okkur í kaf," sagði Carmelo Anthony hjá Denver sem skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst. Allen Iverson skoraði 27 stig og gaf 10 stoðsendingar. Troy Murphi var stigahæstur í jöfnu liði Indiana með 18 stig. Fimm í röð hjá Boston Boston vann nokkuð sannfærandi sigur á New Jersey í nótt 112-101. Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston, Ray Allen 27 og Kevin Garnett 18 og 14 fráköst. Richard Jefferson skoraði 28 fyrir New Jersey. Phoenix vann góðan sigur á Orlando á útivelli þar sem Leandro Barbosa var í miklu stuði og setti parsónulegt met með 39 stigum eftir að hafa komið inn í byrjunarliðið í stað hins meidda Raja Bell. Dwight Howard skoraði 33 stig og hirti 18 fráköst fyrir Orlando. Bæði lið hafa unnið fimm leiki og tapað tveimur. Utah vann auðveldan sigur á Memphis 118-94 á heimavelli. Carlos Boozer skoraði 31 stig fyrir Utah, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 13 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig, hirti 12 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Rudy Gay skoraði 18 stig fyrir Memphis sem tapaði 25 boltum í leiknum. Loksin, loksins hjá Portland Portland lagði Dallas 91-82 eftir að hafa tapað síðustu 13 leikjum sínum gegn Dallas. Brandon Roy var frábær í liði Portland og skoraði 32 stig í þriðja sigri liðsins í röð. Josh Howard skoraði 20 stig fyrir Dallas sem hafði unnið þrjá leiki í röð. Loks vann Sacramento 100-93 sigur á Minnesota á heimavelli og því er Minnesota enn án sigurs í fyrstu fimm leikjunum. Al Jefferson skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir gestina en Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Sacramento.
NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira