Dallas fékk uppreisn æru 9. nóvember 2007 09:14 Það var heitt í kolunum í Oakland í nótt og hér má sjá þá Devin Harris og Matt Barnes ögra hvor öðrum í leiknum. Barnes uppskar tæknivillu í þessum viðskiptum NordicPhotos/GettyImages Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas náði loksins að vinna Golden State eftir fimm töp í röð gegn liðinu í deildarkeppni og niðurlæginguna í úrslitakeppninni í vor. Sigur Dallas á útivelli var þó naumur 120-115 og hjarta leikmanna Dallas stoppaði í augnablik þegar þristur Baron Davis skömmu fyrir lokaflautið fór ekki ofan í og Dallas slapp loks með sigur gegn Oakland-liðinu. "Við gáfum Baron fínt tækifæri til að jafna í lokin og vorum vissir um að hann tæki það," sagði Dirk Nowitzki, sem skoraði 8 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Jason Terry og Josh Howard skoruðu 24 stig hvor. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 37 stig, en liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum á leiktíðinni til þessa. Kelenna Azubike var með 27 stig og 11 fráköst sem er persónulegt met. Golden State lék sem fyrr án Stephen Jackson sem tekur út leikbann og þeir Mickael Pietrus (veikur), Troy Hudson og Austin Croshere gátu heldur ekki leikið með liðinu. Loksins sigur hjá Chicago Chicago Bulls vann loksins leik þegar liðið lagði Detroit 97-93 á heimavelli. Liðið hefði tapað fjórum fyrstu leikjum sínum í deildinni. Tyrus Thomas átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Chicago með 19 stig og 14 fráköst, Luol Deng skoraði 17 stig og Ben Gordon 16 stig. Rasheed Wallace setti persónulegt met í búningi Detroit með því að skora 36 stig og hirða 9 fráköst, Richard Hamilton skoraði 18 stig og Chauncey Billups skoraði 14. Washington enn án sigurs Loks vann New Jersey nauman sigur á Washington á heimavelli 87-85 þar sem heimamenn tryggðu sér sigurinn á vítalínunni í lokin. Framherjinn Richard Jefferson hefur aldrei byrjað betur á ferlinum með New Jersey og í nótt skoraði hann 25 stig, hirti mikilvægt sóknarfrákast á síðustu sekúndunum og skoraði úr vítunum sem hann fékk eftir að brotið var á honum. New Jersey var á kafla 20 stigum undir í fyrri hálfleik en Antoine Wright náði að slæma hönd í skot Gilbert Arenas á lokasekúndunni sem hefði jafnað leikinn. Arenas skoraði 21 stig og hitti aðeins úr 7 af 17 skotum sínum utan af velli. Vince Carter skoraði 24 stig fyrir New Jersey í leiknum og Bostjan Nachbar skoraði 14 stig. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Washington með 24 stig og þeir Caron Butler og Arenas 21 hvor. Að lokum er rétt að minna á leik Miami og Phoenix sem sýndur verður beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt eftir miðnætti í kvöld. NBA Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas náði loksins að vinna Golden State eftir fimm töp í röð gegn liðinu í deildarkeppni og niðurlæginguna í úrslitakeppninni í vor. Sigur Dallas á útivelli var þó naumur 120-115 og hjarta leikmanna Dallas stoppaði í augnablik þegar þristur Baron Davis skömmu fyrir lokaflautið fór ekki ofan í og Dallas slapp loks með sigur gegn Oakland-liðinu. "Við gáfum Baron fínt tækifæri til að jafna í lokin og vorum vissir um að hann tæki það," sagði Dirk Nowitzki, sem skoraði 8 af 22 stigum sínum í fjórða leikhlutanum. Jason Terry og Josh Howard skoruðu 24 stig hvor. Baron Davis var stigahæstur í liði Golden State með 37 stig, en liðið hefur tapað öllum fimm leikjum sínum á leiktíðinni til þessa. Kelenna Azubike var með 27 stig og 11 fráköst sem er persónulegt met. Golden State lék sem fyrr án Stephen Jackson sem tekur út leikbann og þeir Mickael Pietrus (veikur), Troy Hudson og Austin Croshere gátu heldur ekki leikið með liðinu. Loksins sigur hjá Chicago Chicago Bulls vann loksins leik þegar liðið lagði Detroit 97-93 á heimavelli. Liðið hefði tapað fjórum fyrstu leikjum sínum í deildinni. Tyrus Thomas átti einn besta leik sinn á ferlinum hjá Chicago með 19 stig og 14 fráköst, Luol Deng skoraði 17 stig og Ben Gordon 16 stig. Rasheed Wallace setti persónulegt met í búningi Detroit með því að skora 36 stig og hirða 9 fráköst, Richard Hamilton skoraði 18 stig og Chauncey Billups skoraði 14. Washington enn án sigurs Loks vann New Jersey nauman sigur á Washington á heimavelli 87-85 þar sem heimamenn tryggðu sér sigurinn á vítalínunni í lokin. Framherjinn Richard Jefferson hefur aldrei byrjað betur á ferlinum með New Jersey og í nótt skoraði hann 25 stig, hirti mikilvægt sóknarfrákast á síðustu sekúndunum og skoraði úr vítunum sem hann fékk eftir að brotið var á honum. New Jersey var á kafla 20 stigum undir í fyrri hálfleik en Antoine Wright náði að slæma hönd í skot Gilbert Arenas á lokasekúndunni sem hefði jafnað leikinn. Arenas skoraði 21 stig og hitti aðeins úr 7 af 17 skotum sínum utan af velli. Vince Carter skoraði 24 stig fyrir New Jersey í leiknum og Bostjan Nachbar skoraði 14 stig. Antawn Jamison var stigahæstur hjá Washington með 24 stig og þeir Caron Butler og Arenas 21 hvor. Að lokum er rétt að minna á leik Miami og Phoenix sem sýndur verður beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt eftir miðnætti í kvöld.
NBA Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira