Google býður netið fyrir farsíma Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 6. nóvember 2007 14:55 Þrír milljarðar farsíma eru í notkun í heiminum í dag. MYND/Google Netleitarrisinn Google hefur afhjúpað nýtt forrit sem hann vonar að muni knýja fjölda farsíma í framtíðinni og auka notkun netsins í farsímum til mikilla muna. Forritið gæti leitt til að ódýrari farsímar verði framleiddir þar sem það er hannað til að hraða ferli netsins í gsm símum. Fyrirtækið vinnur með fjórum framleiðendum farsíma, Samsung, HTC, Motorola og LG. Ekki hefur verið tilkynnt um sérstakan Google síma. Fyrstu símarnir sem nýta nýta forritið fara á markað á öðrum ársfjórðungi 2008. „Þetta mun færa internetið í farsíma á mjög svalan hátt," segir Andy Rubin einn forstjóra Google. Fyrirtæki hans, Android, var keypt af Google árið 2005 og á heiðurinn af frumhönnun forritsins. Google hefur stofnað the Open Handset Alliance sem samanstendur af 34 fyrirtækjum, þar á meðal örflöguframleiðslufyrirtæki og framleiðendum farsíma. Framtakið ögrar Microsoft og öðrum sem eru leiðandi í farsímalausnum. Google forritinu verður komið fyrir í símum notendum að kostnaðarlausu og gæti orðið til verðstríðs á milli farsímafyrirtækja, og hugsanlega verðlækkunar á farsímum. China Mobile, Telefonica á Spáni og Telecom á Ítalíu eru meðal fyrirtækja sem hafa skrifað undir að bjóða þjónustuna utan Bandaríkjanna. „Nýungin mun leysa úr læðingi nýja tækni fyrir milljarða farsímanotenda í heiminum," segir Eric Schmidt framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Google. Rene Oberman framkvæmdastjóri Deutsche Telekom segir Android forritið muni bjoða betri internetþjónustu fyrir farsímanotendur. „Þetta verður langvinn barátta um hver verður ofan á í stríðinu um internetið í farsímum." Tækni Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Netleitarrisinn Google hefur afhjúpað nýtt forrit sem hann vonar að muni knýja fjölda farsíma í framtíðinni og auka notkun netsins í farsímum til mikilla muna. Forritið gæti leitt til að ódýrari farsímar verði framleiddir þar sem það er hannað til að hraða ferli netsins í gsm símum. Fyrirtækið vinnur með fjórum framleiðendum farsíma, Samsung, HTC, Motorola og LG. Ekki hefur verið tilkynnt um sérstakan Google síma. Fyrstu símarnir sem nýta nýta forritið fara á markað á öðrum ársfjórðungi 2008. „Þetta mun færa internetið í farsíma á mjög svalan hátt," segir Andy Rubin einn forstjóra Google. Fyrirtæki hans, Android, var keypt af Google árið 2005 og á heiðurinn af frumhönnun forritsins. Google hefur stofnað the Open Handset Alliance sem samanstendur af 34 fyrirtækjum, þar á meðal örflöguframleiðslufyrirtæki og framleiðendum farsíma. Framtakið ögrar Microsoft og öðrum sem eru leiðandi í farsímalausnum. Google forritinu verður komið fyrir í símum notendum að kostnaðarlausu og gæti orðið til verðstríðs á milli farsímafyrirtækja, og hugsanlega verðlækkunar á farsímum. China Mobile, Telefonica á Spáni og Telecom á Ítalíu eru meðal fyrirtækja sem hafa skrifað undir að bjóða þjónustuna utan Bandaríkjanna. „Nýungin mun leysa úr læðingi nýja tækni fyrir milljarða farsímanotenda í heiminum," segir Eric Schmidt framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Google. Rene Oberman framkvæmdastjóri Deutsche Telekom segir Android forritið muni bjoða betri internetþjónustu fyrir farsímanotendur. „Þetta verður langvinn barátta um hver verður ofan á í stríðinu um internetið í farsímum."
Tækni Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira