Körfubolti

Duncan að framlengja við Spurs

Tim Duncan hefur fjórum sinnum hampað meistaratitlinum með San Antonio
Tim Duncan hefur fjórum sinnum hampað meistaratitlinum með San Antonio NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Tim Duncan hjá San Antonio er búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við félagið um tvö ár ef marka má fréttaskot ESPN sjónvarpsstöðvarinnar í kvöld.

Duncan er 31 árs gamall og hefur tvívegis verið valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar. Hann er samningsbundinn San Antonio næstu þrjú árin, en sagt er að hann hafi samið að skrifa undir tveggja ára framlengingu fyrir árin 2011-2012.

Fyrir þennan samning er sagt að Duncan muni "aðeins" fá um 40 milljónir dollara, eða 2,4 milljarða króna, en hann mun hafa hagsmuni San Antonio liðsins í huga og vill gefa því meira svigrúm til að semja við aðra leikmenn.

Duncan hefur 10 sinnum verið valinn í stjörnulið í NBA deildinni síðan hann kom inn í deildina árið 1997, en búist er við því að hann undirriti samninginn í næstu viku.

San Antonio hefur keppni í NBA deildinni í nótt þegar liðið tekur á móti Portland.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×