Á Ísland að taka upp evru? Björgvin Guðmundsson skrifar 16. október 2007 12:33 Spurningin um evruna blossar upp reglulegs hér á landi. Undanfarið hefur þessi umræða verið óvenju sterk. Ástæðan er m.a. sú, að stór íslensk atvinnufyriurtæki hafa ákveðið að skrá hlutabréf sín í evrum og ákveðin fyrirtæki gera upp í evrum. Viðskiptaráðherra, Björgvin G.Sigurðsson, hefur látið orð falla, sem eru túlkuð svo, að hann sé hlynntur upptöku evru eftir ákveðinn aðlögunartíma en hann hefur tekið skýrt fram, að það þýði jafnframt aðild að Evrópusambandinu. Forsætisráðherra telur hins vegar ekki ástæðu til þess að taka upp evruna.Evra þýðir aðild að ESB Þess misskilning hefur gætt í umræðum um evruna, að margir telja, að unnt sé að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið.En það er misskilningur. Ef við tökum upp evru verðum við að ganga í Evrópusambandið. Noregur reyndi fyrir nokkrum árum að fá undanþágu í þessum efnum hjá Evrópusambandinu en það tókst ekki. Beiðni Noregs var algerlega synjað. Bondevik var þá forsætisráðherra Noregs og fór til Brussel til viðræðna við Evrópusambandið. En hann fór erindisleysu. Erindi hans var hafnað.EES tryggir frelsin fjögur Það er því ljóst, að spurningin um upptöku evru er jafnframt spurning um aðild að Evrópusambandinu (ESB).Það er því eðlilegt, að umræðan fari fram á þeim grundvelli.Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? Og hvaða breytingar hefði það í för með sér fyrir Ísland? Íslands er aðili af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) Það þýðir að Ísland er í fríverslunarsamstarfi við Evrópusamstarfið. Innbyrðis tollar á iðnaðarvörum hafa verið felldir niður og að mestu leyti einnig á sjávarafurðum.Ísland er hins vegar ekki aðili að tollabandalagi ESB.Auk frjálrsra vöruviðskipta felur aðildin að EES í sér frjálst flæði fjármagns, vinnuafls og þjónustu. Aðildin að EES þýðir það, að Ísland samþykkir mikinn meiriluta af öllum tilskipunum ESB. En hvað vantar þá upp á? Hvað mundi vinnast við aðild að ESB? Jú það vantar aðild að stjórn og þingi ESB. Ef Ísland gengi í ESB fengi það aðild að stjórn þess. Sumir segja,að Ísland hefði aldrei sem smáríki sömu áhrif og stóru ríkin í því efni. En skiptar skoðanir eru um það atriði. Margir telja,að Ísland gæti haft mikil áhrif. Aðild að ESB þýddi aðild að tollabandalaginu.Ísland yrði sem sagt að breya tollum sínum gagnvart þriðja ríki, þ.e. samræma sína tolla ytri tollum ESB.Sjávarútvegsstefnan er hindrunin Það sem stendur mest í Íslendingum er að samþykkja sjávarútvegsstefnu ESB. Ísland yrði við aðild að ESB að lúta því að framkvæmastjórn ESB mundi ákveða hvaða fiskveiðikvóta Ísland fengi.og hverjir aðrir fengju að veiða við Ísland. Þetta stendur eðlilega mjög í Íslendingum. Sumir segia, að Ísland gæti fengið undanþágu frá þessu ákvæði hjá ESB og benda í því sambandi á, að fengist hafi undanþágur frá landbúnaðarákvæðum ESB fyrir afskekktar byggðir sem átt hafi i erfiðleikum með landbúnaðarframleiðslu. Gallinn er aðeins sá varðandi undanþágur fyrir Ísland, að sjávarútvegur á Íslandi gengur vel.Einnig er bent á,að Ísland mundi fá nær alla kvóta við Ísland þar eð Ísland þekkti þar best til. En ekkert er öruggt í þeim efnum og ekki unnt að fá nein svör fyrirfram.Fylgi við ESB eykst Skoðanakannanir leiða í ljós,að fylgi eykst hjá þjóðinni við aðild að ESB og upptöku evru.Meirihluti landsmanna vill taka upp evru og tæpur meirihluti vill ganga í ESB. Eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur það á stefnuskrá sinni að ganga í ESB er Samfylkingin. Hún vill skilgreina samningsmarkmið í samningum við ESB og leggja málið undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæði áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um aðild að sambandinu.Ég hefi verið þeirrar skoðunar, að forsenda fyrir aðild Íslands að ESB væri sú, að Ísland héldi yfirráðum yfir fiskimiðunum og sjávarútvegi sínum. Ég er enn þeirrar skoðunar. En mikilvægi sjávarútvegs í þjóðarframleiðslu Íslands fer minnkandi og aðrar greinar sækja fram svo sem þjónusta og iðnaður, þar á meðal stóriðnaður.Það getur því komið að því með sömu þróun,að hagsmunir annarra greina en sjávarútvegs verði að sitja í fyrirrúmi þegar afstaðan til ESB verður endanlega ákveðin. Björgvin Guðmundsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Spurningin um evruna blossar upp reglulegs hér á landi. Undanfarið hefur þessi umræða verið óvenju sterk. Ástæðan er m.a. sú, að stór íslensk atvinnufyriurtæki hafa ákveðið að skrá hlutabréf sín í evrum og ákveðin fyrirtæki gera upp í evrum. Viðskiptaráðherra, Björgvin G.Sigurðsson, hefur látið orð falla, sem eru túlkuð svo, að hann sé hlynntur upptöku evru eftir ákveðinn aðlögunartíma en hann hefur tekið skýrt fram, að það þýði jafnframt aðild að Evrópusambandinu. Forsætisráðherra telur hins vegar ekki ástæðu til þess að taka upp evruna.Evra þýðir aðild að ESB Þess misskilning hefur gætt í umræðum um evruna, að margir telja, að unnt sé að taka upp evru án þess að ganga í Evrópusambandið.En það er misskilningur. Ef við tökum upp evru verðum við að ganga í Evrópusambandið. Noregur reyndi fyrir nokkrum árum að fá undanþágu í þessum efnum hjá Evrópusambandinu en það tókst ekki. Beiðni Noregs var algerlega synjað. Bondevik var þá forsætisráðherra Noregs og fór til Brussel til viðræðna við Evrópusambandið. En hann fór erindisleysu. Erindi hans var hafnað.EES tryggir frelsin fjögur Það er því ljóst, að spurningin um upptöku evru er jafnframt spurning um aðild að Evrópusambandinu (ESB).Það er því eðlilegt, að umræðan fari fram á þeim grundvelli.Á Ísland að ganga í Evrópusambandið? Og hvaða breytingar hefði það í för með sér fyrir Ísland? Íslands er aðili af Evrópska efnahagssvæðinu (EES) Það þýðir að Ísland er í fríverslunarsamstarfi við Evrópusamstarfið. Innbyrðis tollar á iðnaðarvörum hafa verið felldir niður og að mestu leyti einnig á sjávarafurðum.Ísland er hins vegar ekki aðili að tollabandalagi ESB.Auk frjálrsra vöruviðskipta felur aðildin að EES í sér frjálst flæði fjármagns, vinnuafls og þjónustu. Aðildin að EES þýðir það, að Ísland samþykkir mikinn meiriluta af öllum tilskipunum ESB. En hvað vantar þá upp á? Hvað mundi vinnast við aðild að ESB? Jú það vantar aðild að stjórn og þingi ESB. Ef Ísland gengi í ESB fengi það aðild að stjórn þess. Sumir segja,að Ísland hefði aldrei sem smáríki sömu áhrif og stóru ríkin í því efni. En skiptar skoðanir eru um það atriði. Margir telja,að Ísland gæti haft mikil áhrif. Aðild að ESB þýddi aðild að tollabandalaginu.Ísland yrði sem sagt að breya tollum sínum gagnvart þriðja ríki, þ.e. samræma sína tolla ytri tollum ESB.Sjávarútvegsstefnan er hindrunin Það sem stendur mest í Íslendingum er að samþykkja sjávarútvegsstefnu ESB. Ísland yrði við aðild að ESB að lúta því að framkvæmastjórn ESB mundi ákveða hvaða fiskveiðikvóta Ísland fengi.og hverjir aðrir fengju að veiða við Ísland. Þetta stendur eðlilega mjög í Íslendingum. Sumir segia, að Ísland gæti fengið undanþágu frá þessu ákvæði hjá ESB og benda í því sambandi á, að fengist hafi undanþágur frá landbúnaðarákvæðum ESB fyrir afskekktar byggðir sem átt hafi i erfiðleikum með landbúnaðarframleiðslu. Gallinn er aðeins sá varðandi undanþágur fyrir Ísland, að sjávarútvegur á Íslandi gengur vel.Einnig er bent á,að Ísland mundi fá nær alla kvóta við Ísland þar eð Ísland þekkti þar best til. En ekkert er öruggt í þeim efnum og ekki unnt að fá nein svör fyrirfram.Fylgi við ESB eykst Skoðanakannanir leiða í ljós,að fylgi eykst hjá þjóðinni við aðild að ESB og upptöku evru.Meirihluti landsmanna vill taka upp evru og tæpur meirihluti vill ganga í ESB. Eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur það á stefnuskrá sinni að ganga í ESB er Samfylkingin. Hún vill skilgreina samningsmarkmið í samningum við ESB og leggja málið undir dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæði áður en endanleg ákvörðun yrði tekin um aðild að sambandinu.Ég hefi verið þeirrar skoðunar, að forsenda fyrir aðild Íslands að ESB væri sú, að Ísland héldi yfirráðum yfir fiskimiðunum og sjávarútvegi sínum. Ég er enn þeirrar skoðunar. En mikilvægi sjávarútvegs í þjóðarframleiðslu Íslands fer minnkandi og aðrar greinar sækja fram svo sem þjónusta og iðnaður, þar á meðal stóriðnaður.Það getur því komið að því með sömu þróun,að hagsmunir annarra greina en sjávarútvegs verði að sitja í fyrirrúmi þegar afstaðan til ESB verður endanlega ákveðin. Björgvin Guðmundsson
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun