Liverpool lá heima 3. október 2007 20:37 Valbuena fagnar glæsilegu sigurmarki sínu á Anfield NordicPhotos/GettyImages Það var nokkur dramatík í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Marseille á heimavelli, Chelsea vann mjög sterkan útisigur á Valencia og Celtic lagði Evrópumeistara AC Milan á heimavelli með marki á síðustu mínútunni. Leikur Liverpool og Marseille í A-riðli var ekki mikið fyrir augað og var fyrri hálfleikurinn hreint út sagt leiðinlegur. Gestirnir frá Frakklandi voru mjög skeinuhættir og til að mynda var dæmt löglegt mark af liðinu. Það var svo Mathieu Valbuena sem skoraði sigurmark liðsins á 77. mínútu þegar hann nýtti sér mistök Mohammed Sissoko og skaut boltanum í slá og inn. Í hinum leiknum í riðlinum vann Porto dramatískan sigur á Besiktas á útivelli 1-0 þar sem Quaresma skoraði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Marseille hefur því hlotið 6 stig í riðlinum, Porto 4, Liverpool 1 og Besiktas ekkert. Chelsea vann karaktersigur á Valencia á útivelli í B-riðli. David Villa kom heimamönnum yfir strax eftir 9 mínútna leik eftir að Valencia hafði byrjað leikinn mjög vel. Jöfnunarmark Chelsea var skrifað á Joe Cole en hann virtist hafa potað boltanum í netið eftir snarpa sókn gestanna á 21. mínútu. Það var svo hinn magnaði Didier Drogba sem skoraði sigurmark Chelsea á 71. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Joe Cole. Mikilvægur sigur hjá enska liðinu og gríðarlega mikilvægur Avram Grant knattspyrnustjóra. Í hinum leiknum í riðlinum vann Schalke baráttusigur á Rosenborg í Þrándheimi 2-0. Jones og Kuranyi skoruðu mörk þýska liðsins á 62. og 89. mínútu, en úrslitin gefa alls ekki rétta mynd af leiknum þar sem heimamenn voru mjög sprækir og voru mjög óheppnir að tapa leiknum. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með 4 stig, Valencia og Schalke hafa 3 og Rosenborg 1. Lazio og Real Madrid skildu jöfn 2-2 í Róm í C-riðlinum þar sem Ruud Van Nistelrooy skoraði mörk Real á 8. og 61. mínútu - en Pandev svaraði fyrir heimamenn á 32. og 75. mínútu. Í hinni viðureigninni steinlá Werder Bremen 1-3 heima fyrir Olympiacos frá Grikklandi. Olympiacos er því í efsta sæti með 4 stig líkt og Real Madrid, Lazio hefur 2 stig og Bremen er án stiga. Celtic lagði Milan 2-1 á heimavelli í D-riðli þar sem McManus kom heimamönnum yfir á 62. mínútu en Kaka jafnaði fyrir Milan úr víti skömmu síðar. Það var svo McDonald sem tryggði Skotunum sigurinn á 90. mínútu og kórónaði frábæra viku í Meistaradeildinni fyrir skoska knattspyrnu. Þá vann spútniklið Shakhtar góðan 1-0 útisigur á Benfica og tryggði sér efsta sætið í riðlinum með 6 stig, Celtic og Milan hafa 3 stig og Benfica rekur lestina án stiga. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Fleiri fréttir Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Sjá meira
Það var nokkur dramatík í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Marseille á heimavelli, Chelsea vann mjög sterkan útisigur á Valencia og Celtic lagði Evrópumeistara AC Milan á heimavelli með marki á síðustu mínútunni. Leikur Liverpool og Marseille í A-riðli var ekki mikið fyrir augað og var fyrri hálfleikurinn hreint út sagt leiðinlegur. Gestirnir frá Frakklandi voru mjög skeinuhættir og til að mynda var dæmt löglegt mark af liðinu. Það var svo Mathieu Valbuena sem skoraði sigurmark liðsins á 77. mínútu þegar hann nýtti sér mistök Mohammed Sissoko og skaut boltanum í slá og inn. Í hinum leiknum í riðlinum vann Porto dramatískan sigur á Besiktas á útivelli 1-0 þar sem Quaresma skoraði sigurmarkið þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Marseille hefur því hlotið 6 stig í riðlinum, Porto 4, Liverpool 1 og Besiktas ekkert. Chelsea vann karaktersigur á Valencia á útivelli í B-riðli. David Villa kom heimamönnum yfir strax eftir 9 mínútna leik eftir að Valencia hafði byrjað leikinn mjög vel. Jöfnunarmark Chelsea var skrifað á Joe Cole en hann virtist hafa potað boltanum í netið eftir snarpa sókn gestanna á 21. mínútu. Það var svo hinn magnaði Didier Drogba sem skoraði sigurmark Chelsea á 71. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Joe Cole. Mikilvægur sigur hjá enska liðinu og gríðarlega mikilvægur Avram Grant knattspyrnustjóra. Í hinum leiknum í riðlinum vann Schalke baráttusigur á Rosenborg í Þrándheimi 2-0. Jones og Kuranyi skoruðu mörk þýska liðsins á 62. og 89. mínútu, en úrslitin gefa alls ekki rétta mynd af leiknum þar sem heimamenn voru mjög sprækir og voru mjög óheppnir að tapa leiknum. Chelsea er í efsta sæti riðilsins með 4 stig, Valencia og Schalke hafa 3 og Rosenborg 1. Lazio og Real Madrid skildu jöfn 2-2 í Róm í C-riðlinum þar sem Ruud Van Nistelrooy skoraði mörk Real á 8. og 61. mínútu - en Pandev svaraði fyrir heimamenn á 32. og 75. mínútu. Í hinni viðureigninni steinlá Werder Bremen 1-3 heima fyrir Olympiacos frá Grikklandi. Olympiacos er því í efsta sæti með 4 stig líkt og Real Madrid, Lazio hefur 2 stig og Bremen er án stiga. Celtic lagði Milan 2-1 á heimavelli í D-riðli þar sem McManus kom heimamönnum yfir á 62. mínútu en Kaka jafnaði fyrir Milan úr víti skömmu síðar. Það var svo McDonald sem tryggði Skotunum sigurinn á 90. mínútu og kórónaði frábæra viku í Meistaradeildinni fyrir skoska knattspyrnu. Þá vann spútniklið Shakhtar góðan 1-0 útisigur á Benfica og tryggði sér efsta sætið í riðlinum með 6 stig, Celtic og Milan hafa 3 stig og Benfica rekur lestina án stiga.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Fleiri fréttir Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Sjá meira