Samdrátturinn gæti haldið áfram 20. september 2007 14:45 Ben Bernanke, seðlabankastjóri, sem óttast að þrengingum á bandarískum fasteignalánamarkaði sé ekki lokið. Mynd/AFP Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist eftir yfirheyrslu fyrir fjárlaganefnd bandaríska þingsins í dag, að hann teldi hræringar á fjármálamörkuðum vegna vanskila á fasteignalánamarkaði ekki að baki. Það hafi hins vegar verið rétt ákvörðun bankastjórnarinnar að lækka stýrivexti og setja fé inn í efnahagslífið til að auðvelda aðgengi að fjármagni. Á meðal þess sem Bernanke taldi upp voru væntingar um frekari hræringar á lánamarkaði en hann telur líkur á að vanskilum muni fjölga á næstunni sökum hárrar vaxtakröfu. Vísaði hann til þess að vanskil á annars flokks fasteignalánum hafi enn fjölgað í júlí og muni þeim fjölga, að líkindum, enn frekari á næstunni. Hann bætti hins vegar við að fjármálamarkaðurinn hafi tekið ótrúlega vel við sér eftir niðursveifluna, sem þó eigi eftir að skila sér til lántakenda. Ennfremur sagði hann, að bankinn myndi beita sér gegn því að hræringar sem þessar endurtaki sig í framtíðinni. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 50 punkta á þriðjudag og standa stýrivextir þar í landi eftir það í 4,75 prósentum. Óttast var fyrir lækkunina að vanskilin gætu leitt til þess að draga myndi úr einkaneyslu og gæti það skila sér í minni hagvexti en ella. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist eftir yfirheyrslu fyrir fjárlaganefnd bandaríska þingsins í dag, að hann teldi hræringar á fjármálamörkuðum vegna vanskila á fasteignalánamarkaði ekki að baki. Það hafi hins vegar verið rétt ákvörðun bankastjórnarinnar að lækka stýrivexti og setja fé inn í efnahagslífið til að auðvelda aðgengi að fjármagni. Á meðal þess sem Bernanke taldi upp voru væntingar um frekari hræringar á lánamarkaði en hann telur líkur á að vanskilum muni fjölga á næstunni sökum hárrar vaxtakröfu. Vísaði hann til þess að vanskil á annars flokks fasteignalánum hafi enn fjölgað í júlí og muni þeim fjölga, að líkindum, enn frekari á næstunni. Hann bætti hins vegar við að fjármálamarkaðurinn hafi tekið ótrúlega vel við sér eftir niðursveifluna, sem þó eigi eftir að skila sér til lántakenda. Ennfremur sagði hann, að bankinn myndi beita sér gegn því að hræringar sem þessar endurtaki sig í framtíðinni. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um 50 punkta á þriðjudag og standa stýrivextir þar í landi eftir það í 4,75 prósentum. Óttast var fyrir lækkunina að vanskilin gætu leitt til þess að draga myndi úr einkaneyslu og gæti það skila sér í minni hagvexti en ella.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira