Hlutabréf lækka í Evrópu 14. september 2007 08:40 Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag þrátt fyrir ágæta hækkun í Bandaríkjunum í gærkvöldi og væna hækkun í Japan í morgun. Ljóst er að óróleiki á fjármálamarkaði bítur enn í fasteignalánafyrirtæki, í þetta sinn í Bretlandi. Skýringin fyrir lækkuninni í Bretlandi liggur í því að stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins greindi frá því að það hefði nýtt sér neyðarlán frá Englandsbanka til að koma í veg fyrir lausafjárskort. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í framhaldinu og gengi bréfa þess hrundi. Fyrirtækið heitir Northern Rock og er eitt stærsta fasteignalánafyrirtæki Bretlands. Gengi bréfa í fyrirtækinu féll um heil 24 prósent á markaði. Fjármálaskýrendur segja hins vegar í samtali við breska ríkisútvarpið að eignastaða Northern Rock sé afar sterk, einir 113 milljarðar punda, jafnvirði 14.662 milljarðar íslenskra króna, og því sé afar ólíklegt að fjármálafyrirtækið verði gjaldþrota. Lán Englandsbanka er með veð í eignasafninu í kjölfar lánsins. Lántakan hafði áhrif á fjölda breskra fjármálafyrirtækja og gengi breska pundsins sömuleiðis, sem lækkaði snögglega gagnvart bandaríkjadal. Lántakan hefur áhrif á afkomu fyrirtækisins og gera stjórnendur þess ráð fyrir því að hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði verði rúmlega 100 milljónum punda minni í ár en á síðasta ári. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er degi lækkað um 1,1 prósent og hin þýska Dax-vísitalan um 0,63. Norrænu markaðirnir hafa ekki farið varhluta af lækkuninni en C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur lækkað um rúm 0,70 prósent en um 0,6 prósent í Svíþjóð. Hækkun var á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær og Japan í morgun en Nikkei-vísitalan hækkaði um heil 1,94 prósent við lokun viðskipta í kauphöllinni í Tókýó. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur lækkað nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag þrátt fyrir ágæta hækkun í Bandaríkjunum í gærkvöldi og væna hækkun í Japan í morgun. Ljóst er að óróleiki á fjármálamarkaði bítur enn í fasteignalánafyrirtæki, í þetta sinn í Bretlandi. Skýringin fyrir lækkuninni í Bretlandi liggur í því að stærsta fasteignalánafyrirtæki landsins greindi frá því að það hefði nýtt sér neyðarlán frá Englandsbanka til að koma í veg fyrir lausafjárskort. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun í framhaldinu og gengi bréfa þess hrundi. Fyrirtækið heitir Northern Rock og er eitt stærsta fasteignalánafyrirtæki Bretlands. Gengi bréfa í fyrirtækinu féll um heil 24 prósent á markaði. Fjármálaskýrendur segja hins vegar í samtali við breska ríkisútvarpið að eignastaða Northern Rock sé afar sterk, einir 113 milljarðar punda, jafnvirði 14.662 milljarðar íslenskra króna, og því sé afar ólíklegt að fjármálafyrirtækið verði gjaldþrota. Lán Englandsbanka er með veð í eignasafninu í kjölfar lánsins. Lántakan hafði áhrif á fjölda breskra fjármálafyrirtækja og gengi breska pundsins sömuleiðis, sem lækkaði snögglega gagnvart bandaríkjadal. Lántakan hefur áhrif á afkomu fyrirtækisins og gera stjórnendur þess ráð fyrir því að hagnaður fyrir skatta og fjármagnsliði verði rúmlega 100 milljónum punda minni í ár en á síðasta ári. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur það sem af er degi lækkað um 1,1 prósent og hin þýska Dax-vísitalan um 0,63. Norrænu markaðirnir hafa ekki farið varhluta af lækkuninni en C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn hefur lækkað um rúm 0,70 prósent en um 0,6 prósent í Svíþjóð. Hækkun var á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í gær og Japan í morgun en Nikkei-vísitalan hækkaði um heil 1,94 prósent við lokun viðskipta í kauphöllinni í Tókýó.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira