Fasteignaverð lækkar í Bretlandi 13. september 2007 09:08 Fasteignaverð lækkaði í Bretlandi í ágúst í fyrsta sinn í tæp tvö ár. Fasteignir á borð við villu indverskættaða stálkóngsins Laksmi Mittal í Lundúnum hafa hins vegar hækkað í verði. Mynd/AFP Fasteignaverð lækkaði lítillega í Bretlandi á milli mánaða í ágúst. Breska dagblaðið Guardian segir þetta fyrstu merki þess að samfellt hækkanaferli síðustu tveggja ára sé á enda og kennir háum vaxtastigi um. Verð á fasteignum í og við Lundúnir hefur hins vegar haldið áfram að hækka. Fasteignaverð í Bretlandi hefur hækkað gríðarlega síðustu tvö ár. Stýrivextir hafa að sama skapi hækkað jafnt og þétt, eða fimm sinnum, síðastliðna tólf mánuði, og segir Guardian nú svo komið að mjög erfitt sé fyrir fólk að festa sér sína fyrstu íbúð. Þá hafi hátt verðlag og vaxtakjör hafi gert það að verkum að fólk í fasteignahugleiðingum hafi haldið að sér höndum og sé það að nokkru leyti því að kenna að fasteignum á söluskrá hafi fjölgað. Guardian segir að ástandið muni aðeins versna vegna óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum en bankar og fjármálafyrirtæki hafi hækkað vexti á fasteignalánum. Aðgerðir Englandsbanka, sem hélt stýrivöxtum óbreyttum í síðastu viku, hafi því ekki skilað tilætluðum árangri, að mati Guardian. Lundúnasvæðið er það eina í Bretlandi þar sem verðlækkunar hefur ekki orðið vart. Verðið hækkaði enn á svæðinu í ágúst. Guardian segir ástæðuna einfaldlega þá, að hjarta fjármálalífsins í Bretlandi sé staðsett þar í borg og hafi háar bónusgreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja á árinu haldið fasteignaverðinu háu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fasteignaverð lækkaði lítillega í Bretlandi á milli mánaða í ágúst. Breska dagblaðið Guardian segir þetta fyrstu merki þess að samfellt hækkanaferli síðustu tveggja ára sé á enda og kennir háum vaxtastigi um. Verð á fasteignum í og við Lundúnir hefur hins vegar haldið áfram að hækka. Fasteignaverð í Bretlandi hefur hækkað gríðarlega síðustu tvö ár. Stýrivextir hafa að sama skapi hækkað jafnt og þétt, eða fimm sinnum, síðastliðna tólf mánuði, og segir Guardian nú svo komið að mjög erfitt sé fyrir fólk að festa sér sína fyrstu íbúð. Þá hafi hátt verðlag og vaxtakjör hafi gert það að verkum að fólk í fasteignahugleiðingum hafi haldið að sér höndum og sé það að nokkru leyti því að kenna að fasteignum á söluskrá hafi fjölgað. Guardian segir að ástandið muni aðeins versna vegna óróleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum en bankar og fjármálafyrirtæki hafi hækkað vexti á fasteignalánum. Aðgerðir Englandsbanka, sem hélt stýrivöxtum óbreyttum í síðastu viku, hafi því ekki skilað tilætluðum árangri, að mati Guardian. Lundúnasvæðið er það eina í Bretlandi þar sem verðlækkunar hefur ekki orðið vart. Verðið hækkaði enn á svæðinu í ágúst. Guardian segir ástæðuna einfaldlega þá, að hjarta fjármálalífsins í Bretlandi sé staðsett þar í borg og hafi háar bónusgreiðslur til starfsmanna fjármálafyrirtækja á árinu haldið fasteignaverðinu háu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira