Countrywide í fjárhagshremmingum 11. september 2007 16:07 Hús ti sölu í Bandaríkjunum. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu Countrywide Financials, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki Bandaríkjanna, féll um fimm prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Ástæðan er frétt bandaríska dagblaðsins New York Post þess efnis að fyrirtækið glími við afar slæma stöðu og sé að undirbúa sölu á hlutabréfum til að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins. Dagblaðið segir, að staða Countrywide sé afar slæm og sé fyrirtækið á vonarvöl vegna lausafjárskorts í kjölfar mikilla vanskila hjá viðskiptavinum fyrirtækisins, sem margir hverjir eru með litla greiðslugetu. Þá segir blaðið ennfremur að hlutafjáraukning fyrirtækisins sé í höndum Goldman Sachs, stærsta fjárfestingabanka landsins, og stórrar lögfræðiskrifstofu. Engar tölur hafa verið nefndar en vitnað er til þess að Bank of America hafi í síðasta mánuði keypt sig inn í bankann fyrir tvo milljarða dala, jafnvirði 130 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið stendur þessa dagana í umfangsmikilli hagræðingu og reiknar með að segja upp allt að tólf þúsund manns, fimmtungi af starfsliði sínu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækinu Countrywide Financials, einu stærsta fasteignalánafyrirtæki Bandaríkjanna, féll um fimm prósent á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum í dag. Ástæðan er frétt bandaríska dagblaðsins New York Post þess efnis að fyrirtækið glími við afar slæma stöðu og sé að undirbúa sölu á hlutabréfum til að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins. Dagblaðið segir, að staða Countrywide sé afar slæm og sé fyrirtækið á vonarvöl vegna lausafjárskorts í kjölfar mikilla vanskila hjá viðskiptavinum fyrirtækisins, sem margir hverjir eru með litla greiðslugetu. Þá segir blaðið ennfremur að hlutafjáraukning fyrirtækisins sé í höndum Goldman Sachs, stærsta fjárfestingabanka landsins, og stórrar lögfræðiskrifstofu. Engar tölur hafa verið nefndar en vitnað er til þess að Bank of America hafi í síðasta mánuði keypt sig inn í bankann fyrir tvo milljarða dala, jafnvirði 130 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið stendur þessa dagana í umfangsmikilli hagræðingu og reiknar með að segja upp allt að tólf þúsund manns, fimmtungi af starfsliði sínu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira