Jin Renqing, fjármálaráðherra Kína, hefur sagt af sér. Ákvörðunin kom á óvart en uppsögnin mun vera af persónulegum ástæðum. Skattstjóri Kína tekur við starfi hans en fjármálaráðherrann fyrirverandi mun taka við háttsettri stöðu hjá kínverska kommúnistaflokknum.
Breska ríkisútvarpið bendir á að ekki liggi fyrir hverjar persónulegar ástæður Jin Renqing gefur upp en vitnar til kínverskra fjölmiðla sem segja að hann hafi verið bendlaður við ástarsamband með fyrrum flokksmeðlimi kommúnistaflokksins.

