Viðsnúningur á Wall Street 29. ágúst 2007 20:31 MYND/AFP Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Ástæðan fyrir hækkuninni er auknar líkur fjárfesta vestanhafs á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum til að koma til móts við þrengingar í bandarísku efnahagslífi. Þá gera sumir þeirra ráð fyrir því að vextirnir lækki fyrr. Næsti vaxtaákvörðunardagur er 18. september næstkomandi. Seðlabankinn hefur komið til móts við fjármálalífið með ýmsum hætti, meðal annars með því að veita fjármálafyrirtækjum kost á láni á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir nokkru til að mýkja áhrifin sem lánafyrirtæki urðu fyrir vegna vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar ítrekað neitað að lækka stýrivexti fyrr en verðbólga hjaðni í Bandaríkjunum. Sumir fjárfestar vestanhafs gera ráð fyrir því að bankinn geti lækkað vextina fyrr en hann áætlaði vegna aðstæðna á fjármálamarkaði. Því sé rétti tíminn til að fjárfesta í hlutabréfum, að því er fréttastofan Associated Press hefur eftir nokkrum þeirra. Þá hefur fréttastofan eftir öðrum, að seðlabankinn sjái sér ekki annað fært í stöðunni en að lækka vextina þar sem útlit sé fyrir að hátt stýrivaxtastig hafi leitt til aukinna vanskila, ekki síst hjá þeim sem eru með litla greiðslugetu. Það geti svo aftur komið niður á einkaneyslu sem hafi bein áhrif á hagvöxt í Bandaríkjunum. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru 5,25 prósent og hafa staðið óbreyttir síðan í júní í fyrra. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,9 prósent í dag og stendur hún í 13.293,44 stigum. Nasdaq-vísitalan bætti 2,50 prósentum við sig og endaði í 2.563,16 stigum en S&P-vísitalan hækkaði um 2,19 prósent og endaði í 1.463,76 stigum. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa hækkaði talsvert á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Ástæðan fyrir hækkuninni er auknar líkur fjárfesta vestanhafs á því að seðlabanki Bandaríkjanna lækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi sínum til að koma til móts við þrengingar í bandarísku efnahagslífi. Þá gera sumir þeirra ráð fyrir því að vextirnir lækki fyrr. Næsti vaxtaákvörðunardagur er 18. september næstkomandi. Seðlabankinn hefur komið til móts við fjármálalífið með ýmsum hætti, meðal annars með því að veita fjármálafyrirtækjum kost á láni á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir nokkru til að mýkja áhrifin sem lánafyrirtæki urðu fyrir vegna vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur hins vegar ítrekað neitað að lækka stýrivexti fyrr en verðbólga hjaðni í Bandaríkjunum. Sumir fjárfestar vestanhafs gera ráð fyrir því að bankinn geti lækkað vextina fyrr en hann áætlaði vegna aðstæðna á fjármálamarkaði. Því sé rétti tíminn til að fjárfesta í hlutabréfum, að því er fréttastofan Associated Press hefur eftir nokkrum þeirra. Þá hefur fréttastofan eftir öðrum, að seðlabankinn sjái sér ekki annað fært í stöðunni en að lækka vextina þar sem útlit sé fyrir að hátt stýrivaxtastig hafi leitt til aukinna vanskila, ekki síst hjá þeim sem eru með litla greiðslugetu. Það geti svo aftur komið niður á einkaneyslu sem hafi bein áhrif á hagvöxt í Bandaríkjunum. Stýrivextir í Bandaríkjunum eru 5,25 prósent og hafa staðið óbreyttir síðan í júní í fyrra. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,9 prósent í dag og stendur hún í 13.293,44 stigum. Nasdaq-vísitalan bætti 2,50 prósentum við sig og endaði í 2.563,16 stigum en S&P-vísitalan hækkaði um 2,19 prósent og endaði í 1.463,76 stigum.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira