Bakslag í Bandaríkjunum 28. ágúst 2007 20:37 Helstu vísitölur á bandarískum hlutabréfamarkaði féllu um rúm tvö prósent við lokun markaða í dag. Helstu ástæðurnar fyrir lækkuninni eru minni væntingar neytenda vestanhafs nú en áður í skugga samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði. Þá dvína vonir fjárfesta um að bandaríski seðlabankinn kæmi til móts við þrengingar á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta. Væntingarvísitala Bandaríkjamanna í ágúst hefur ekki verið lægri í tvö ár, eða síðan fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Ástæðan liggur í minni væntingum þeirra til efnahagslífsins í ljósi þess að fasteignum á söluskrá fjölgaði mjög á milli mánaða auk þess sem fasteignaverð hélt áfram að lækka líkt og síðastliðna tólf mánuði. Á móti hefur orðið erfiðara að festa sér fasteign í Bandaríkjunum þar sem fjármálafyrirtæki þar í landi eru nú tregari en áður að veita fasteignalán. Þá spilar inn í lækkunina nú að matsfyrirtæki gera ráð fyrir að samdráttur á fasteignalánamarkaði geti komið niður á fjármálafyrirtækjum á árinu. Fjárfestar hafa horft til þess að seðlabanki Bandaríkjanna kæmi til móts við þrengingar á markaðnum með lækkun stýrivaxta. Bankinn hefur gert það með ýmsu móti, meðal annars með því að veita bönkum lán á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir tæpum hálfum mánuði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, hefur hins vegar staðið á því föstum fótum að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en vísbendingar verði uppi um að draga sé úr verðbólgu. Dow Jones-vísitalan féll um 2,10 prósent, Nasdaq-vísitalan um 2,37 prósent og S&P-vísitalan um 2,35 prósent. Vísitölurnar hafa lækkað báða daga vikunnar. Það hefur valdið því að hækkun síðustu viku hefur þurrkast út, að sögn fréttaveitunnar Bloomberg. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Helstu vísitölur á bandarískum hlutabréfamarkaði féllu um rúm tvö prósent við lokun markaða í dag. Helstu ástæðurnar fyrir lækkuninni eru minni væntingar neytenda vestanhafs nú en áður í skugga samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði. Þá dvína vonir fjárfesta um að bandaríski seðlabankinn kæmi til móts við þrengingar á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta. Væntingarvísitala Bandaríkjamanna í ágúst hefur ekki verið lægri í tvö ár, eða síðan fellibylurinn Katrín reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna. Ástæðan liggur í minni væntingum þeirra til efnahagslífsins í ljósi þess að fasteignum á söluskrá fjölgaði mjög á milli mánaða auk þess sem fasteignaverð hélt áfram að lækka líkt og síðastliðna tólf mánuði. Á móti hefur orðið erfiðara að festa sér fasteign í Bandaríkjunum þar sem fjármálafyrirtæki þar í landi eru nú tregari en áður að veita fasteignalán. Þá spilar inn í lækkunina nú að matsfyrirtæki gera ráð fyrir að samdráttur á fasteignalánamarkaði geti komið niður á fjármálafyrirtækjum á árinu. Fjárfestar hafa horft til þess að seðlabanki Bandaríkjanna kæmi til móts við þrengingar á markaðnum með lækkun stýrivaxta. Bankinn hefur gert það með ýmsu móti, meðal annars með því að veita bönkum lán á lægri vöxtum en gengur og gerist auk þess sem hann lækkaði daglánavexti fyrir tæpum hálfum mánuði. Ben Bernanke, seðlabankastjóri landsins, hefur hins vegar staðið á því föstum fótum að stýrivextir verði ekki lækkaðir fyrr en vísbendingar verði uppi um að draga sé úr verðbólgu. Dow Jones-vísitalan féll um 2,10 prósent, Nasdaq-vísitalan um 2,37 prósent og S&P-vísitalan um 2,35 prósent. Vísitölurnar hafa lækkað báða daga vikunnar. Það hefur valdið því að hækkun síðustu viku hefur þurrkast út, að sögn fréttaveitunnar Bloomberg.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira