Vísitölur lækka lítillega í Evrópu 24. ágúst 2007 09:29 Frá hlutabréfamarkaði í Asíu. Gengi hlutabréfa lækkaði í Hong Kong eftir að einn stærsti banki Kína sagðist hafa fjárfest í bandarískum fasteignalánasöfnum. Mynd/AFP Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,8 prósent. Ástæðan fyrir lækkuninni í Kína er sú að í ljós hefur komið að Kínabanki, einn af stærstu bönkum landsins, greindi frá því að hann hefði fjárfest fyrir jafnvirði 9,7 milljarða bandaríkjadala í bandarískum fasteignalánasöfnum. Greinendur segja þetta ekki fréttir sem fjárfestar vilji heyra þessa dagana. Fréttin olli taugatitringi í röðum fjárfesta í Kína og seldu þeir mikið magn bréfa sinna í bankanum með þeim afleiðingum að gengi bréfa í bankanum féll um 5,4 prósent í kauphöllinni í Hong Kong. Þá hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu ekki farið varhluta af lækkun á öðrum mörkuðum en sem dæmi hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað rétt lítillega, þýska Dax-vísitalan farið niður um tæp 0,5 prósent en hin franska Cac-40 hefur lækkað um rúm 0,2 prósent. Svipuð þróun hefur átt sér stað á Norðurlöndunum en þar hafa vísitölur lækkað um tæpt prósentustig. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. Nikkei-vísitalan í Japan lækkaði um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,8 prósent. Ástæðan fyrir lækkuninni í Kína er sú að í ljós hefur komið að Kínabanki, einn af stærstu bönkum landsins, greindi frá því að hann hefði fjárfest fyrir jafnvirði 9,7 milljarða bandaríkjadala í bandarískum fasteignalánasöfnum. Greinendur segja þetta ekki fréttir sem fjárfestar vilji heyra þessa dagana. Fréttin olli taugatitringi í röðum fjárfesta í Kína og seldu þeir mikið magn bréfa sinna í bankanum með þeim afleiðingum að gengi bréfa í bankanum féll um 5,4 prósent í kauphöllinni í Hong Kong. Þá hafa hlutabréfamarkaðir í Evrópu ekki farið varhluta af lækkun á öðrum mörkuðum en sem dæmi hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi lækkað rétt lítillega, þýska Dax-vísitalan farið niður um tæp 0,5 prósent en hin franska Cac-40 hefur lækkað um rúm 0,2 prósent. Svipuð þróun hefur átt sér stað á Norðurlöndunum en þar hafa vísitölur lækkað um tæpt prósentustig.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira