Minni vindhraði lækkar olíuverð 22. ágúst 2007 09:29 Maður tekur bensín á bíl sinn í Kína. Fellibylur við Mexíkóflóa hefur áhrif á verðlagningu á eldsneyti og olíu um allan heim. Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í verði í dag eftir að dró úr styrk fellibylsins Dean við Mexíkóflóa. Áður stefndi allt í að hann ógnaði olíuvinnslu við flóann sem hefði haft í för með sér að vinnslan myndi skerðast. Dean er nú flokkaður sem stormur og ekki talið að hann valdi miklum usla úr þessu. Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 1,65 bandaríkjadali og stendur í 69,47 dölum á tunnu. Verðið hefur ekki verið lægra síðan undir lok júní í sumar, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Seint í gær stefndi allt í að fellibylurinn myndi koma með ógnarhraða inn á Mexíkóflóa og geta valdið tjóni á olíuvinnslustöðvum á svæðinu. Þúsundir starfsmanna olíufyrirtækja á svæðinu voru því fluttir á brott á meðan óveðrið gengi yfir og skrúfað fyrir frekari vinnslu í bili. Eins og útlit er fyrir núna virðist starfsemin geta hafist á ný við Mexíkóflóa og er samdráttur á olíuframleiðslunni mun minni en horfur voru á.Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu sína um stöðu olíubirgða í landinu síðar í dag. Sérfræðingar telja líkur á að eldsneytis og olíubirgðir muni enn minnka á milli vikna en slíkt getur leitt til verðhækkana. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði nokkuð í verði í dag eftir að dró úr styrk fellibylsins Dean við Mexíkóflóa. Áður stefndi allt í að hann ógnaði olíuvinnslu við flóann sem hefði haft í för með sér að vinnslan myndi skerðast. Dean er nú flokkaður sem stormur og ekki talið að hann valdi miklum usla úr þessu. Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 1,65 bandaríkjadali og stendur í 69,47 dölum á tunnu. Verðið hefur ekki verið lægra síðan undir lok júní í sumar, að sögn fréttastofunnar Associated Press. Seint í gær stefndi allt í að fellibylurinn myndi koma með ógnarhraða inn á Mexíkóflóa og geta valdið tjóni á olíuvinnslustöðvum á svæðinu. Þúsundir starfsmanna olíufyrirtækja á svæðinu voru því fluttir á brott á meðan óveðrið gengi yfir og skrúfað fyrir frekari vinnslu í bili. Eins og útlit er fyrir núna virðist starfsemin geta hafist á ný við Mexíkóflóa og er samdráttur á olíuframleiðslunni mun minni en horfur voru á.Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir vikulega skýrslu sína um stöðu olíubirgða í landinu síðar í dag. Sérfræðingar telja líkur á að eldsneytis og olíubirgðir muni enn minnka á milli vikna en slíkt getur leitt til verðhækkana.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira