Enn þrengir að bandarískum fasteignamarkaði 16. ágúst 2007 16:32 Mikill samdráttur hefur verið á bandarískum fasteignamarkaði upp á síðkastið en það hefur skilað sér í byggingu færri húsa. Mynd/AFP Samdrátturinn á bandarískum fasteignamarkaði hefur skilað sér í því að nýbyggingum hefur snarfækkað og hafa þær ekki verið með minna móti í áratug. Útgáfa nýrra byggingarleyfa hefur ekki verið með minna móti í ellefu ár. Fjöldi byggingarleyfa þykir ágæt vísbending um komandi tíð, sem er ekki björt, að mati greinenda. Samkvæmt nýútgefnum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins fækkaði nýbyggingum um 6,1 prósent á milli mánaða. Þetta er talsvert meiri samdráttur en reiknað hafði verið með. Á sama tíma varð 2,8 prósenta samdráttur í útgáfu nýrra byggingaleyfa. 1,37 milljónir leyfa hafa verið gefin út í Bandaríkjunum á árinu og hafa þau ekki verið jafn fá síðan árið 1996. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir greinendum að tölur um samdrátt á útgefnum byggingaleyfum sýni að enn geti hallað undan fæti á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum og sé útlit fyrir frekari niðursveiflu hjá byggingaverktökum vestanhafs, ekki síst í suðurhluta Bandaríkjanna en þar hefur mesta samdráttarins gætt á fasteignamarkaði upp á síðkastið. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samdrátturinn á bandarískum fasteignamarkaði hefur skilað sér í því að nýbyggingum hefur snarfækkað og hafa þær ekki verið með minna móti í áratug. Útgáfa nýrra byggingarleyfa hefur ekki verið með minna móti í ellefu ár. Fjöldi byggingarleyfa þykir ágæt vísbending um komandi tíð, sem er ekki björt, að mati greinenda. Samkvæmt nýútgefnum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins fækkaði nýbyggingum um 6,1 prósent á milli mánaða. Þetta er talsvert meiri samdráttur en reiknað hafði verið með. Á sama tíma varð 2,8 prósenta samdráttur í útgáfu nýrra byggingaleyfa. 1,37 milljónir leyfa hafa verið gefin út í Bandaríkjunum á árinu og hafa þau ekki verið jafn fá síðan árið 1996. Breska dagblaðið Guardian hefur eftir greinendum að tölur um samdrátt á útgefnum byggingaleyfum sýni að enn geti hallað undan fæti á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum og sé útlit fyrir frekari niðursveiflu hjá byggingaverktökum vestanhafs, ekki síst í suðurhluta Bandaríkjanna en þar hefur mesta samdráttarins gætt á fasteignamarkaði upp á síðkastið.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira