Iðnaðarráðherra leggst á sveif með afa og ömmu 18. júlí 2007 13:24 Alejandra ásamt afa sínum og ömmu vinstra megin á myndinni MYND/bb.is Afi og amma Suður-amerískrar stúlku á Ísafirði standa í ströngu í viðskiptum sínum við yfirvöld innflytjendamála. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra hefur nú lagst á sveif með hjónunum. Á heimasíðu Bæjarins besta er sagt frá afa og ömmu hinnar Suður-amerísku Alejöndru sem þurfa að sækja um dvalarleyfi fyrir hana hér á landi á sex mánaða fresti. Þau hafa búið á Ísafirði síðan þau flúðu frá El Salvador fyrir sex árum. Afinn og amman, þau Pablo Díaz Ulloa og Paula Isobel Orellana de Díaz, hafa fengið skriflegt leyfi frá foreldrum stúlkunnar til að ættleiða hana en það er ekki tekið gilt hér á landi. Þegar lögfræðingur fólksins sem vann í ættleiðingarferlinu lést í jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 kom auk þess strik í reikninginn. Samkvæmt lögum í El Salvador eru afinn og amman einnig orðin of gömul til þess að ættleiða. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra tekur málið upp á heimasíðu sinni og ber það saman við mál tengdadóttur Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, en hún fékk ríkisborgararétt eftir einungis tveggja ára dvöl hér á landi. Össur segist ekki kunna ráð til að hjálpa afa og ömmu Alejöndru til að ættleiða hana í gegnum hið salvadorska og íslenska skrifræði en hann segist kunna ráð til að koma í veg fyrir að þau þurfi að lifa í ótta við að stúlkunni verði vísað úr landi. Hann segir Alþingi geta veitt hverjum sem er ríkisborgararétt og nefnir þar Bobby Fisher sem dæmi. "Fyrst Alþingi gat beygt reglur og hefðir fyrir tengdadóttur mikilsmetins stjórnmálamanns hlýtur það að geta gert Alejöndru litlu að íslenskum ríkisborgara strax á næsta þingi," segir Össur. Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Afi og amma Suður-amerískrar stúlku á Ísafirði standa í ströngu í viðskiptum sínum við yfirvöld innflytjendamála. Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra hefur nú lagst á sveif með hjónunum. Á heimasíðu Bæjarins besta er sagt frá afa og ömmu hinnar Suður-amerísku Alejöndru sem þurfa að sækja um dvalarleyfi fyrir hana hér á landi á sex mánaða fresti. Þau hafa búið á Ísafirði síðan þau flúðu frá El Salvador fyrir sex árum. Afinn og amman, þau Pablo Díaz Ulloa og Paula Isobel Orellana de Díaz, hafa fengið skriflegt leyfi frá foreldrum stúlkunnar til að ættleiða hana en það er ekki tekið gilt hér á landi. Þegar lögfræðingur fólksins sem vann í ættleiðingarferlinu lést í jarðskjálfta í El Salvador árið 2001 kom auk þess strik í reikninginn. Samkvæmt lögum í El Salvador eru afinn og amman einnig orðin of gömul til þess að ættleiða. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra tekur málið upp á heimasíðu sinni og ber það saman við mál tengdadóttur Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, en hún fékk ríkisborgararétt eftir einungis tveggja ára dvöl hér á landi. Össur segist ekki kunna ráð til að hjálpa afa og ömmu Alejöndru til að ættleiða hana í gegnum hið salvadorska og íslenska skrifræði en hann segist kunna ráð til að koma í veg fyrir að þau þurfi að lifa í ótta við að stúlkunni verði vísað úr landi. Hann segir Alþingi geta veitt hverjum sem er ríkisborgararétt og nefnir þar Bobby Fisher sem dæmi. "Fyrst Alþingi gat beygt reglur og hefðir fyrir tengdadóttur mikilsmetins stjórnmálamanns hlýtur það að geta gert Alejöndru litlu að íslenskum ríkisborgara strax á næsta þingi," segir Össur.
Innlent Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira