Ný lög hafa verið sett í Bretlandi sem skylda þarlenda framleiðendur rafbúnaðar til að tryggja endurvinnslu vara sinna. Lögsetning þessi hefur verið í burðarliðnum í tvö ár.
Leiðbeinandi viðmið er að fjögur kíló á hvern neytanda séu endurunnin. Raftækjaframleiðendur eru skuldbundnir til að leggja fjármagn í endurvinnslusjóð og sjá til þess að kaupendum sínum sé boðið uppá ókeypis viðtökuþjónustu á raftæknum sínum þegar þeir kæra sig ekki um þau lengur.
Raftækjaúrgangur hefur aukist mest allra tegunda drasls í löndum Evrópusambandsins. Í Bretlandi einu bætast við rösklega milljón tonn af þesslegs úrgangi á ári. Flest af því endar sem efniviður í landfyllingu.