Menntun flóttabarna Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 28. júní 2007 12:04 Átta milljón börn flóttamanna munu njóta menntunar ef áætlun Alþjóðasamtaka Barnaheilla nær fram að ganga. Þegar hafa þau komið á þriðju milljón barna til hjálpar. Neyðarteymi samtakanna fundar í Reykjavík þessa dagana. Ellefu fulltrúar Alþjóðaskrifstofu Barnaheilla - sem heita upp á ensku Save the children - hafa verið á fundi hér í Reykjavík síðan í gær til að samhæfa aðgerðir samtakanna. Tvö ár eru síðan samtökin komu á laggirnar fimm ára verkefni sem í íslenskri þýðingu heitir Bætum framtíð barna - eða Rewrite the future. Eins og fram kom á fréttamannafundi í morgun eru um fimmtíu milljón barna í heiminum sem hafa neyðst til að hætta skólagöngu vegna átaka og eru á flótta. Samtökin stefna að því að aðstoða átta milljónir þessara barna með því að byggja skóla, þjálfa kennara, greiða kennurum laun, styrkja námsefnisgerð og fleira. Verkefnið er eitt það stærsta sem samtökin vinna að og er nú þegar í 23 löndum. Einna umfangsmest er það meðal íraskra flóttabarna í Sýrlandi og Jórdaníu og sömuleiðis fyrir börn frá Darfúr í Súdan. "Ef börn fá ekki menntun á meðan þau eru flóttamenn týnist í rauninni heil kynslóð af börnum. Börn eru flóttamenn í sjö ár að meðaltali. Sjö ár án skólagöngu þýðir að þau hafa glatað tækifærinu til menntunar," segir framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna, Rudolph von Bernuth. Áætlað er að verkefnið kosti rösklega 30 milljarða íslenskra króna. Þegar hefur tekist að fjármagna um helming af þeirri upphæð. Erlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Átta milljón börn flóttamanna munu njóta menntunar ef áætlun Alþjóðasamtaka Barnaheilla nær fram að ganga. Þegar hafa þau komið á þriðju milljón barna til hjálpar. Neyðarteymi samtakanna fundar í Reykjavík þessa dagana. Ellefu fulltrúar Alþjóðaskrifstofu Barnaheilla - sem heita upp á ensku Save the children - hafa verið á fundi hér í Reykjavík síðan í gær til að samhæfa aðgerðir samtakanna. Tvö ár eru síðan samtökin komu á laggirnar fimm ára verkefni sem í íslenskri þýðingu heitir Bætum framtíð barna - eða Rewrite the future. Eins og fram kom á fréttamannafundi í morgun eru um fimmtíu milljón barna í heiminum sem hafa neyðst til að hætta skólagöngu vegna átaka og eru á flótta. Samtökin stefna að því að aðstoða átta milljónir þessara barna með því að byggja skóla, þjálfa kennara, greiða kennurum laun, styrkja námsefnisgerð og fleira. Verkefnið er eitt það stærsta sem samtökin vinna að og er nú þegar í 23 löndum. Einna umfangsmest er það meðal íraskra flóttabarna í Sýrlandi og Jórdaníu og sömuleiðis fyrir börn frá Darfúr í Súdan. "Ef börn fá ekki menntun á meðan þau eru flóttamenn týnist í rauninni heil kynslóð af börnum. Börn eru flóttamenn í sjö ár að meðaltali. Sjö ár án skólagöngu þýðir að þau hafa glatað tækifærinu til menntunar," segir framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna, Rudolph von Bernuth. Áætlað er að verkefnið kosti rösklega 30 milljarða íslenskra króna. Þegar hefur tekist að fjármagna um helming af þeirri upphæð.
Erlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira