Aðsókn að kaffihúsum dregst saman Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 27. júní 2007 18:43 Dæmi eru um að sala á börum hafi dregist saman um allt að 70 prósent eftir að reykingarbannið tók gildi síðustu mánaðarmót. Aðstöðuleysi fyrir reykingarfólk utandyra er helsti orsakavaldur. Starfsfólk segir þó allt annað líf að að standa vaktir eftir breytinguna. Það er ekki bara andrúmsloftið sem hefur breyst á kaffihúsum, börum og veitingastöðum frá því reykingabannið tók gildi 1. júní, heldur hefur aðsóknarmynstur viðskiptavinanna einnig breyst. Kormákur Geirharðsson veitingamaður á Ölstofunni segir mikla breytingu á virkum dögum. Mun minna sé um að fólk komi og fái sér drykk eftir vinnu og það komi einnig seinna um helgar. Sala í miðri viku hafi dregist saman um tíu til fimmtán prósent. Heimildir fréttastofu herma að á sumum börum þar sem ekki er seldur matur, og engin aðstaða er utandyra fyrir reykingarfólk, hafi sala dregist saman um allt að 70 prósent. Guðvarður Gíslason veitingamaður á Apótekinu segir minni aðsókn að kaffihúsi staðarins, en ekki veitingastaðnum. Jákvæðu breytingarnar séu meðal annars þær að fjölskyldur fari frekar með börnin út að borða, áður hafi þær oft snúið við í gættinni þegar þær gengu á reykingarvegg. Þá segir hann starfsfólkið, og hann sjálfan hæstánægt með breytinguna þar sem það geti nú lagst á koddann þegar það kemur úr vinnu, án þess að fara í sturtu fyrst. Kormákur varar þó við því að fólk geymi glös inni á veitingastöðum á meðan það fari út að reykja þar sem auðvelt sé að lauma ólyfjan í glösin. Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Dæmi eru um að sala á börum hafi dregist saman um allt að 70 prósent eftir að reykingarbannið tók gildi síðustu mánaðarmót. Aðstöðuleysi fyrir reykingarfólk utandyra er helsti orsakavaldur. Starfsfólk segir þó allt annað líf að að standa vaktir eftir breytinguna. Það er ekki bara andrúmsloftið sem hefur breyst á kaffihúsum, börum og veitingastöðum frá því reykingabannið tók gildi 1. júní, heldur hefur aðsóknarmynstur viðskiptavinanna einnig breyst. Kormákur Geirharðsson veitingamaður á Ölstofunni segir mikla breytingu á virkum dögum. Mun minna sé um að fólk komi og fái sér drykk eftir vinnu og það komi einnig seinna um helgar. Sala í miðri viku hafi dregist saman um tíu til fimmtán prósent. Heimildir fréttastofu herma að á sumum börum þar sem ekki er seldur matur, og engin aðstaða er utandyra fyrir reykingarfólk, hafi sala dregist saman um allt að 70 prósent. Guðvarður Gíslason veitingamaður á Apótekinu segir minni aðsókn að kaffihúsi staðarins, en ekki veitingastaðnum. Jákvæðu breytingarnar séu meðal annars þær að fjölskyldur fari frekar með börnin út að borða, áður hafi þær oft snúið við í gættinni þegar þær gengu á reykingarvegg. Þá segir hann starfsfólkið, og hann sjálfan hæstánægt með breytinguna þar sem það geti nú lagst á koddann þegar það kemur úr vinnu, án þess að fara í sturtu fyrst. Kormákur varar þó við því að fólk geymi glös inni á veitingastöðum á meðan það fari út að reykja þar sem auðvelt sé að lauma ólyfjan í glösin.
Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira