Hatton rotaði Castillo í fjórðu lotu 24. júní 2007 11:53 Ricky Hatton fagnar rothögginu í fjórðu lotu NordicPhotos/GettyImages Englendingurinn Ricky Hatton olli 10,000 stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum í nótt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo með yfirburðum í Las Vegas í nótt. Fyrirfram var búist við jöfnum bardaga en hann var eign Hatton frá upphafi til enda. Hatton var ákaft fagnað af fjölda Englendinga sem fylgdu honum yfir hafið og þar á meðal voru kappar eins og Wayne Rooney, Robbie Williams og Vinnie Jones. Hatton byrjaði af miklum krafti og saumaði að Castillo fyrstu þrjár loturnar og setti hann í strigann með föstu skrokkhöggi í fjórðu lotunni. Þetta var í fyrsta skipti á 17 ára ferli Castillo sem hann fór í gólfið. Yfirburðir Hatton í bardaganum hafa strax orðið til þess að nú kalla menn á að hann mæti Floyd Mayweather, sem reyndar lofaði að hann væri hættur eftir að hann lagði Oscar de la Hoya á dögunum. Þeir Wayne Rooney hjá Manchester United og goðsögnin Marco Antonio Barrera báru meistarabeltin inn í hringinn fyrir Hatton, sem gekk inn í hringinn í mexíkóskum galla undir m.a. stuðningsmannalagi Manchester City - Blue Moon. "Ég gerði mig kláran í 12 mínútna eldraun í kvöld og ég held að það hafi komið fljótlega í ljós hvað ég undirbjó mig vel. Ég einbeitti mér að því að fara í skrokkinn á honum og ég landaði einhverjum bestu skotum sem ég hef hitt á ferlinum í kvöld. Það voru betri tilþrif í þessum fjórum lotum en í síðustu sex bardögum hjá Floyd Mayweather," sagði Ricky Hatton ánægður eftir sigurinn. Þess má geta að bróðir Hatton, Matthew, var líka að berjast í Las Vegas fyrr um kvöldið og hann sigraði Portó Ríkó-manninn Edwin Vazquez á stigum. Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir úr bardaganum. Hatton fór á kostum í bardaganum í nóttNordicPhotos/GettyImagesHatton og Wayne RooneyNordicPhotos/GettyImagesSigurhöggiðNordicPhotos/GettyImages Box Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Englendingurinn Ricky Hatton olli 10,000 stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum í nótt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo með yfirburðum í Las Vegas í nótt. Fyrirfram var búist við jöfnum bardaga en hann var eign Hatton frá upphafi til enda. Hatton var ákaft fagnað af fjölda Englendinga sem fylgdu honum yfir hafið og þar á meðal voru kappar eins og Wayne Rooney, Robbie Williams og Vinnie Jones. Hatton byrjaði af miklum krafti og saumaði að Castillo fyrstu þrjár loturnar og setti hann í strigann með föstu skrokkhöggi í fjórðu lotunni. Þetta var í fyrsta skipti á 17 ára ferli Castillo sem hann fór í gólfið. Yfirburðir Hatton í bardaganum hafa strax orðið til þess að nú kalla menn á að hann mæti Floyd Mayweather, sem reyndar lofaði að hann væri hættur eftir að hann lagði Oscar de la Hoya á dögunum. Þeir Wayne Rooney hjá Manchester United og goðsögnin Marco Antonio Barrera báru meistarabeltin inn í hringinn fyrir Hatton, sem gekk inn í hringinn í mexíkóskum galla undir m.a. stuðningsmannalagi Manchester City - Blue Moon. "Ég gerði mig kláran í 12 mínútna eldraun í kvöld og ég held að það hafi komið fljótlega í ljós hvað ég undirbjó mig vel. Ég einbeitti mér að því að fara í skrokkinn á honum og ég landaði einhverjum bestu skotum sem ég hef hitt á ferlinum í kvöld. Það voru betri tilþrif í þessum fjórum lotum en í síðustu sex bardögum hjá Floyd Mayweather," sagði Ricky Hatton ánægður eftir sigurinn. Þess má geta að bróðir Hatton, Matthew, var líka að berjast í Las Vegas fyrr um kvöldið og hann sigraði Portó Ríkó-manninn Edwin Vazquez á stigum. Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir úr bardaganum. Hatton fór á kostum í bardaganum í nóttNordicPhotos/GettyImagesHatton og Wayne RooneyNordicPhotos/GettyImagesSigurhöggiðNordicPhotos/GettyImages
Box Mest lesið Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Sport Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira