Hatton rotaði Castillo í fjórðu lotu 24. júní 2007 11:53 Ricky Hatton fagnar rothögginu í fjórðu lotu NordicPhotos/GettyImages Englendingurinn Ricky Hatton olli 10,000 stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum í nótt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo með yfirburðum í Las Vegas í nótt. Fyrirfram var búist við jöfnum bardaga en hann var eign Hatton frá upphafi til enda. Hatton var ákaft fagnað af fjölda Englendinga sem fylgdu honum yfir hafið og þar á meðal voru kappar eins og Wayne Rooney, Robbie Williams og Vinnie Jones. Hatton byrjaði af miklum krafti og saumaði að Castillo fyrstu þrjár loturnar og setti hann í strigann með föstu skrokkhöggi í fjórðu lotunni. Þetta var í fyrsta skipti á 17 ára ferli Castillo sem hann fór í gólfið. Yfirburðir Hatton í bardaganum hafa strax orðið til þess að nú kalla menn á að hann mæti Floyd Mayweather, sem reyndar lofaði að hann væri hættur eftir að hann lagði Oscar de la Hoya á dögunum. Þeir Wayne Rooney hjá Manchester United og goðsögnin Marco Antonio Barrera báru meistarabeltin inn í hringinn fyrir Hatton, sem gekk inn í hringinn í mexíkóskum galla undir m.a. stuðningsmannalagi Manchester City - Blue Moon. "Ég gerði mig kláran í 12 mínútna eldraun í kvöld og ég held að það hafi komið fljótlega í ljós hvað ég undirbjó mig vel. Ég einbeitti mér að því að fara í skrokkinn á honum og ég landaði einhverjum bestu skotum sem ég hef hitt á ferlinum í kvöld. Það voru betri tilþrif í þessum fjórum lotum en í síðustu sex bardögum hjá Floyd Mayweather," sagði Ricky Hatton ánægður eftir sigurinn. Þess má geta að bróðir Hatton, Matthew, var líka að berjast í Las Vegas fyrr um kvöldið og hann sigraði Portó Ríkó-manninn Edwin Vazquez á stigum. Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir úr bardaganum. Hatton fór á kostum í bardaganum í nóttNordicPhotos/GettyImagesHatton og Wayne RooneyNordicPhotos/GettyImagesSigurhöggiðNordicPhotos/GettyImages Box Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Englendingurinn Ricky Hatton olli 10,000 stuðningsmönnum sínum ekki vonbrigðum í nótt þegar hann sigraði Jose Luis Castillo með yfirburðum í Las Vegas í nótt. Fyrirfram var búist við jöfnum bardaga en hann var eign Hatton frá upphafi til enda. Hatton var ákaft fagnað af fjölda Englendinga sem fylgdu honum yfir hafið og þar á meðal voru kappar eins og Wayne Rooney, Robbie Williams og Vinnie Jones. Hatton byrjaði af miklum krafti og saumaði að Castillo fyrstu þrjár loturnar og setti hann í strigann með föstu skrokkhöggi í fjórðu lotunni. Þetta var í fyrsta skipti á 17 ára ferli Castillo sem hann fór í gólfið. Yfirburðir Hatton í bardaganum hafa strax orðið til þess að nú kalla menn á að hann mæti Floyd Mayweather, sem reyndar lofaði að hann væri hættur eftir að hann lagði Oscar de la Hoya á dögunum. Þeir Wayne Rooney hjá Manchester United og goðsögnin Marco Antonio Barrera báru meistarabeltin inn í hringinn fyrir Hatton, sem gekk inn í hringinn í mexíkóskum galla undir m.a. stuðningsmannalagi Manchester City - Blue Moon. "Ég gerði mig kláran í 12 mínútna eldraun í kvöld og ég held að það hafi komið fljótlega í ljós hvað ég undirbjó mig vel. Ég einbeitti mér að því að fara í skrokkinn á honum og ég landaði einhverjum bestu skotum sem ég hef hitt á ferlinum í kvöld. Það voru betri tilþrif í þessum fjórum lotum en í síðustu sex bardögum hjá Floyd Mayweather," sagði Ricky Hatton ánægður eftir sigurinn. Þess má geta að bróðir Hatton, Matthew, var líka að berjast í Las Vegas fyrr um kvöldið og hann sigraði Portó Ríkó-manninn Edwin Vazquez á stigum. Hér fyrir neðan eru svo nokkrar myndir úr bardaganum. Hatton fór á kostum í bardaganum í nóttNordicPhotos/GettyImagesHatton og Wayne RooneyNordicPhotos/GettyImagesSigurhöggiðNordicPhotos/GettyImages
Box Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira