Garnett sagði nei við Boston Celtics 22. júní 2007 00:58 Kevin Garnett hefur leikið með Minnesota í 12 ár og er löngu kominn á endastöð með liðinu. Hann er nú orðaður stíft við Phoenix Suns NordicPhotos/GettyImages ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildamanni sínum í nótt að Boston Celtics og Minnesota Timberwolves hafi verið komin að samkomulagi um leikmannaskipti sem hefðu þýtt að stórstjarnan Kevin Garnett hefði farið til Boston. Ekkert varð þó af skiptunum því Garnett sagði nei takk. Minnesota er nú sagt í viðræðum við Phoenix um að taka við Garnett, en þangað er hann sagður vilja fara ofar öllu. Boston er sagt hafa boðið Minnesota þá Al Jefferson, Theo Ratliff, Wally Szczerbiak, Sebastian Telfair og fimmta valréttinn í nýliðavalinu í skiptum fyrir Garnett og bakvörðinn Troy Hudson. Framkvæmdastjórar félaganna eru fyrrum félagarnir Danny Ainge (Boston) og Kevin McHale (Minnesota) sem léku saman í síðasta gullaldarliði Boston á níunda áratugnum. Kevin Garnett verður með lausa samninga hjá Minnesota eftir næstu leiktíð og þó hann hafi um árabil verið orðaður við félagaskipti frá Minneapolis, hefur hann sýnt félagin tryggð þó það hafi valdið vonbrigðum og ekki komist í úrslitakeppnina. Forráðamenn Minnesota vilja umfram allt ekki missa Garnett frá sér án þess að fá neitt fyrir hann og voru þessi áætluðu viðskipti í nótt fyrstu merki þess að eigandi Timberwolves ætli sér að bregðast við áður en hann missir leikmanninn. Nýliðavalið í NBA fer fram í næstu viku og nú erum miklar hræringar á leikmannamarkaðnum fyrir þann tíma. Garnett er talinn hafa mestan áhuga á að ganga í raðir Phoenix Suns og heimildamaður ESPN segir að félögin séu nú í viðræðum um hugsanleg skipti. Minnesota er sagt vilja fá hinn unga Amare Stoudemire í skiptum fyrir Garnett, en óvíst er hvort Stoudemire gengi við því. Phoenix-menn eru líka tregir til að láta hann af hendi, en hafa frekar áhuga á að skipta framherjanum Shawn Marion í burtu og þá kæmi til greina að skipta með honum valrétti liðsins í nýliðavalinu á næsta ári. Þar á Phoenix réttinn á vali Atlanta - sama hvar í röðinni það verður. Ljóst er að mikil spenna verður í loftinu á leikmannamarkaðnum í NBA næstu daga og mest hefur þar verið rætt um menn eins og Garnett og Kobe Bryant hjá LA Lakers. Bryant hefur látið það í ljós að hann vilji fara frá Lakers nema liðið geri róttækar breytingar til hins betra á leikmannahóp sínum og þó ólíklegt verði að teljast að Bryant fari frá liðinu er ljóst að ekki á eftir að skorta áhuga frá þeim fáu liðum sem hugsanlega hefðu efni á að bjóða í hann. NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum hefur eftir heimildamanni sínum í nótt að Boston Celtics og Minnesota Timberwolves hafi verið komin að samkomulagi um leikmannaskipti sem hefðu þýtt að stórstjarnan Kevin Garnett hefði farið til Boston. Ekkert varð þó af skiptunum því Garnett sagði nei takk. Minnesota er nú sagt í viðræðum við Phoenix um að taka við Garnett, en þangað er hann sagður vilja fara ofar öllu. Boston er sagt hafa boðið Minnesota þá Al Jefferson, Theo Ratliff, Wally Szczerbiak, Sebastian Telfair og fimmta valréttinn í nýliðavalinu í skiptum fyrir Garnett og bakvörðinn Troy Hudson. Framkvæmdastjórar félaganna eru fyrrum félagarnir Danny Ainge (Boston) og Kevin McHale (Minnesota) sem léku saman í síðasta gullaldarliði Boston á níunda áratugnum. Kevin Garnett verður með lausa samninga hjá Minnesota eftir næstu leiktíð og þó hann hafi um árabil verið orðaður við félagaskipti frá Minneapolis, hefur hann sýnt félagin tryggð þó það hafi valdið vonbrigðum og ekki komist í úrslitakeppnina. Forráðamenn Minnesota vilja umfram allt ekki missa Garnett frá sér án þess að fá neitt fyrir hann og voru þessi áætluðu viðskipti í nótt fyrstu merki þess að eigandi Timberwolves ætli sér að bregðast við áður en hann missir leikmanninn. Nýliðavalið í NBA fer fram í næstu viku og nú erum miklar hræringar á leikmannamarkaðnum fyrir þann tíma. Garnett er talinn hafa mestan áhuga á að ganga í raðir Phoenix Suns og heimildamaður ESPN segir að félögin séu nú í viðræðum um hugsanleg skipti. Minnesota er sagt vilja fá hinn unga Amare Stoudemire í skiptum fyrir Garnett, en óvíst er hvort Stoudemire gengi við því. Phoenix-menn eru líka tregir til að láta hann af hendi, en hafa frekar áhuga á að skipta framherjanum Shawn Marion í burtu og þá kæmi til greina að skipta með honum valrétti liðsins í nýliðavalinu á næsta ári. Þar á Phoenix réttinn á vali Atlanta - sama hvar í röðinni það verður. Ljóst er að mikil spenna verður í loftinu á leikmannamarkaðnum í NBA næstu daga og mest hefur þar verið rætt um menn eins og Garnett og Kobe Bryant hjá LA Lakers. Bryant hefur látið það í ljós að hann vilji fara frá Lakers nema liðið geri róttækar breytingar til hins betra á leikmannahóp sínum og þó ólíklegt verði að teljast að Bryant fari frá liðinu er ljóst að ekki á eftir að skorta áhuga frá þeim fáu liðum sem hugsanlega hefðu efni á að bjóða í hann.
NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira