Jackson á ekki von á að Bryant fari frá Lakers 19. júní 2007 10:52 Phil Jackson á ekki von á því að Bryant fari frá félaginu í sumar, en það er sannarlega ekki auðvelt að skipta burtu manni sem fær 90 milljónir í laun á næstu fjórum árum NordicPhotos/GettyImages Engin frétt hefur stolið senunni jafn rækilega í NBA deildinni síðustu vikur eins og yfirlýsing Kobe Bryant um að hann vilji fara frá liði LA Lakers. Bryant virðist harður á því að vilja fara frá félaginu, en þjálfari hans Phil Jackson á ekki von á því að liðið verði án hans þegar keppni hefst á ný í deildinni í haust. "Hann virðist vera búinn að taka ákvörðun sem hann vill ekki breyta - ákvörðun sem ég hef lagst harðlega gegn - og heldur því fram að hann hafi ástæður til að fara frá félaginu. Ég hinsvegar alveg sannfærður um að hann verður leikmaður LA Lakers þegar æfingabúðirnar hefjast í október," sagði Jackson í samtali við LA Times. Bryant átti fund með eiganda félagsins í Barcelona á Spáni á föstudaginn og þar er hann sagður hafa ítrekað ósk sína um að fá að vera skipt frá félaginu. Talsmenn LA Lakers vísa þessum fregnum á bug og hefur eigandinn Jerry Buss þegar sent ársmiðahöfum bréf þar sem hann ítrekar að félagið muni gera allt sem það getur til að byggja upp sterkt lið í kring um Bryant. "Liðið hefur verið í úrslitakeppninni í 26 af síðustu 28 árum og við viljum öll meira," sagði Buss. Kobe Bryant hefur verið einn besti leikmaður NBA deildarinnar undanfarin ár og er enn ekki orðinn 29 ára gamall. Hann á fjögur ár og 88,6 milljónir dollara eftir af sjö ára og 136 milljón dollara samningi sínum við Lakers sem hann undirritaði árið 2004. Hann hefur verið stigakóngur deildarinnar síðustu tvö ár og er nífaldur stjörnuleikmaður. Eins og til að skvetta olíu á eldinn greindi New York Times svo frá því í dag að myndband með Kobe Bryant væri nú við það að fara í loftið á netinu þar sem Bryant tjáði sig á miður fallegan hátt um leikmenn og stjórn LA Lakers. Þar á hann m.a. að segja skoðun sína á því þegar félagið gugnaði á því að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd fyrir lokun leikmannagluggans í vetur þar sem liðið vildi ekki láta hinn unga Andrew Bynum í skiptunum. "Við erum að tala um Jason Kidd!" á Bryant að hafa sagt gáttaður og blótað eigandanum Mitch Kupchack. NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Engin frétt hefur stolið senunni jafn rækilega í NBA deildinni síðustu vikur eins og yfirlýsing Kobe Bryant um að hann vilji fara frá liði LA Lakers. Bryant virðist harður á því að vilja fara frá félaginu, en þjálfari hans Phil Jackson á ekki von á því að liðið verði án hans þegar keppni hefst á ný í deildinni í haust. "Hann virðist vera búinn að taka ákvörðun sem hann vill ekki breyta - ákvörðun sem ég hef lagst harðlega gegn - og heldur því fram að hann hafi ástæður til að fara frá félaginu. Ég hinsvegar alveg sannfærður um að hann verður leikmaður LA Lakers þegar æfingabúðirnar hefjast í október," sagði Jackson í samtali við LA Times. Bryant átti fund með eiganda félagsins í Barcelona á Spáni á föstudaginn og þar er hann sagður hafa ítrekað ósk sína um að fá að vera skipt frá félaginu. Talsmenn LA Lakers vísa þessum fregnum á bug og hefur eigandinn Jerry Buss þegar sent ársmiðahöfum bréf þar sem hann ítrekar að félagið muni gera allt sem það getur til að byggja upp sterkt lið í kring um Bryant. "Liðið hefur verið í úrslitakeppninni í 26 af síðustu 28 árum og við viljum öll meira," sagði Buss. Kobe Bryant hefur verið einn besti leikmaður NBA deildarinnar undanfarin ár og er enn ekki orðinn 29 ára gamall. Hann á fjögur ár og 88,6 milljónir dollara eftir af sjö ára og 136 milljón dollara samningi sínum við Lakers sem hann undirritaði árið 2004. Hann hefur verið stigakóngur deildarinnar síðustu tvö ár og er nífaldur stjörnuleikmaður. Eins og til að skvetta olíu á eldinn greindi New York Times svo frá því í dag að myndband með Kobe Bryant væri nú við það að fara í loftið á netinu þar sem Bryant tjáði sig á miður fallegan hátt um leikmenn og stjórn LA Lakers. Þar á hann m.a. að segja skoðun sína á því þegar félagið gugnaði á því að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd fyrir lokun leikmannagluggans í vetur þar sem liðið vildi ekki láta hinn unga Andrew Bynum í skiptunum. "Við erum að tala um Jason Kidd!" á Bryant að hafa sagt gáttaður og blótað eigandanum Mitch Kupchack.
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins