Ísland er tveimur mörkum yfir gegn Serbum í hálfleik. Staðan er 24 - 22. Alexander Petterson er markahæstur með 7 mörk.
Serbar komu sterkari til leiks og náðu forystunni strax. Íslendingarnir náðu þó að komast inn í leikinn og hægt og bítandi ná forystunni. Ísland þarf að vinna með tveimur mörkum til að komast á EM í Noregi á næsta ári.