Forsvarsmenn framleiðanda Colgate tannkremsins hafa varað við eftirlíkingum af kremi sínu. Segja þeir að vörur þessar séu heilsuspillindi. Nánar tiltekið eiga kremin að innihalda hættulegt lífefni að nafni Diethylene glycol.
Víða, þó aðallega á Ameríkumarkaði, hefur borið á tannkremstúpum merktum Colgate sem alls ekki koma frá Colgate-Palmolive Cp. Hinn sanni Colgate-frammleiðandi hefur um árabil fylgst grannt með verslunum í Bandaríkjunum til að hindra framgang tannkremsfalsaranna.
Athugulir neytendur geta þó varast fölsunina því hún fæst í fimm únsu stórum túbum, en þá túbustærð framleiðir Colgate-Palmolive Cp ekki.