Talsmenn Kodak, sem er stærsti filmuframleiðandi í heimi, segja að félagið sé búið að hanna nýja tækni fyrir stafrænar myndavélar sem geri flass nánast óþarft.
Félagið er nú á seinasta ári umfangsmikilla breytinga yfir í stafrænt ljósmyndafélag vegna samdráttar í filmuiðnaðnum.
Þessi nýja tækni byggir á nemum sem eru mun ljósnæmari en áður hefur þekkst. Talmenn Kodak segja að núverandi nemar séu nær allir byggðir á gamalli tækni Kodak frá árinu 1976. Nýja tæknin sé því stórt skref fram á við.
Það er fréttavefur Reuters sem segir frá þessu.