Ég hef aldrei séð annað eins 9. júní 2007 18:15 Friðrik Ingi segir uppákomuna í Mónakó í dag með hreinum ólíkindum Mynd/Vilhelm Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, varð vitni að uppþotinu sem varð undir lok leiks Íslands og Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag. Völlurinn logaði í slagsmálum í góðan tíma áður en lögregla náði að skakka leikinn og réðist einn leikmanna Kýpur að dómaranum, tók hann hálstaki og henti honum í gólfið. Friðrik segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. "Þetta var auðvitað úrslitaleikur og mikið undir. Kýpur þurfti að vinna okkur með 17 stigum eða meira til að eiga möguleika á að vinna mótið. Þeir voru mjög grófir frá fyrstu mínútu og voru búnir að fá dæmdar á sig nokkrar óíþróttamannslegar villur. Þeir náðu þrettán stiga forystu í þriðja leikhluta, en við náðum að saxa það niður í sex stig í lokin og vorum á góðri leið með að vinna leikinn þegar tvær mínútur voru eftir sauð allt uppúr. Ég hef aldrei séð annað eins," sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi, en hann er líka aðstoðarþjálfari liðsins. "Við vonum auðvitað að svona lagað gerist aldrei aftur, en það varð allt vitlaust í lokin. Bekkurinn hjá þeim var þarna að fá einvherjar tæknivillur og ljót orð að ganga manna á milli - og í kjölfarið urðu bara hópslagsmál. Annar dómarinn reyndi svo að ganga milli manna en það tókst ekki betur til en það að einn leikmanna Kýpur tók hann hálstaki, reif hann upp í loftið og grýtti honum á bakið í gólfið. Það var engin öryggisgæsla þarna og það endaði með því að eftirlitsdómarinn smalaði okkar mönnum saman og fór með okkur inn í klefa. Lögreglan kom svo þarna að endingu og náði að stilla til friðar, en leikmenn Kýpur börðu og spörkuðu í hurðina á klefanum okkar þegar þeir gengu framhjá honum," sagði Friðrik. Ekki þótti ráðlegt að reyna að halda verðlaunaafhendingu eftir þessi miklu læti og því sagði Friðrik að íslenska liðið hefði fengið gullið afhent með kveðju frá prinsinum - sem hefði harmað að geta ekki afhent verðlaunin. Ekki urðu alvarleg meisli á leikmönnum íslenska liðsins þrátt fyrir lætin, en Brenton Birmingham fékk reyndar skurð á höfuðið í fyrri hálfleiknum. Friðrik segir þó að nokkrir leikmanna liðsins hafi fengið kjaftshögg í látunum. "Verðlaunaafhendingin var alveg blásin af og við fengum gullverðlaunin okkar bara afhent og Lúxembúrg silfrið og okkur var svo send kveðja frá prinsinum þar sem hann harmaði að þetta færi svona. Strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur í þessu og létu Kýpur ekkert valta yfir sig. Ég hef hinsvegar aldrei orðið vitni af öðru eins og þessi uppákoma er með ólíkindum. Það er ekki ólíklegt að Kýpur verði bara vísað úr þessari keppni en það lá ekki fyrir þarna áðan," sagði Friðrik í samtali við Vísi, en hann var kominn út í rútu á leið út á flugvöll ásamt íslenska liðinu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, varð vitni að uppþotinu sem varð undir lok leiks Íslands og Kýpur á Smáþjóðaleikunum í dag. Völlurinn logaði í slagsmálum í góðan tíma áður en lögregla náði að skakka leikinn og réðist einn leikmanna Kýpur að dómaranum, tók hann hálstaki og henti honum í gólfið. Friðrik segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins. "Þetta var auðvitað úrslitaleikur og mikið undir. Kýpur þurfti að vinna okkur með 17 stigum eða meira til að eiga möguleika á að vinna mótið. Þeir voru mjög grófir frá fyrstu mínútu og voru búnir að fá dæmdar á sig nokkrar óíþróttamannslegar villur. Þeir náðu þrettán stiga forystu í þriðja leikhluta, en við náðum að saxa það niður í sex stig í lokin og vorum á góðri leið með að vinna leikinn þegar tvær mínútur voru eftir sauð allt uppúr. Ég hef aldrei séð annað eins," sagði Friðrik Ingi í samtali við Vísi, en hann er líka aðstoðarþjálfari liðsins. "Við vonum auðvitað að svona lagað gerist aldrei aftur, en það varð allt vitlaust í lokin. Bekkurinn hjá þeim var þarna að fá einvherjar tæknivillur og ljót orð að ganga manna á milli - og í kjölfarið urðu bara hópslagsmál. Annar dómarinn reyndi svo að ganga milli manna en það tókst ekki betur til en það að einn leikmanna Kýpur tók hann hálstaki, reif hann upp í loftið og grýtti honum á bakið í gólfið. Það var engin öryggisgæsla þarna og það endaði með því að eftirlitsdómarinn smalaði okkar mönnum saman og fór með okkur inn í klefa. Lögreglan kom svo þarna að endingu og náði að stilla til friðar, en leikmenn Kýpur börðu og spörkuðu í hurðina á klefanum okkar þegar þeir gengu framhjá honum," sagði Friðrik. Ekki þótti ráðlegt að reyna að halda verðlaunaafhendingu eftir þessi miklu læti og því sagði Friðrik að íslenska liðið hefði fengið gullið afhent með kveðju frá prinsinum - sem hefði harmað að geta ekki afhent verðlaunin. Ekki urðu alvarleg meisli á leikmönnum íslenska liðsins þrátt fyrir lætin, en Brenton Birmingham fékk reyndar skurð á höfuðið í fyrri hálfleiknum. Friðrik segir þó að nokkrir leikmanna liðsins hafi fengið kjaftshögg í látunum. "Verðlaunaafhendingin var alveg blásin af og við fengum gullverðlaunin okkar bara afhent og Lúxembúrg silfrið og okkur var svo send kveðja frá prinsinum þar sem hann harmaði að þetta færi svona. Strákarnir okkar stóðu sig eins og hetjur í þessu og létu Kýpur ekkert valta yfir sig. Ég hef hinsvegar aldrei orðið vitni af öðru eins og þessi uppákoma er með ólíkindum. Það er ekki ólíklegt að Kýpur verði bara vísað úr þessari keppni en það lá ekki fyrir þarna áðan," sagði Friðrik í samtali við Vísi, en hann var kominn út í rútu á leið út á flugvöll ásamt íslenska liðinu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Sjá meira