Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio 8. júní 2007 04:18 Cleveland fann aldrei svar við gegnumbrotum og hraða Tony Parker í nótt, en hann skoraði 27 stig og leiddi kennslustund heimamanna AFP San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. Leiksins var ekki síst beðið með mikilli eftirvæntingu því hann markaði frumraun LeBron James í lokaúrslitum NBA. James átti erfitt uppdráttar frá fyrstu mínútu og var í strangri gæslu Bruce Bowen - sem auk þess fékk mikla og góða hjálp frá félögum sínum til að halda aftur af James. "Um leið og ég komst framhjá einum varnarmanni - var annar mættur til að hjálpa honum. Ég verð að leika betur ef við eigum að eiga möguleika á að vinna þetta einvígi," sagði LeBron James. "Það verður ekki auðvelt að halda aftur af honum í einvíginu og ég veit að hann á eftir að koma miklu sterkari inn í næsta leik," sagði Tim Duncan hjá San Antonio sem skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot. Cleveland réði heldur ekkert við franska leikstjórnandann Tony Parker sem skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar. San Antonio tapaði báðum deildarleikjum sínum gegn Cleveland í vetur, en þeir fóru reyndar fram í nóvember og janúar - áður en San Antonio hrökk í gang og náði frábærum endaspretti. Tim Duncan hefur oft verið gagnrýndur fyrir að vera "leiðinlegur" leikmaður, en hann gerði það sem hann gerir best í nótt - að vera óstöðvandi. Það var félagi hans Parker einnig, en enginn af varnarmönnum Cleveland gat fundið svör við keyrslum hans inn í teiginn. "Okkur leið eins og við hefðum ekki spilað í mánuð," sagði Tim Duncan um þá löngu hvíld sem liðið fékk áður en það mætti Cleveland í nótt. "En um leið og við náðum að hrista af okkur mesta ryðið, var þetta allt í lagi. Skytturnar okkar hafa átt betri daga, en við náðum að gera það sem við lögðum upp með í vörninni." LeBron James hitti ekki úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum, skoraði fyrstu körfu sína þegar langt var liðið á þriðja leikhluta og skoraði úr fyrsta langskoti sínu þegar innan við sjö mínútur voru eftir af leiknum. "LeBron átti erfitt uppdráttar í kvöld og þeir tóku allt frá honum sem við reyndum að teikna upp. Ef hann á annað borð komst inn í teiginn voru þar mættir tveir og þrír varnarmenn á hann til að loka á hann," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. "Hann er hausinn á snáknum og við verðum að afhausa snákinn," sagði Robert Horry hjá San Antonio. San Antonio hitti hinsvegar úr 7 af fyrstu 9 skotum sínum í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í viku og þar af skoruðu Tony Parker og Tim Duncan 14 af fyrstu 16 stigum liðsins. Manu Ginobili skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst fyrir San Antonio. Liðið var fimm stigum yfir í hálfleik en jók forskotið í 15 stig fyrir lokaleikhlutann. Cleveland náði að laga stöðuna aðeins í blálokin, en þá voru úrslitin þegar ráðin og ljóst að gestirnir þurfa að gera betur í næsta leik. Nýliðinn Daniel Gibson var stigahæsti maður Cleveland annan leikinn í röð og skoraði 16 stig og hitti úr 7 af 9 skotum sínum. LeBron James skoraði 14 stig, Drew Gooden 14 og Sasha Pavlovic 13. Lið sem vinnur leik eitt í lokaúrslitum NBA deildarinnar hefur orðið meistari 17 sinnum á síðustu 24 árum. Robert Horry, leikmaður San Antonio, er að reyna að komast í mjög þröngan hóp leikmanna í sögu NBA. Ef San Antonio verður meistari í ár, yrði það sjöundi titill hans á ferlinum. Horry vann tvo titla með Houston á miðjum tíunda áratugnum, þrjá með Lakers um aldamótin - og var í meistaraliði San Antonio árið 2005. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum. Næsti leikur í einvíginu fer fram í San Antonio aðfaranótt mánudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn. NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. Leiksins var ekki síst beðið með mikilli eftirvæntingu því hann markaði frumraun LeBron James í lokaúrslitum NBA. James átti erfitt uppdráttar frá fyrstu mínútu og var í strangri gæslu Bruce Bowen - sem auk þess fékk mikla og góða hjálp frá félögum sínum til að halda aftur af James. "Um leið og ég komst framhjá einum varnarmanni - var annar mættur til að hjálpa honum. Ég verð að leika betur ef við eigum að eiga möguleika á að vinna þetta einvígi," sagði LeBron James. "Það verður ekki auðvelt að halda aftur af honum í einvíginu og ég veit að hann á eftir að koma miklu sterkari inn í næsta leik," sagði Tim Duncan hjá San Antonio sem skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot. Cleveland réði heldur ekkert við franska leikstjórnandann Tony Parker sem skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar. San Antonio tapaði báðum deildarleikjum sínum gegn Cleveland í vetur, en þeir fóru reyndar fram í nóvember og janúar - áður en San Antonio hrökk í gang og náði frábærum endaspretti. Tim Duncan hefur oft verið gagnrýndur fyrir að vera "leiðinlegur" leikmaður, en hann gerði það sem hann gerir best í nótt - að vera óstöðvandi. Það var félagi hans Parker einnig, en enginn af varnarmönnum Cleveland gat fundið svör við keyrslum hans inn í teiginn. "Okkur leið eins og við hefðum ekki spilað í mánuð," sagði Tim Duncan um þá löngu hvíld sem liðið fékk áður en það mætti Cleveland í nótt. "En um leið og við náðum að hrista af okkur mesta ryðið, var þetta allt í lagi. Skytturnar okkar hafa átt betri daga, en við náðum að gera það sem við lögðum upp með í vörninni." LeBron James hitti ekki úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum, skoraði fyrstu körfu sína þegar langt var liðið á þriðja leikhluta og skoraði úr fyrsta langskoti sínu þegar innan við sjö mínútur voru eftir af leiknum. "LeBron átti erfitt uppdráttar í kvöld og þeir tóku allt frá honum sem við reyndum að teikna upp. Ef hann á annað borð komst inn í teiginn voru þar mættir tveir og þrír varnarmenn á hann til að loka á hann," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. "Hann er hausinn á snáknum og við verðum að afhausa snákinn," sagði Robert Horry hjá San Antonio. San Antonio hitti hinsvegar úr 7 af fyrstu 9 skotum sínum í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í viku og þar af skoruðu Tony Parker og Tim Duncan 14 af fyrstu 16 stigum liðsins. Manu Ginobili skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst fyrir San Antonio. Liðið var fimm stigum yfir í hálfleik en jók forskotið í 15 stig fyrir lokaleikhlutann. Cleveland náði að laga stöðuna aðeins í blálokin, en þá voru úrslitin þegar ráðin og ljóst að gestirnir þurfa að gera betur í næsta leik. Nýliðinn Daniel Gibson var stigahæsti maður Cleveland annan leikinn í röð og skoraði 16 stig og hitti úr 7 af 9 skotum sínum. LeBron James skoraði 14 stig, Drew Gooden 14 og Sasha Pavlovic 13. Lið sem vinnur leik eitt í lokaúrslitum NBA deildarinnar hefur orðið meistari 17 sinnum á síðustu 24 árum. Robert Horry, leikmaður San Antonio, er að reyna að komast í mjög þröngan hóp leikmanna í sögu NBA. Ef San Antonio verður meistari í ár, yrði það sjöundi titill hans á ferlinum. Horry vann tvo titla með Houston á miðjum tíunda áratugnum, þrjá með Lakers um aldamótin - og var í meistaraliði San Antonio árið 2005. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum. Næsti leikur í einvíginu fer fram í San Antonio aðfaranótt mánudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn.
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins