Úrslitin í NBA hefjast í nótt - James í sviðsljósinu 7. júní 2007 17:36 James "Konungur" stígur á stóra sviðið í fyrsta sinn á ferlinum í nótt, en þessi stórkostlegi íþróttamaður hefur enn ekki brugðist þeim fáránlegu væntingum sem hengdar hafa verið á herðar hans NordicPhotos/GettyImages Fyrsti leikur San Antonio Spurs og Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í nótt klukkan eitt og verður sýndur beint á Sýn. Einvígið hefur verið teiknað upp sem einvígi reynslu og hungurs, en þrefaldir NBA meistarar San Antonio falla algjörlega í skuggann af ofurstjörnunni LeBron James í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. Það verður að teljast nokkuð einkennilegt að stór hluti umfjöllunar um úrslitaeinvígið skuli beinast að hinum 22 ára gamla LeBron James, en á meðan hann er hér að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu - er lið San Antonio hokið reynslu og reynir hér að vinna sinn fjórða NBA titil frá árinu 1999. San Antonio liðið er sjaldnast það lið sem er í fyrirsögnum blaða vestanhafs og hinn stórkostlegi Tim Duncan hafi nú farið fyrir liði sínu í áratug með góðum árangri, er hann sannarlega ekki sami blaðamatur og hinn ungi James. Talað er um úrslitaeinvígið í ár sem vígsluathöfn LeBron James, sem er umtalaðasti körfuboltamaður í sögu leiksins þegar tekið er mark af því bjarta sviðsljósi sem hann hefur staðið í allar götur síðan hann var að byrja í menntaskóla. "San Antonio er sannarlega félag sem önnur félög líta upp til," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland - en hann var aðstoðarþjálfari hjá San Antonio þegar liðið varð síðast NBA meistari árið 2005 eftir sigur á Detroit Pistons. "Við getum ekki slegið þessu félagi við enda höfum við ekki jafn djúpar rætur," sagði Brown.James keyrir upp áhorfið í úrslitaeinvíginuTim Duncan og LeBron James berjast hér um boltann í leik í vetur. Þessir tveir verða áberandi í úrslitaeinvíginu næstu daga.NordicPhotos/GettyImagesCleveland er nú að leika til úrslita í NBA í fyrsta skipti í sögu félagsins sem hóf keppni í deildinni árið 1970 og ekki eru nema fjögur ár síðan liðið vann aðeins 17 leiki í deildarkeppninni og spilaði fyrir tæplega hálfu húsi. "Það var eins og við værum ekki einu sinni að spila í NBA deildinni," sagði Zydrunas Illgauskas miðherji liðsins, sem hefur verið hjá félaginu síðan árið 1996. "Félagið var allt í einu þunglyndiskasti."Það var áður en félagið fékk fyrsta valrétt í nýliðavalinu árið 2003 og fékk til sín LeBron James - "Hinn Útvalda". James er ekki síður goðsögn í Cleveland fyrir þær sakir að hann er uppalinn í Akron í Ohio og er því að spila fyrir "heimalið" sitt. Hann hefur farið hamförum í síðustu leikjum með liðinu og ritaði nafn sitt í sögubækur í frammistöðu sinni gegn Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar.Cleveland-borg hefur ekki átt lið sem vann titil í atvinnuíþrótt síðan árið 1964 og því eru menn orðnir langeygir eftir titli þar í borg. LeBron James er orðinn heimsþekktur íþróttamaður og allir eru á einu máli um að það verði gott fyrir NBA deildina og sjónvarpsáhorf að þessi frábæri leikmaður hafi náð alla leið í úrslitin. "NBA deildin snýst fyrst og fremst um spennandi hluti og LeBron James fyllir vel út í þann flokk," sagði Michael Finley, leikmaður San Antonio.San Antonio (58 sigrar - 24 töp) náði mun betri árangri í deildarkeppninni en Cleveland (50 sigrar - 30 töp) í vetur, en þó stóð Cleveland uppi sem sigurvegari í báðum viðureignum liðanna í vetur. Fyrri leikurinn var í San Antonio þar sem LeBron James skoraði 35 stig, hirti 11 fráköst og tróð með tilþrifum yfir Tim Duncan í sigri Cleveland. James er enn með ljósmynd af troðslunni festa á skápinn sinn í búningsherbergi Cleveland og áhorfendur Sýnar fengu einmitt að sjá þennan leik í beinni útsendingu síðastliðið haust.Hinn útvaldi stígur á stóra sviðiðHúðflúrið á baki LeBron James segir "Chosen 1" - eða "Sá útvaldi"Mikið er rætt um að líklega þurfi LeBron James að fá meiri hjálp ef hann á að vinna sinn fyrsta titil 22 ára gamall, en Michael Jordan var til að mynda 28 ára þegar hann vann sinn fyrsta titil og Tim Duncan aðeins 23 ára. James er hinsvegar vanur að vera í sviðsljósinu og þarf þar að auki að vera með það á bak við eyrað að verða faðir í annað sinn í úrslitaeinvíginu á næstu tveimur vikum."LeBron er of hæfileikaríkur til að vinna ekki titil á ferlinum. Ég er sammála því sem menn segja að menn verði að hafa amk einn meistaratitil í safninu ef þeir ætli sér að vera kallaðir bestu leikmenn í heiminum, en hvað hann varðar - er það ekki spurning um hvort hann vinnur titil - heldur hvenær," sagði Mike Brown þjálfari.Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvíginu er sem fyrr segir í San Antonio klukkan 1 í nótt og verður hann sýndur beint á Sýn eins og allir leikir í einvíginu. Næsti leikur fer einnig fram í Texas og hefst á sama tíma á laugardagskvöldið. Næstu þrír leikir fara svo fram í Cleveland. Komi til þess, verða svo leikir sex og sjö í San Antonio þann 19. og 21. júní. NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Fyrsti leikur San Antonio Spurs og Cleveland Cavaliers í lokaúrslitum NBA deildarinnar er á dagskrá í nótt klukkan eitt og verður sýndur beint á Sýn. Einvígið hefur verið teiknað upp sem einvígi reynslu og hungurs, en þrefaldir NBA meistarar San Antonio falla algjörlega í skuggann af ofurstjörnunni LeBron James í umfjöllun fjölmiðla í Bandaríkjunum. Það verður að teljast nokkuð einkennilegt að stór hluti umfjöllunar um úrslitaeinvígið skuli beinast að hinum 22 ára gamla LeBron James, en á meðan hann er hér að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu - er lið San Antonio hokið reynslu og reynir hér að vinna sinn fjórða NBA titil frá árinu 1999. San Antonio liðið er sjaldnast það lið sem er í fyrirsögnum blaða vestanhafs og hinn stórkostlegi Tim Duncan hafi nú farið fyrir liði sínu í áratug með góðum árangri, er hann sannarlega ekki sami blaðamatur og hinn ungi James. Talað er um úrslitaeinvígið í ár sem vígsluathöfn LeBron James, sem er umtalaðasti körfuboltamaður í sögu leiksins þegar tekið er mark af því bjarta sviðsljósi sem hann hefur staðið í allar götur síðan hann var að byrja í menntaskóla. "San Antonio er sannarlega félag sem önnur félög líta upp til," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland - en hann var aðstoðarþjálfari hjá San Antonio þegar liðið varð síðast NBA meistari árið 2005 eftir sigur á Detroit Pistons. "Við getum ekki slegið þessu félagi við enda höfum við ekki jafn djúpar rætur," sagði Brown.James keyrir upp áhorfið í úrslitaeinvíginuTim Duncan og LeBron James berjast hér um boltann í leik í vetur. Þessir tveir verða áberandi í úrslitaeinvíginu næstu daga.NordicPhotos/GettyImagesCleveland er nú að leika til úrslita í NBA í fyrsta skipti í sögu félagsins sem hóf keppni í deildinni árið 1970 og ekki eru nema fjögur ár síðan liðið vann aðeins 17 leiki í deildarkeppninni og spilaði fyrir tæplega hálfu húsi. "Það var eins og við værum ekki einu sinni að spila í NBA deildinni," sagði Zydrunas Illgauskas miðherji liðsins, sem hefur verið hjá félaginu síðan árið 1996. "Félagið var allt í einu þunglyndiskasti."Það var áður en félagið fékk fyrsta valrétt í nýliðavalinu árið 2003 og fékk til sín LeBron James - "Hinn Útvalda". James er ekki síður goðsögn í Cleveland fyrir þær sakir að hann er uppalinn í Akron í Ohio og er því að spila fyrir "heimalið" sitt. Hann hefur farið hamförum í síðustu leikjum með liðinu og ritaði nafn sitt í sögubækur í frammistöðu sinni gegn Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar.Cleveland-borg hefur ekki átt lið sem vann titil í atvinnuíþrótt síðan árið 1964 og því eru menn orðnir langeygir eftir titli þar í borg. LeBron James er orðinn heimsþekktur íþróttamaður og allir eru á einu máli um að það verði gott fyrir NBA deildina og sjónvarpsáhorf að þessi frábæri leikmaður hafi náð alla leið í úrslitin. "NBA deildin snýst fyrst og fremst um spennandi hluti og LeBron James fyllir vel út í þann flokk," sagði Michael Finley, leikmaður San Antonio.San Antonio (58 sigrar - 24 töp) náði mun betri árangri í deildarkeppninni en Cleveland (50 sigrar - 30 töp) í vetur, en þó stóð Cleveland uppi sem sigurvegari í báðum viðureignum liðanna í vetur. Fyrri leikurinn var í San Antonio þar sem LeBron James skoraði 35 stig, hirti 11 fráköst og tróð með tilþrifum yfir Tim Duncan í sigri Cleveland. James er enn með ljósmynd af troðslunni festa á skápinn sinn í búningsherbergi Cleveland og áhorfendur Sýnar fengu einmitt að sjá þennan leik í beinni útsendingu síðastliðið haust.Hinn útvaldi stígur á stóra sviðiðHúðflúrið á baki LeBron James segir "Chosen 1" - eða "Sá útvaldi"Mikið er rætt um að líklega þurfi LeBron James að fá meiri hjálp ef hann á að vinna sinn fyrsta titil 22 ára gamall, en Michael Jordan var til að mynda 28 ára þegar hann vann sinn fyrsta titil og Tim Duncan aðeins 23 ára. James er hinsvegar vanur að vera í sviðsljósinu og þarf þar að auki að vera með það á bak við eyrað að verða faðir í annað sinn í úrslitaeinvíginu á næstu tveimur vikum."LeBron er of hæfileikaríkur til að vinna ekki titil á ferlinum. Ég er sammála því sem menn segja að menn verði að hafa amk einn meistaratitil í safninu ef þeir ætli sér að vera kallaðir bestu leikmenn í heiminum, en hvað hann varðar - er það ekki spurning um hvort hann vinnur titil - heldur hvenær," sagði Mike Brown þjálfari.Fyrsti leikurinn í úrslitaeinvíginu er sem fyrr segir í San Antonio klukkan 1 í nótt og verður hann sýndur beint á Sýn eins og allir leikir í einvíginu. Næsti leikur fer einnig fram í Texas og hefst á sama tíma á laugardagskvöldið. Næstu þrír leikir fara svo fram í Cleveland. Komi til þess, verða svo leikir sex og sjö í San Antonio þann 19. og 21. júní.
NBA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira