Yngvi tekur við Haukastúlkum

Yngvi Gunnlaugsson mun í kvöld skrifa undir samning við körfuknattleiksdeild Hauka og gerast þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu. Yngvi er öllum hnútum kunnugur hjá Haukaliðinu eftir sex ára starf með kvennaliðinu, en hann stýrði kvennaliði Breiðabliks í Iceland Express deildinni síðasta vetur. Yngvi tekur við af Ágústi Björgvinssyni.