LeBron James frábær í sigri Cleveland 28. maí 2007 05:37 Hér má sjá hvað James treður með tilþrifum yfir Rasheed Wallace í leiknum í nótt NordicPhotos/GettyImages Ungstirnið LeBron James bar Cleveland á herðum sér í nótt þegar liðið skellti Detroit 88-82 í þriðja leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. James skoraði 32 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og var allt í öllu í þessum bráðnauðsynlega sigri heimamanna. Leikurinn í nótt var í járnum allt fram á lokamínúturnar og var hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. LeBron James hafði verið gagnrýndur nokkuð fyrir frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum sem fram fóru í Detroit, en í nótt var ekkert slíkt uppi á teningnum. James skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum þegar Cleveland seig fram úr og vann sinn fyrsta leik í úrslitaeinvígi Austurdeildar frá því árið 1992 þegar liðið bar sigurorð af Chicago-liði með Michael Jordan innanborðs. "LeBron tók okkur á herðar sér og keyrði okkur til sigurs. Hann sagði stökkvið á bak mér og við fylgdum honum eftir," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland, en hans menn voru einu stigi undir eftir þriðja leikhlutann. Tilþrifin sem James sýndi á köflum í leiknum voru hreint út sagt stórkostleg og troðsla hans yfir Rasheed Wallace í stöðunni 68-68 verður lengi í minnum höfð. Segja má að þau tilþrif hafi endanlega kveikt í áhorfendum og lagt grunninn að sigri Cleveland-liðsins. Engu liði hefur nokkru sinni tekist að koma til baka og vinna einvígi eftir að hafa lent undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar og því var eðlilega til mikils að vinna fyrir heimamenn í nótt. "Maður þroskast og lærir með hverjum leiknum og þessi var líklega einn sá stærsti í sögu félagsins," sagði James, en hann mætti í höllina þremur tímum fyrir leik til að koma sér í gírinn. "Þetta var stór sigur, en nú verðum við að halda áfram á sömu braut og snúa okkur að næsta leik," sagði hinn 22 ára gamli James. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 16 stig fyrir Cleveland, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig og Drew Gooden 12. Hjá Detroit var Rasheed Wallace atkvæðamestur með 16 stig og Chris Webber skoraði 15 stig, en segja má að flestir lykilmanna Detroit hafi verið fjarri sínu besta í leiknum. Þar munaði mest um að bakverðirnir Chauncey Billups og Richard Hamilton voru að segja má úti á þekju og nýttu aðeins 6 af 22 skotum sínum. Detroit hafði fyrir leikinn unnið fjóra af fimm útileikjum sínum í úrslitakeppninni, en fann hreinlega ekki taktinn að þessu sinni. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrra og þá komst Detroit í 2-0, Cleveland kom til baka og vann þrjá næstu leiki - en Detroit náði að klára dæmið með sigri í síðustu tveimur leikjunum. Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í Cleveland á þriðjudagskvöldið og verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Í kvöld mætast Utah og San Antonio í fjórða leik sínum í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar þar sem Utah getur jafnað metin í 2-2 með sigri. Sá leikur - eins og reyndar allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppninni - verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Ungstirnið LeBron James bar Cleveland á herðum sér í nótt þegar liðið skellti Detroit 88-82 í þriðja leiknum í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. James skoraði 32 stig, hirti 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar og var allt í öllu í þessum bráðnauðsynlega sigri heimamanna. Leikurinn í nótt var í járnum allt fram á lokamínúturnar og var hann sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn. LeBron James hafði verið gagnrýndur nokkuð fyrir frammistöðu sína í fyrstu tveimur leikjunum sem fram fóru í Detroit, en í nótt var ekkert slíkt uppi á teningnum. James skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum þegar Cleveland seig fram úr og vann sinn fyrsta leik í úrslitaeinvígi Austurdeildar frá því árið 1992 þegar liðið bar sigurorð af Chicago-liði með Michael Jordan innanborðs. "LeBron tók okkur á herðar sér og keyrði okkur til sigurs. Hann sagði stökkvið á bak mér og við fylgdum honum eftir," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland, en hans menn voru einu stigi undir eftir þriðja leikhlutann. Tilþrifin sem James sýndi á köflum í leiknum voru hreint út sagt stórkostleg og troðsla hans yfir Rasheed Wallace í stöðunni 68-68 verður lengi í minnum höfð. Segja má að þau tilþrif hafi endanlega kveikt í áhorfendum og lagt grunninn að sigri Cleveland-liðsins. Engu liði hefur nokkru sinni tekist að koma til baka og vinna einvígi eftir að hafa lent undir 3-0 í sögu úrslitakeppninnar og því var eðlilega til mikils að vinna fyrir heimamenn í nótt. "Maður þroskast og lærir með hverjum leiknum og þessi var líklega einn sá stærsti í sögu félagsins," sagði James, en hann mætti í höllina þremur tímum fyrir leik til að koma sér í gírinn. "Þetta var stór sigur, en nú verðum við að halda áfram á sömu braut og snúa okkur að næsta leik," sagði hinn 22 ára gamli James. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas skoraði 16 stig fyrir Cleveland, Sasha Pavlovic skoraði 13 stig og Drew Gooden 12. Hjá Detroit var Rasheed Wallace atkvæðamestur með 16 stig og Chris Webber skoraði 15 stig, en segja má að flestir lykilmanna Detroit hafi verið fjarri sínu besta í leiknum. Þar munaði mest um að bakverðirnir Chauncey Billups og Richard Hamilton voru að segja má úti á þekju og nýttu aðeins 6 af 22 skotum sínum. Detroit hafði fyrir leikinn unnið fjóra af fimm útileikjum sínum í úrslitakeppninni, en fann hreinlega ekki taktinn að þessu sinni. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar í fyrra og þá komst Detroit í 2-0, Cleveland kom til baka og vann þrjá næstu leiki - en Detroit náði að klára dæmið með sigri í síðustu tveimur leikjunum. Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í Cleveland á þriðjudagskvöldið og verður að sjálfssögðu sýndur beint á Sýn. Í kvöld mætast Utah og San Antonio í fjórða leik sínum í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar þar sem Utah getur jafnað metin í 2-2 með sigri. Sá leikur - eins og reyndar allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppninni - verður sýndur beint á Sýn og hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins