Cleveland - Detroit í beinni í kvöld 27. maí 2007 17:47 Hér má sjá troðsluna rosalegu sem James smellti á Detroit í öðrum leiknum, en þar var boðið upp á óvenju margar glæsitroðslur NordicPhotos/GettyImages Þriðji leikur Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons í úrslitarimmu Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Detroit hefur 2-0 yfir í einvíginu eftir nauma sigra í tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli þar sem lokatölur urðu 79-76 í báðum leikjum. Þar hafði Cleveland bullandi tækifæri til að stela sigrinum í bæði skipti og því verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu tekst til á heimavelli í næstu tveimur leikjum. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá náði Detroit einnig 2-0 forystu með sigri í heimaleikjunum sínum tveimur. Þá náði Cleveland hinsvegar að snúa rækilega við blaðinu og vinna þrjá næstu leiki - öllum að óvörum. Detroit náði þó að snúa einvíginu sér í hag aftur og vann síðustu tvo leikina og mætti Miami í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikmenn Cleveland treysta á að þessi reynsla muni reynast liðinu vel í næstu tveimur leikjum. "Við höfum verið í þessari stöðu áður og það skiptir miklu máli þegar svona er komið. Við vitum hvað við þurfum að gera og hvað við þurfum að gera til að ná sigri í þriðja leiknum," sagði LeBron James, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu í fyrstu tveimur leikjunum. Cleveland vann 30 leiki og tapaði aðeins 11 á heimavelli í deildarkeppninni í vetur og hefur unnið þar fjóra af fimm leikjum sínum í úrslitakeppninni. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við vitum að við getum unnið þá, en þó við séum á heimavelli er ekki nóg að mæta bara í leikinn - -ef við höldum að þetta verði auðvelt verkefni - verðum við strax komnir 3-0 undir áður en við vitum af," sagði Ilgauskas. Detroit-liðið hefur oft spilað betur en í leikjunum tveimur gegn Cleveland, en það sem mestu hefur munað er hvað framherjinn Tayshaun Prince hefur verið ískaldur í einvíginu við Cleveland. Hann hefur aðeins hitt úr einu af 19 skotum sínum til þessa í fyrstu tveimur leikjunum. Hann eyddi miklum tíma í skotæfingar eftir annan leikinn og sagðist vera kominn með lausnina við kuldanum. "Ég ætla bara að vera ég sjálfur," sagði Prince. "Ég var ekki ég sjálfur í fyrstu tveimur leikjunum og ég treysti því að ef ég geri alla hinu litlu hlutina á vellinum - muni skotin koma af sjálfu sér." Prince hefur fengið það óöfundsverða hlutskipti að gæta LeBron James í vörninni og hefur staðið sig vel. James er raunar með 24 stig, 7,8 fráköst og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í einvíginu, en hann hefur þurft að vinna vel fyrir öllu sínu hingað til. NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Þriðji leikur Cleveland Cavaliers og Detroit Pistons í úrslitarimmu Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan hálf eitt í nótt. Detroit hefur 2-0 yfir í einvíginu eftir nauma sigra í tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli þar sem lokatölur urðu 79-76 í báðum leikjum. Þar hafði Cleveland bullandi tækifæri til að stela sigrinum í bæði skipti og því verður forvitnilegt að sjá hvernig liðinu tekst til á heimavelli í næstu tveimur leikjum. Liðin mættust í undanúrslitum Austurdeildarinnar á síðustu leiktíð og þá náði Detroit einnig 2-0 forystu með sigri í heimaleikjunum sínum tveimur. Þá náði Cleveland hinsvegar að snúa rækilega við blaðinu og vinna þrjá næstu leiki - öllum að óvörum. Detroit náði þó að snúa einvíginu sér í hag aftur og vann síðustu tvo leikina og mætti Miami í úrslitum Austurdeildarinnar. Leikmenn Cleveland treysta á að þessi reynsla muni reynast liðinu vel í næstu tveimur leikjum. "Við höfum verið í þessari stöðu áður og það skiptir miklu máli þegar svona er komið. Við vitum hvað við þurfum að gera og hvað við þurfum að gera til að ná sigri í þriðja leiknum," sagði LeBron James, sem hefur verið mikið í sviðsljósinu í fyrstu tveimur leikjunum. Cleveland vann 30 leiki og tapaði aðeins 11 á heimavelli í deildarkeppninni í vetur og hefur unnið þar fjóra af fimm leikjum sínum í úrslitakeppninni. Miðherjinn Zydrunas Ilgauskas er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. "Við vitum að við getum unnið þá, en þó við séum á heimavelli er ekki nóg að mæta bara í leikinn - -ef við höldum að þetta verði auðvelt verkefni - verðum við strax komnir 3-0 undir áður en við vitum af," sagði Ilgauskas. Detroit-liðið hefur oft spilað betur en í leikjunum tveimur gegn Cleveland, en það sem mestu hefur munað er hvað framherjinn Tayshaun Prince hefur verið ískaldur í einvíginu við Cleveland. Hann hefur aðeins hitt úr einu af 19 skotum sínum til þessa í fyrstu tveimur leikjunum. Hann eyddi miklum tíma í skotæfingar eftir annan leikinn og sagðist vera kominn með lausnina við kuldanum. "Ég ætla bara að vera ég sjálfur," sagði Prince. "Ég var ekki ég sjálfur í fyrstu tveimur leikjunum og ég treysti því að ef ég geri alla hinu litlu hlutina á vellinum - muni skotin koma af sjálfu sér." Prince hefur fengið það óöfundsverða hlutskipti að gæta LeBron James í vörninni og hefur staðið sig vel. James er raunar með 24 stig, 7,8 fráköst og 8,1 stoðsendingu að meðaltali í einvíginu, en hann hefur þurft að vinna vel fyrir öllu sínu hingað til.
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira