Utah sneri við dæminu á heimavelli 27. maí 2007 03:52 Menn leiksins Deron WIlliams og Carlos Boozer ræða hér saman í leiknum í nótt NordicPhotos/GettyImages Utah Jazz vann í nótt nokkuð öruggan 109-83 sigur á San Antonio í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Sem fyrr voru það Deron Williams og Carlos Boozer sem fóru fyrir liði heimamanna, en þeir fengu meiri hjálp frá félögum sínum en áður í nótt. San Antonio leiddi með fjórum stigum í hálfleik, en Utah kafsigldi andstæðinga sína í þeim síðari. Utah vann síðari hálfleikinn í nótt 66-36 eftir að San Antonio hafði verið skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn. Tim Duncan var í villuvandræðum frá fyrstu mínútu leiksins og náði sér aldrei á strik í liði San Antonio. Hann skoraði aðeins 16 stig og hirti 8 fráköst - en tapaði 8 boltum. Hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 11 leikjum í röð í úrslitakeppninni fyrir leikinn. Deron Williams átti enn einn stórleikinn fyrir Utah, en leikstjórnandinn ungi er aðeins á sínu öðru ári í deildinni og er að spila í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum eins og svo margir af leikmönnum Utah. Williams skoraði 31 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Utah og er með rúm 30 stig að meðaltali í einvíginu, 9 stoðsendingar, 3 stolna bolta og frábæra skotnýtingu. Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Varamenn Utah skoruðu 38 stig í leiknum og hitti liðið nýtti 53% skota sinna utan af velli. "Þessi sigur gerir gríðarlega mikið fyrir sjálfstraustið í liðinu og við erum enn inni í myndinni sama hve margir voru búnir að afskrifa okkur," sagði Williams eftir leikinn. Tony Parker var lang atkvæðamestur hjá San Antonio með 25 stig og 7 stoðsendingar, Duncan skoraði 16 stig og Manu Ginobili skoraði 14 stig, en engir aðrir leikmenn skoruðu meira en 10 stig fyrir liðið. San Antonio nýtti 44% skota sinna utan af velli eftir að hafa verið með 55% nýtingu í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli sínum. Það er ekki á hverjum degi sem Tim Duncan á jafn slaka leiki og í nótt, en hann var sjálfum sér líkur eftir leikinn og hrósaði leikmönnum Utah þrátt fyrir að nokkrar af villunum sem dæmdar voru á hann væru nokkuð vafasamar. "Mehmet Okur spilaði góða vörn og það er erfitt að vera grimmur þegar maður er í svona villuvandræðum. Þeir spiluðu betur en við á löngum köflum, voru grimmari og hittu vel úr skotunum sínum," sagði Duncan. Margir spáðu því að San Antonio myndi hreinlega sópa Utah úr keppni eftir auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjunum, en ungt lið Utah er enn ekki búið að segja sitt síðasta. San Antonio hefur aldrei náð að vinna leik í úrslitakeppni í Utah í níu tilraunum og á því varð engin breyting í nótt. Þetta var jafnframt þriðji sigur Utah á San Antonio á heimavelli í vetur að deildarkeppninni meðtaldri. Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria fylgdi bónda sínum Tony Parker á leikinn í Salt Lake City og bauluðu áhorfendur Utah hressilega á hana í hvert skipti sem hún var sýnd á risaskjánum yfir vellinum. Einn áhorfenda hélt á stóru skilti sem á stóð; "Tony, þú spilar eins og aðþrengd eiginkona." Utah hefur unnið alla 7 heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Næsti leikur fer einnig fram í Salt Lake City á mánudagskvöldið og þar mun Utah freista þess að jafna metin í einvíginu í 2-2. Sigur Utah í nótt þýðir að liðin munu fara aftur til San Antonio, en þar verður leikur fimm á dagskrá á miðvikudagskvöldið. Hann verður að sjálfssögðu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn eins og allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppni NBA. Í kvöld, sunnudagskvöld, verður þriðji leikur Cleveland og Detroit sýndur beint á stöðinni og hefst útsending klukkan hálf eitt. NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Utah Jazz vann í nótt nokkuð öruggan 109-83 sigur á San Antonio í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í einvíginu í 2-1. Sem fyrr voru það Deron Williams og Carlos Boozer sem fóru fyrir liði heimamanna, en þeir fengu meiri hjálp frá félögum sínum en áður í nótt. San Antonio leiddi með fjórum stigum í hálfleik, en Utah kafsigldi andstæðinga sína í þeim síðari. Utah vann síðari hálfleikinn í nótt 66-36 eftir að San Antonio hafði verið skrefinu á undan allan fyrri hálfleikinn. Tim Duncan var í villuvandræðum frá fyrstu mínútu leiksins og náði sér aldrei á strik í liði San Antonio. Hann skoraði aðeins 16 stig og hirti 8 fráköst - en tapaði 8 boltum. Hann hafði náð tvöfaldri tvennu í 11 leikjum í röð í úrslitakeppninni fyrir leikinn. Deron Williams átti enn einn stórleikinn fyrir Utah, en leikstjórnandinn ungi er aðeins á sínu öðru ári í deildinni og er að spila í úrslitakeppni í fyrsta sinn á ferlinum eins og svo margir af leikmönnum Utah. Williams skoraði 31 stig, gaf 8 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Utah og er með rúm 30 stig að meðaltali í einvíginu, 9 stoðsendingar, 3 stolna bolta og frábæra skotnýtingu. Carlos Boozer skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Varamenn Utah skoruðu 38 stig í leiknum og hitti liðið nýtti 53% skota sinna utan af velli. "Þessi sigur gerir gríðarlega mikið fyrir sjálfstraustið í liðinu og við erum enn inni í myndinni sama hve margir voru búnir að afskrifa okkur," sagði Williams eftir leikinn. Tony Parker var lang atkvæðamestur hjá San Antonio með 25 stig og 7 stoðsendingar, Duncan skoraði 16 stig og Manu Ginobili skoraði 14 stig, en engir aðrir leikmenn skoruðu meira en 10 stig fyrir liðið. San Antonio nýtti 44% skota sinna utan af velli eftir að hafa verið með 55% nýtingu í fyrstu tveimur leikjunum á heimavelli sínum. Það er ekki á hverjum degi sem Tim Duncan á jafn slaka leiki og í nótt, en hann var sjálfum sér líkur eftir leikinn og hrósaði leikmönnum Utah þrátt fyrir að nokkrar af villunum sem dæmdar voru á hann væru nokkuð vafasamar. "Mehmet Okur spilaði góða vörn og það er erfitt að vera grimmur þegar maður er í svona villuvandræðum. Þeir spiluðu betur en við á löngum köflum, voru grimmari og hittu vel úr skotunum sínum," sagði Duncan. Margir spáðu því að San Antonio myndi hreinlega sópa Utah úr keppni eftir auðvelda sigra í fyrstu tveimur leikjunum, en ungt lið Utah er enn ekki búið að segja sitt síðasta. San Antonio hefur aldrei náð að vinna leik í úrslitakeppni í Utah í níu tilraunum og á því varð engin breyting í nótt. Þetta var jafnframt þriðji sigur Utah á San Antonio á heimavelli í vetur að deildarkeppninni meðtaldri. Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria fylgdi bónda sínum Tony Parker á leikinn í Salt Lake City og bauluðu áhorfendur Utah hressilega á hana í hvert skipti sem hún var sýnd á risaskjánum yfir vellinum. Einn áhorfenda hélt á stóru skilti sem á stóð; "Tony, þú spilar eins og aðþrengd eiginkona." Utah hefur unnið alla 7 heimaleiki sína í úrslitakeppninni. Næsti leikur fer einnig fram í Salt Lake City á mánudagskvöldið og þar mun Utah freista þess að jafna metin í einvíginu í 2-2. Sigur Utah í nótt þýðir að liðin munu fara aftur til San Antonio, en þar verður leikur fimm á dagskrá á miðvikudagskvöldið. Hann verður að sjálfssögðu sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn eins og allir leikirnir sem eftir eru í úrslitakeppni NBA. Í kvöld, sunnudagskvöld, verður þriðji leikur Cleveland og Detroit sýndur beint á stöðinni og hefst útsending klukkan hálf eitt.
NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins