San Antonio og Cleveland komin áfram 19. maí 2007 11:41 Steve Nash og Tim Duncan, leiðtogar sinna liða, féllust í faðma eftir leikinn í nótt og hrósuðu hvor öðrum fyrir góðan leik. MYND/Getty San Antonio og Cleveland tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar, en San Antonio lagði Phoenix á heimavelli, 114-106, en Cleveland vann New Jersey, 88-72. San Antonio mætir Utah en Cleveland tekur á móti Detroit. Þrír menn lögðu grunninn að sigri San Antonio í nótt. Fyrst ber að nefna Tim Duncan, sem var aðeins einu blokki frá þrefaldri tvennu; skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði níu skot. Tony Parker stóð fyrir sínu og skoraði 30 stig en loksins í nótt steig Manu Ginobili upp og lék eins og hann getur best. Ginobili kom af bekknum og skoraði 33 stig, þar af mörg mikilvæg stig í þriðja leikhluta þegar San Antonio náði að snúa leiknum sér í hag. Ginobili tók auk þess 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. “Þetta var mikill baráttuleikur á milli tveggja frábærra liða. Við erum í skýjunum með að vera komnir áfram. Mike D´Antoni, hans starfslið og hans leikmenn, eru ótrúlega góðir í körfubolta og ég skil eiginlega ekki hvernig við fórum að því að vinna þetta nánast fullkomna lið,” sagði Greg Popovich, stjóri San Antonio eftir leikinn. San Antonio vann einvígið 4-2, þar sem tveir útisigrar skiptu miklu máli. Liðið mætir Utah í úrslitum Vesturdeildarinnar. Amara Stoudamire snéri aftur í lið Phoenix eftir leikbann og stóð sig frábærlega, skoraði 38 stig og tók 15 fráköst. Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar. Athygli vakti að eftir leikinn féllust Duncan og Nash í faðma og hvíslaði sá fyrrnefndi einhverju að eyra Nash. Duncan var spurður að því eftir leikinn hvað hann hefði sagt við Nash. “Ég sagði honum einfaldlega hversu ótrúlegan leikmann ég teldi hann vera. Hann stjórnar þessu liði algjörlega og allt það besta sem liðið gerir fer í gegnum hann. Bruce Bowen stóð sig frábærlega í að elta hann og trufla og hélt honum aðeins í skefjum. Annars er Nash leikmaður sem er ekki hægt að stöðva,” sagði Duncan. LeBron James skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í 88-72 sigri Cleveland á New Jersey. Cleveleand vann einvígið samanlagt 4-2 og mætir Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar, en þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem Cleveland kemst svo langt í deildinni. “Þetta er dásamleg tilfinning,” sagði LeBron eftir leikinn. “Ein sú besta sem ég hef fundið á mínum ferli sem körfuboltamaður,” bætti hann við. Jason Kidd skoraði 19 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix. NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
San Antonio og Cleveland tryggðu sér í nótt sæti í undanúrslitum NBA-deildarinnar, en San Antonio lagði Phoenix á heimavelli, 114-106, en Cleveland vann New Jersey, 88-72. San Antonio mætir Utah en Cleveland tekur á móti Detroit. Þrír menn lögðu grunninn að sigri San Antonio í nótt. Fyrst ber að nefna Tim Duncan, sem var aðeins einu blokki frá þrefaldri tvennu; skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði níu skot. Tony Parker stóð fyrir sínu og skoraði 30 stig en loksins í nótt steig Manu Ginobili upp og lék eins og hann getur best. Ginobili kom af bekknum og skoraði 33 stig, þar af mörg mikilvæg stig í þriðja leikhluta þegar San Antonio náði að snúa leiknum sér í hag. Ginobili tók auk þess 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. “Þetta var mikill baráttuleikur á milli tveggja frábærra liða. Við erum í skýjunum með að vera komnir áfram. Mike D´Antoni, hans starfslið og hans leikmenn, eru ótrúlega góðir í körfubolta og ég skil eiginlega ekki hvernig við fórum að því að vinna þetta nánast fullkomna lið,” sagði Greg Popovich, stjóri San Antonio eftir leikinn. San Antonio vann einvígið 4-2, þar sem tveir útisigrar skiptu miklu máli. Liðið mætir Utah í úrslitum Vesturdeildarinnar. Amara Stoudamire snéri aftur í lið Phoenix eftir leikbann og stóð sig frábærlega, skoraði 38 stig og tók 15 fráköst. Steve Nash skoraði 16 stig og gaf 14 stoðsendingar. Athygli vakti að eftir leikinn féllust Duncan og Nash í faðma og hvíslaði sá fyrrnefndi einhverju að eyra Nash. Duncan var spurður að því eftir leikinn hvað hann hefði sagt við Nash. “Ég sagði honum einfaldlega hversu ótrúlegan leikmann ég teldi hann vera. Hann stjórnar þessu liði algjörlega og allt það besta sem liðið gerir fer í gegnum hann. Bruce Bowen stóð sig frábærlega í að elta hann og trufla og hélt honum aðeins í skefjum. Annars er Nash leikmaður sem er ekki hægt að stöðva,” sagði Duncan. LeBron James skoraði 23 stig, tók 9 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í 88-72 sigri Cleveland á New Jersey. Cleveleand vann einvígið samanlagt 4-2 og mætir Detroit í úrslitum Austurdeildarinnar, en þetta er í fyrsta sinn í 15 ár sem Cleveland kemst svo langt í deildinni. “Þetta er dásamleg tilfinning,” sagði LeBron eftir leikinn. “Ein sú besta sem ég hef fundið á mínum ferli sem körfuboltamaður,” bætti hann við. Jason Kidd skoraði 19 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 8 fráköst fyrir Phoenix.
NBA Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins