Orðrómur um yfirtöku á Rio Tinto 9. maí 2007 09:58 Gengi hlutabréfa í bresk-áströlsku námafélögunum Rio Tinto og BHP Biliton fór í methæðir við opnun kauphallarinnar í Sidney í Ástralíu í gær vegna orðróms um að BHP væri að búa sig undir að leggja fram risastórt yfirtökutilboð í Rio Tinto. Bréfin ruku upp um 11 prósent og fóru í 99,69 ástralska dali á hlut sem er met. Þau lækkuðu nokkuð eftir því sem leið á daginn og nam dagshækkunin um 6,4 prósentum. Enn sem komið er hefur ekkert yfirtökutilboð verið lagt fram í Rio Tinto en breska ríkisútvarpið hefur eftir miðlara í kauphöllinni að þótt óvíst sé hvort orðrómurinn sé byggður á traustum heimildum þá séu mikil viðskipti með bréf í félaginu. Rio Tinto skilaði methagnaði á árinu og hefur BBC eftir greinendum að yfirtökutilboð í félagið geti hljóðað upp á rúma hundrað milljarða dala, jafnvirði 6.426 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í BHP hækkaði sömuleiðis um 4,5 prósent og fór í 32,58 dali á hlut. Gengi þeirra hefur sömuleiðis aldrei verið hærra.Bæði Rio Tinto og BHP stunda viðamikla álframleiðslu samhliða námavinnslunni. Þau voru orðuð við yfirtöku á bandaríska álrisanum Alcoa í febrúar. Talsmenn fyrirtækjanna vildu ekki staðfesta fréttirnar og ekkert varð úr yfirtökunni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bresk-áströlsku námafélögunum Rio Tinto og BHP Biliton fór í methæðir við opnun kauphallarinnar í Sidney í Ástralíu í gær vegna orðróms um að BHP væri að búa sig undir að leggja fram risastórt yfirtökutilboð í Rio Tinto. Bréfin ruku upp um 11 prósent og fóru í 99,69 ástralska dali á hlut sem er met. Þau lækkuðu nokkuð eftir því sem leið á daginn og nam dagshækkunin um 6,4 prósentum. Enn sem komið er hefur ekkert yfirtökutilboð verið lagt fram í Rio Tinto en breska ríkisútvarpið hefur eftir miðlara í kauphöllinni að þótt óvíst sé hvort orðrómurinn sé byggður á traustum heimildum þá séu mikil viðskipti með bréf í félaginu. Rio Tinto skilaði methagnaði á árinu og hefur BBC eftir greinendum að yfirtökutilboð í félagið geti hljóðað upp á rúma hundrað milljarða dala, jafnvirði 6.426 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í BHP hækkaði sömuleiðis um 4,5 prósent og fór í 32,58 dali á hlut. Gengi þeirra hefur sömuleiðis aldrei verið hærra.Bæði Rio Tinto og BHP stunda viðamikla álframleiðslu samhliða námavinnslunni. Þau voru orðuð við yfirtöku á bandaríska álrisanum Alcoa í febrúar. Talsmenn fyrirtækjanna vildu ekki staðfesta fréttirnar og ekkert varð úr yfirtökunni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira