Orðrómur um yfirtöku á Rio Tinto 9. maí 2007 09:58 Gengi hlutabréfa í bresk-áströlsku námafélögunum Rio Tinto og BHP Biliton fór í methæðir við opnun kauphallarinnar í Sidney í Ástralíu í gær vegna orðróms um að BHP væri að búa sig undir að leggja fram risastórt yfirtökutilboð í Rio Tinto. Bréfin ruku upp um 11 prósent og fóru í 99,69 ástralska dali á hlut sem er met. Þau lækkuðu nokkuð eftir því sem leið á daginn og nam dagshækkunin um 6,4 prósentum. Enn sem komið er hefur ekkert yfirtökutilboð verið lagt fram í Rio Tinto en breska ríkisútvarpið hefur eftir miðlara í kauphöllinni að þótt óvíst sé hvort orðrómurinn sé byggður á traustum heimildum þá séu mikil viðskipti með bréf í félaginu. Rio Tinto skilaði methagnaði á árinu og hefur BBC eftir greinendum að yfirtökutilboð í félagið geti hljóðað upp á rúma hundrað milljarða dala, jafnvirði 6.426 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í BHP hækkaði sömuleiðis um 4,5 prósent og fór í 32,58 dali á hlut. Gengi þeirra hefur sömuleiðis aldrei verið hærra.Bæði Rio Tinto og BHP stunda viðamikla álframleiðslu samhliða námavinnslunni. Þau voru orðuð við yfirtöku á bandaríska álrisanum Alcoa í febrúar. Talsmenn fyrirtækjanna vildu ekki staðfesta fréttirnar og ekkert varð úr yfirtökunni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bresk-áströlsku námafélögunum Rio Tinto og BHP Biliton fór í methæðir við opnun kauphallarinnar í Sidney í Ástralíu í gær vegna orðróms um að BHP væri að búa sig undir að leggja fram risastórt yfirtökutilboð í Rio Tinto. Bréfin ruku upp um 11 prósent og fóru í 99,69 ástralska dali á hlut sem er met. Þau lækkuðu nokkuð eftir því sem leið á daginn og nam dagshækkunin um 6,4 prósentum. Enn sem komið er hefur ekkert yfirtökutilboð verið lagt fram í Rio Tinto en breska ríkisútvarpið hefur eftir miðlara í kauphöllinni að þótt óvíst sé hvort orðrómurinn sé byggður á traustum heimildum þá séu mikil viðskipti með bréf í félaginu. Rio Tinto skilaði methagnaði á árinu og hefur BBC eftir greinendum að yfirtökutilboð í félagið geti hljóðað upp á rúma hundrað milljarða dala, jafnvirði 6.426 milljarða íslenskra króna. Gengi bréfa í BHP hækkaði sömuleiðis um 4,5 prósent og fór í 32,58 dali á hlut. Gengi þeirra hefur sömuleiðis aldrei verið hærra.Bæði Rio Tinto og BHP stunda viðamikla álframleiðslu samhliða námavinnslunni. Þau voru orðuð við yfirtöku á bandaríska álrisanum Alcoa í febrúar. Talsmenn fyrirtækjanna vildu ekki staðfesta fréttirnar og ekkert varð úr yfirtökunni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira