Blóðugt tap hjá Phoenix í fyrsta leik 7. maí 2007 01:58 Sauma þurfti sex spor í nefið á Steve Nash eftir samstuðið við Tony Parker, en fjarvera hans í lokin var Phoenix dýr NordicPhotos/GettyImages San Antonio vann mikilvægan útisigur á Phoenix Suns í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA á sunnudagskvöldið 111-106. Segja má að tap Phoenix hafi verið blóðugt í bókstaflegum skilningi, því liðið naut ekki krafta Steve Nash á lokasprettinum vegna skurðar sem hann fékk á nefið í fjórða leikhlutanum. San Antonio var skrefinu á undan heimamönnum lengst af í leiknum og það var ekki síst fyrir stórleik þeirra Tim Duncan og Tony Parker. Parker gerði Suns lífið leitt með hraða sínum og góðri hittni, en Frakkinn stutti var með 28 stig að meðaltali í leik í fjórum viðureignum liðanna í deildarkeppninni og virðist finna sig vel gegn Phoenix. Parker skoraði 32 stig og gaf 8 stoðsendingar, en Tim Duncan var með 33 stig og hirti 16 fráköst - þar af 8 í sókninni. Michael Finley var líka drúgur og skilaði 19 stigum og bætti upp fyrir rólegt kvöld hjá Manu Ginobili sem skoraði aðeins 8 stig en hirti 9 fráköst. San Antonio hefur nú unnið 5 leiki í röð í Phoenix sem er árangur sem hvaða lið í deildinni myndi líklega sætta sig við. San Antonio tókst vel að halda hraðanum niðri í leiknum í gær og vann baráttuna um fráköstin á afgerandi hátt 49-35. Liðið tapaði 15 boltum í leiknum, sem er nokkuð mikið á þeim bænum, en Phoenix tapaði aðeins 7 boltum. Steve Nash átti mjög góðan leik fyrir Phoenix og skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar. Það var því sannarlega slæmt fyrir liðið að geta ekki notið krafta hans á lokasekúndunum og voru félagar hans eins og höfuðlaus her í sókninni á meðan. Amare Stoudemire skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig af bekknum en hefur oft verið betri og Shawn Marion skoraði 16 stig. "Auðvitað var þetta svekkjandi að þurfa að sitja svona á bekknum, en svo fór sem fór - málið var ekki í mínum höndum. Svona er þetta bara stundum," sagði Steve Nash eftir leikinn. "Við vorum alls ekki að spila nógu vel í þessum leik og við verðum að sýna meiri baráttu, hjarta og sigurvilja í þessu einvígi," sagði Nash fúll. Læknar liðsins reyndu hvað þeir gátu til að tjasla honum saman, en sama hversu vel þeir plástruðu hann - spýttist blóðið alltaf út fyrir umbúðirnar og samkvæmt reglum NBA má leikmaður ekki fara inn á völlinn með blæðandi sár. "Ég hélt fyrst að mér myndi blæða eftir höggið en ekki honum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en hann fékk stóra kúlu á ennið eftir samstuð við Nash með fyrrgreindum afleiðingum. "Þetta var meira eins og að horfa á þungavigtarbardaga í hnefaleikum. Ég gat ekki annað en kennt í brjóst um hann, því auðvitað vill maður að bæði lið geti verið með sína sterkustu menn inni á vellinum," sagði Robert Horry, leikmaður San Antonio - sem skoraði 10 stig í leiknum. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum og hafði nokkuð til síns máls, því nokkrir vafasamir dómar féllu með Texas-liðinu á lokasprettinum. "Það voru nokkrir dómar sem breyttu algjörlega gangi leiksins," sagði þjálfarinn - en hrósaði sterkum andsæðingunum í leiðinni. "Þetta var eins og þungavigtarbardagi og San Antonio er þungavigtarlið. Við verðum að rota þá - og okkur tókst það ekki í kvöld." NBA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Sjá meira
San Antonio vann mikilvægan útisigur á Phoenix Suns í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA á sunnudagskvöldið 111-106. Segja má að tap Phoenix hafi verið blóðugt í bókstaflegum skilningi, því liðið naut ekki krafta Steve Nash á lokasprettinum vegna skurðar sem hann fékk á nefið í fjórða leikhlutanum. San Antonio var skrefinu á undan heimamönnum lengst af í leiknum og það var ekki síst fyrir stórleik þeirra Tim Duncan og Tony Parker. Parker gerði Suns lífið leitt með hraða sínum og góðri hittni, en Frakkinn stutti var með 28 stig að meðaltali í leik í fjórum viðureignum liðanna í deildarkeppninni og virðist finna sig vel gegn Phoenix. Parker skoraði 32 stig og gaf 8 stoðsendingar, en Tim Duncan var með 33 stig og hirti 16 fráköst - þar af 8 í sókninni. Michael Finley var líka drúgur og skilaði 19 stigum og bætti upp fyrir rólegt kvöld hjá Manu Ginobili sem skoraði aðeins 8 stig en hirti 9 fráköst. San Antonio hefur nú unnið 5 leiki í röð í Phoenix sem er árangur sem hvaða lið í deildinni myndi líklega sætta sig við. San Antonio tókst vel að halda hraðanum niðri í leiknum í gær og vann baráttuna um fráköstin á afgerandi hátt 49-35. Liðið tapaði 15 boltum í leiknum, sem er nokkuð mikið á þeim bænum, en Phoenix tapaði aðeins 7 boltum. Steve Nash átti mjög góðan leik fyrir Phoenix og skoraði 31 stig og gaf 8 stoðsendingar. Það var því sannarlega slæmt fyrir liðið að geta ekki notið krafta hans á lokasekúndunum og voru félagar hans eins og höfuðlaus her í sókninni á meðan. Amare Stoudemire skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst, Leandro Barbosa skoraði 18 stig af bekknum en hefur oft verið betri og Shawn Marion skoraði 16 stig. "Auðvitað var þetta svekkjandi að þurfa að sitja svona á bekknum, en svo fór sem fór - málið var ekki í mínum höndum. Svona er þetta bara stundum," sagði Steve Nash eftir leikinn. "Við vorum alls ekki að spila nógu vel í þessum leik og við verðum að sýna meiri baráttu, hjarta og sigurvilja í þessu einvígi," sagði Nash fúll. Læknar liðsins reyndu hvað þeir gátu til að tjasla honum saman, en sama hversu vel þeir plástruðu hann - spýttist blóðið alltaf út fyrir umbúðirnar og samkvæmt reglum NBA má leikmaður ekki fara inn á völlinn með blæðandi sár. "Ég hélt fyrst að mér myndi blæða eftir höggið en ekki honum," sagði Tony Parker hjá San Antonio, en hann fékk stóra kúlu á ennið eftir samstuð við Nash með fyrrgreindum afleiðingum. "Þetta var meira eins og að horfa á þungavigtarbardaga í hnefaleikum. Ég gat ekki annað en kennt í brjóst um hann, því auðvitað vill maður að bæði lið geti verið með sína sterkustu menn inni á vellinum," sagði Robert Horry, leikmaður San Antonio - sem skoraði 10 stig í leiknum. Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix, var afar ósáttur við dómgæsluna í leiknum og hafði nokkuð til síns máls, því nokkrir vafasamir dómar féllu með Texas-liðinu á lokasprettinum. "Það voru nokkrir dómar sem breyttu algjörlega gangi leiksins," sagði þjálfarinn - en hrósaði sterkum andsæðingunum í leiðinni. "Þetta var eins og þungavigtarbardagi og San Antonio er þungavigtarlið. Við verðum að rota þá - og okkur tókst það ekki í kvöld."
NBA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Sjá meira