Sögulegur sigur hjá Utah - McGrady grét á blaðamannafundi 6. maí 2007 05:38 Carlos Boozer fór hamförum hjá Utah í nótt með 35 stigum og 14 fráköstum NordicPhotos/GettyImages Utah Jazz varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA með dramatískum og sögulegum sigri á Houston Rockets í oddaleik í Houston 103-99. Utah varð með sigrinum aðeins 19. liðið í sögu NBA til að vinna leik 7 á útivelli af þeim 97 leikjum þeirrar tegundar sem háðir hafa verið. Sagan var ekki beinlínis á bandi Utah í leiknum, því liðið hafði tapað 6 útileikjum í röð í úrslitakeppni og 17 af síðustu 18. Liðið hafði ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan árið 2000, á dögum Karl Malone og John Stockton. Utah byrjaði leikinn í nótt mun betur og hafði forystu í hálfleik eins og reyndar í öllum leikjunum sjö í einvíginu. Heimaliðið hafði unnið alla leikina í einvíginu til þessa og því hölluðust flestir að sigri Houston. Utah náði mest 16 stiga forystu í leiknum, en alltaf náðu heimamenn að jafna og komust yfir seint í fjórða leikhlutanum. Ungt lið Utah sýndi þá mikinn karakter og náði að knýja fram sigur í lokinn, ekki síst með baráttu í sóknarfráköstunum. Carlos Boozer fór hamförum í liði Utah í nótt með 35 stigum og 14 fráköstum, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 14 stoðsendingar og Mehmet Okur skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst. Þá er ótalinn þáttur Rússans Andrei Kirilenko, en hann gerði Tracy McGrady lífið leitt í fjórða leikhlutanum með stífum varnarleik. "Ég er stoltur af ungu strákunum í liðinu og ég gæti ekki verið ánægðari með þá," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah - sem er á sínu 20. ári með liðið. Yao Ming skoraði 29 stig fyrir Houston og var allt í öllu hjá liðinu á lokasprettinum, en þó félagi hans Tracy McGrady hafi skoraði 29 stig og gefið 13 stoðsendingar í leiknum - náði hann ekki að standa við stóru orðin sem hann gaf út fyrir einvígið þegar hann sagði að ef Houston færi ekki áfram í einvíginu yrði það sér að kenna. McGrady hefur enn ekki náð að komast upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í sex tilraunum. Hann var spurður út í þessa hluti á blaðamannafundi eftir leikinn, en þegar hann hafði setið undir nokkrum spurningum blaðamanna - greip hann um höfuð sér, felldi tár og gekk út af fundinum. "Ég get þetta ekki," sagði hann. Houston hefur ekki unnið úrslitaseríu síðan árið 1997 og var þetta í annað sinn á þremur árum sem liðið tapar seríu í fyrstu umferð eftir að hafa komist yfir 2-0. Utah er því komið áfram í aðra umferðina nokkuð óvænt og fær þar hið erfiða verkefni að mæta Dallas-bönunum í Golden State Warriors. Liðin mættust fjórum sinnum í deildinni í vetur og skiptu með sér sigrum. NBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Utah Jazz varð í nótt síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA með dramatískum og sögulegum sigri á Houston Rockets í oddaleik í Houston 103-99. Utah varð með sigrinum aðeins 19. liðið í sögu NBA til að vinna leik 7 á útivelli af þeim 97 leikjum þeirrar tegundar sem háðir hafa verið. Sagan var ekki beinlínis á bandi Utah í leiknum, því liðið hafði tapað 6 útileikjum í röð í úrslitakeppni og 17 af síðustu 18. Liðið hafði ekki unnið einvígi í úrslitakeppni síðan árið 2000, á dögum Karl Malone og John Stockton. Utah byrjaði leikinn í nótt mun betur og hafði forystu í hálfleik eins og reyndar í öllum leikjunum sjö í einvíginu. Heimaliðið hafði unnið alla leikina í einvíginu til þessa og því hölluðust flestir að sigri Houston. Utah náði mest 16 stiga forystu í leiknum, en alltaf náðu heimamenn að jafna og komust yfir seint í fjórða leikhlutanum. Ungt lið Utah sýndi þá mikinn karakter og náði að knýja fram sigur í lokinn, ekki síst með baráttu í sóknarfráköstunum. Carlos Boozer fór hamförum í liði Utah í nótt með 35 stigum og 14 fráköstum, Deron Williams skoraði 20 stig og gaf 14 stoðsendingar og Mehmet Okur skoraði 16 stig og hirti 11 fráköst. Þá er ótalinn þáttur Rússans Andrei Kirilenko, en hann gerði Tracy McGrady lífið leitt í fjórða leikhlutanum með stífum varnarleik. "Ég er stoltur af ungu strákunum í liðinu og ég gæti ekki verið ánægðari með þá," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah - sem er á sínu 20. ári með liðið. Yao Ming skoraði 29 stig fyrir Houston og var allt í öllu hjá liðinu á lokasprettinum, en þó félagi hans Tracy McGrady hafi skoraði 29 stig og gefið 13 stoðsendingar í leiknum - náði hann ekki að standa við stóru orðin sem hann gaf út fyrir einvígið þegar hann sagði að ef Houston færi ekki áfram í einvíginu yrði það sér að kenna. McGrady hefur enn ekki náð að komast upp úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NBA í sex tilraunum. Hann var spurður út í þessa hluti á blaðamannafundi eftir leikinn, en þegar hann hafði setið undir nokkrum spurningum blaðamanna - greip hann um höfuð sér, felldi tár og gekk út af fundinum. "Ég get þetta ekki," sagði hann. Houston hefur ekki unnið úrslitaseríu síðan árið 1997 og var þetta í annað sinn á þremur árum sem liðið tapar seríu í fyrstu umferð eftir að hafa komist yfir 2-0. Utah er því komið áfram í aðra umferðina nokkuð óvænt og fær þar hið erfiða verkefni að mæta Dallas-bönunum í Golden State Warriors. Liðin mættust fjórum sinnum í deildinni í vetur og skiptu með sér sigrum.
NBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum