Fastir liðir hjá San Antonio - Denver úr leik 3. maí 2007 03:21 Gleðilegt sumar. Tim Duncan hjá San Antonio faðmar Allen Iverson hjá Denver eftir leikinn í nótt NordicPhotos/GettyImages San Antonio Spurs er komið í aðra umferð úrslitakeppninnar í NBA eftir öruggan 93-78 sigur á Denver Nuggets í fimmta leik liðanna í nótt. Michael Finley var hetja San Antonio í þetta skiptið og setti félagsmet með 8 þriggja stiga körfum úr 9 tilraunum. San Antonio vann einvígið 4-1 og mætir sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og LA Lakers. Nokkurt jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en heimamenn skelltu í lás í vörninni í þeim síðari og héldu Denver í aðeins 30 stigum eftir hlé. Denver skoraði ekki yfir 100 stig í einum einasta leik í einvíginu eftir að ná þeim áfanga í 56 leikjum í deildarkeppninni. Denver vann aðeins 2 af 25 leikjum sínum í deildarkeppninni þar sem liðið náði ekki að skora 100 stig. Michael Finley var atkvæðamestur hjá San Antonio í leiknum og skoraði 26 stig, þar af 8 þrista úr 9 tilraunum, sem er félagsmet. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst og Tony Parker skoraði 16 stig og gaf 10 stoðsendingar. "Ég var í ágætis stuði í kvöld og sem betur fer náði ég að setja niður þessi skot mín. Denver-menn komu ákveðnir til leiks í kvöld en við vorum einbeittir allar 48 mínúturnar og það gerði gæfumuninn. Við þurfum bara að halda okkur við það sem við gerum best og þá munum við standa okkur ágætlega í úrslitakeppninni," sagði Finley. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu 21 stig hvor fyrir Denver í leiknum, en Iverson hitti aðeins úr 6 af 22 skotum sínum utan af velli. Steve Blake skoraði 12 stig og Marcus Camby hirti 19 fráköst. Denver vann fyrsta leikinn í einvíginu á heimavelli San Antonio, en síðan ekki söguna meir. Þetta einvígi var því spegilmynd af rimmu liðanna í fyrstu umferðinni árið 2005. Þá kom Denver-liðið inn í 8. sæti úrslitakeppninnar á góðu skriði og virtist ætla að stríða reyndu liði San Antonio eftir sigur á útivelli í fyrsta leik. Liðið tapaði hinsvegar næstu fjórum leikjunum og byrjar því sumarfríið í San Antonio núna líkt og fyrir tveimur árum. NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
San Antonio Spurs er komið í aðra umferð úrslitakeppninnar í NBA eftir öruggan 93-78 sigur á Denver Nuggets í fimmta leik liðanna í nótt. Michael Finley var hetja San Antonio í þetta skiptið og setti félagsmet með 8 þriggja stiga körfum úr 9 tilraunum. San Antonio vann einvígið 4-1 og mætir sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og LA Lakers. Nokkurt jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum, en heimamenn skelltu í lás í vörninni í þeim síðari og héldu Denver í aðeins 30 stigum eftir hlé. Denver skoraði ekki yfir 100 stig í einum einasta leik í einvíginu eftir að ná þeim áfanga í 56 leikjum í deildarkeppninni. Denver vann aðeins 2 af 25 leikjum sínum í deildarkeppninni þar sem liðið náði ekki að skora 100 stig. Michael Finley var atkvæðamestur hjá San Antonio í leiknum og skoraði 26 stig, þar af 8 þrista úr 9 tilraunum, sem er félagsmet. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 12 fráköst og Tony Parker skoraði 16 stig og gaf 10 stoðsendingar. "Ég var í ágætis stuði í kvöld og sem betur fer náði ég að setja niður þessi skot mín. Denver-menn komu ákveðnir til leiks í kvöld en við vorum einbeittir allar 48 mínúturnar og það gerði gæfumuninn. Við þurfum bara að halda okkur við það sem við gerum best og þá munum við standa okkur ágætlega í úrslitakeppninni," sagði Finley. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu 21 stig hvor fyrir Denver í leiknum, en Iverson hitti aðeins úr 6 af 22 skotum sínum utan af velli. Steve Blake skoraði 12 stig og Marcus Camby hirti 19 fráköst. Denver vann fyrsta leikinn í einvíginu á heimavelli San Antonio, en síðan ekki söguna meir. Þetta einvígi var því spegilmynd af rimmu liðanna í fyrstu umferðinni árið 2005. Þá kom Denver-liðið inn í 8. sæti úrslitakeppninnar á góðu skriði og virtist ætla að stríða reyndu liði San Antonio eftir sigur á útivelli í fyrsta leik. Liðið tapaði hinsvegar næstu fjórum leikjunum og byrjar því sumarfríið í San Antonio núna líkt og fyrir tveimur árum.
NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira