Dallas hélt naumlega lífi 2. maí 2007 05:14 Dirk Nowitzki sýndi úr hverju hann er gerður á lokamínútunum í nótt þegar öll nótt virtist úti hjá Dallas NordicPhotos/GettyImages Dallas náði í nótt að afstýra óvæntustu úrslitum í sögu fyrstu umferðar úrslitakeppni NBA deildarinnar - um að minnsta kosti tvo sólarhringa - þegar liðið vann mjög nauman sigur á Golden State í fimmta leik liðanna í Dallas 118-112. Gestirnir voru með unninn leik í höndunum í lokin, en þá stimplaði Dirk Nowitzki sig loksins inn í einvígið með eftirminnilegum hætti. Leikurinn í nótt var stórkostleg skemmtun eins og allir leikirnir í einvíginu til þessa og bauð hann upp á dramatík í hæsta gæðaflokki. Dallas mætti mjög ákveðið til leiks og náði mest 21 stigs forystu, en öfugt við spár sérfræðinga gáfust gestirnir aldrei upp í leiknum. Þögn sló á annars æsta áhorfendur Dallas þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir af fjórða leikhluta - þegar Golden State komst 9 stigum yfir eftir að hafa sett niður hvert þriggjas stiga skotið á fætur öðru. Dirk Nowitzki hefur verið gagnrýndur harðlega í fjölmiðlum og meira að segja af þjálfara sínum fyrir slappa frammistöðu í einvíginu til þessa - en hann tók svo sannarlega til sinna ráða þegar útlit var fyrir að lið hans yrði niðurlægt á heimavelli. Nowitzki setti niður tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og setti niður sex af sjö vítum sínum á þessum rúmu þremur mínútum - þar sem Dallas tók 15-0 rispu og tryggði sér sigur. Leikstjórnandinn Devin Harris átti líka stórleik á lokakaflanum, bæði í vörn og sókn og náði að klippa hinn magnaða Baron Davis út í lokin. Davis fékk svo sína sjöttu villu á síðustu mínútunni og eftir það brotnaði sóknarleikur gestanna í mola. Dómgæslan á lokakaflanum var fjarri því að vera gestunum hagstæð og til að mynda var sjötta villan sem dæmd var á Baron Davis hreint út sagt fáránlegur dómur. Það breytir því ekki að Golden State fékk gullið tækifæri til að klára einvígið, en misnotaði það. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 30 stig og hirti 12 fráköst, en þetta var fyrsti leikurinn í einvíginu sem hann stendur undir nafni - og ekki seinna vænna. Josh Howard skoraði 23 stig, Devin Harris 16 og Jerry Stackhouse 15, en þeir DeSagana Diop (11 stig) og Austin Croshere (9) áttu líka mikilvægan þátt í sóknarleik liðsins nokkuð óvænt. Baron Davis var enn á ný besti leikmaður Golden State og skoraði 27 stig og gaf 9 stoðsendingar, en hann skoraði m.a. 21 stig og hitti úr öllum sjö skotum sínum í síðari hálfleiknum. Jason Richardson skoraði 23 stig og þeir Matt Barnes og Stephen Jackson skoruðu 16 stig hvor. Golden State hitti úr tæplega 70% þriggja stiga skota sinna í leiknum, en Stephen Jackson var vísað úr húsi í annað sinn í seríunni fyrir að klappa hæðnislega að dómaranum og sagði Don Nelson þjálfari að hann ætti yfir höfði sér aðra stóra sekt frá félaginu fyrir vikið. Hann var sektaður um 50,000 dollara eftir að hann var rekinn úr húsi í leik tvö.Veislan heldur áfram aðfaranótt föstudagsBaron Davis átti enn einn stórleikinn hjá Golden State í nóttNordicPhotos/GettyImages"Dirk tók liðið og setti það á herðarnar á sér í kvöld. Hann bar okkur í gegn um þennan leik og það er það sem við væntum af honum," sagði Devin George hjá Dallas."Við náðum að klára þennan leik í lokin og ég er fyrst og fremst ánægður með það. Nú er Golden State með 10,000 punda pressu á bakinu og klára okkur í næsta leik á heimavelli sínum - þeir vilja ekki þurfa að koma aftur hingað," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas."Mér er sama þó leikur sex verði spilaður á tunglinu. Við erum tilbúnir í slaginn. Þetta er áskorun og við tökum henni með sjálfstraustið í botni," sagði Jason Terry hjá Dallas brattur að vanda."Við þurftum bara að standa vaktina í vörninni í lokin en það tókst ekki. Slæm dómgreind kostaði okkur þennan leik," sagði Don Nelson þjálfari Golden State.Næsti leikur fer fram í Oakland á heimavelli Golden State í Oracle Arena, þar sem ljóst er að stemmingin verður stórkostleg. Leikurinn verður sýndur beint á NBA TV aðfararnótt föstudagsins. Leiktíminn verður nánar kynntur hér á Vísi, en þeir sem ekki hafa tök á að sjá leikinn geta væntanlega fengið að sjá hann á sjónvarpsstöðinni Sýn á föstudagskvöldið. Þetta verður leikur sem enginn körfuboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara, því hér er á ferðinni einhvert skemmtilegasta einvígi í sögu fyrstu umferðar úrslitakeppninnar. NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Dallas náði í nótt að afstýra óvæntustu úrslitum í sögu fyrstu umferðar úrslitakeppni NBA deildarinnar - um að minnsta kosti tvo sólarhringa - þegar liðið vann mjög nauman sigur á Golden State í fimmta leik liðanna í Dallas 118-112. Gestirnir voru með unninn leik í höndunum í lokin, en þá stimplaði Dirk Nowitzki sig loksins inn í einvígið með eftirminnilegum hætti. Leikurinn í nótt var stórkostleg skemmtun eins og allir leikirnir í einvíginu til þessa og bauð hann upp á dramatík í hæsta gæðaflokki. Dallas mætti mjög ákveðið til leiks og náði mest 21 stigs forystu, en öfugt við spár sérfræðinga gáfust gestirnir aldrei upp í leiknum. Þögn sló á annars æsta áhorfendur Dallas þegar þrjár og hálf mínúta voru eftir af fjórða leikhluta - þegar Golden State komst 9 stigum yfir eftir að hafa sett niður hvert þriggjas stiga skotið á fætur öðru. Dirk Nowitzki hefur verið gagnrýndur harðlega í fjölmiðlum og meira að segja af þjálfara sínum fyrir slappa frammistöðu í einvíginu til þessa - en hann tók svo sannarlega til sinna ráða þegar útlit var fyrir að lið hans yrði niðurlægt á heimavelli. Nowitzki setti niður tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og setti niður sex af sjö vítum sínum á þessum rúmu þremur mínútum - þar sem Dallas tók 15-0 rispu og tryggði sér sigur. Leikstjórnandinn Devin Harris átti líka stórleik á lokakaflanum, bæði í vörn og sókn og náði að klippa hinn magnaða Baron Davis út í lokin. Davis fékk svo sína sjöttu villu á síðustu mínútunni og eftir það brotnaði sóknarleikur gestanna í mola. Dómgæslan á lokakaflanum var fjarri því að vera gestunum hagstæð og til að mynda var sjötta villan sem dæmd var á Baron Davis hreint út sagt fáránlegur dómur. Það breytir því ekki að Golden State fékk gullið tækifæri til að klára einvígið, en misnotaði það. Dirk Nowitzki var stigahæstur hjá Dallas með 30 stig og hirti 12 fráköst, en þetta var fyrsti leikurinn í einvíginu sem hann stendur undir nafni - og ekki seinna vænna. Josh Howard skoraði 23 stig, Devin Harris 16 og Jerry Stackhouse 15, en þeir DeSagana Diop (11 stig) og Austin Croshere (9) áttu líka mikilvægan þátt í sóknarleik liðsins nokkuð óvænt. Baron Davis var enn á ný besti leikmaður Golden State og skoraði 27 stig og gaf 9 stoðsendingar, en hann skoraði m.a. 21 stig og hitti úr öllum sjö skotum sínum í síðari hálfleiknum. Jason Richardson skoraði 23 stig og þeir Matt Barnes og Stephen Jackson skoruðu 16 stig hvor. Golden State hitti úr tæplega 70% þriggja stiga skota sinna í leiknum, en Stephen Jackson var vísað úr húsi í annað sinn í seríunni fyrir að klappa hæðnislega að dómaranum og sagði Don Nelson þjálfari að hann ætti yfir höfði sér aðra stóra sekt frá félaginu fyrir vikið. Hann var sektaður um 50,000 dollara eftir að hann var rekinn úr húsi í leik tvö.Veislan heldur áfram aðfaranótt föstudagsBaron Davis átti enn einn stórleikinn hjá Golden State í nóttNordicPhotos/GettyImages"Dirk tók liðið og setti það á herðarnar á sér í kvöld. Hann bar okkur í gegn um þennan leik og það er það sem við væntum af honum," sagði Devin George hjá Dallas."Við náðum að klára þennan leik í lokin og ég er fyrst og fremst ánægður með það. Nú er Golden State með 10,000 punda pressu á bakinu og klára okkur í næsta leik á heimavelli sínum - þeir vilja ekki þurfa að koma aftur hingað," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas."Mér er sama þó leikur sex verði spilaður á tunglinu. Við erum tilbúnir í slaginn. Þetta er áskorun og við tökum henni með sjálfstraustið í botni," sagði Jason Terry hjá Dallas brattur að vanda."Við þurftum bara að standa vaktina í vörninni í lokin en það tókst ekki. Slæm dómgreind kostaði okkur þennan leik," sagði Don Nelson þjálfari Golden State.Næsti leikur fer fram í Oakland á heimavelli Golden State í Oracle Arena, þar sem ljóst er að stemmingin verður stórkostleg. Leikurinn verður sýndur beint á NBA TV aðfararnótt föstudagsins. Leiktíminn verður nánar kynntur hér á Vísi, en þeir sem ekki hafa tök á að sjá leikinn geta væntanlega fengið að sjá hann á sjónvarpsstöðinni Sýn á föstudagskvöldið. Þetta verður leikur sem enginn körfuboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara, því hér er á ferðinni einhvert skemmtilegasta einvígi í sögu fyrstu umferðar úrslitakeppninnar.
NBA Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins